þriðjudagur, september 16, 2008

Og enn einn þjófnaðurinn...

Hlýddu á því hér er texti, því hann er aldrei sunginn nóg

einfalt ráð hann í sér felur, ef þú ert í ólgusjó

ekki sleppa af mér taki, eins ég sleppi ekki þér

þetta líf er þeysisprettur, það sem eftir af því er...

Höldum fast, í það sem eigum við,

þrátt fyrir allt þá höfum við hvort annað

Já höldum fast í þennan góða dag,

í það sem okkur þykir best

hvort annað....

Þú ert gæfu þinnar smiður,

þú átt líf í höndum þér

en við eigum og við missum,

öll við vitum hvernig fer

ekki sleppa af mér taki

og ég sleppi ekki þér

þetta líf er þannig sniðið,

það mun reyna á okkur hér

Sá þetta á síðunni hennar Ingu Öddudótlu og bara mátti til. Mikið ofboðslega segir þetta mikinn sannleika.

Bara yndislegt......


Engin ummæli: