þriðjudagur, september 16, 2008

Í korti.

Fjörtíu og átta ára fögur frú

fagran sönginn flytur.

Voxin hún velur og er honum trú

við stjórnvölin Magga þar situr.

Ef hefð’ hún ei sönginn til að létta sér lund

lífsleiðin yrði ei greið.

Því þunglyndið hverfur á þeirri stund

þar sem raddböndin þenjast í söngvaseið. HeartHeartHeart

Jaháá. Þetta beið mín í morgun þegar ég vaknaði. En ekki tók ég eftir því þá. Oh nei. En hinsvegar þá rumska ég við það undir morgun að spúsinn fer á fætur. Og ég eitthvað í svefnrofunum að hugsa hvað hann sé að gera á fætur núna. Vissi ekki til þess að hann ætti morgunvakt. En það hlyti bara að vera og að hann hefði gleymt að segja mér frá því. Annað eins getur nú gerst í dagsins amstri. En allavega. Ég skríð mygluð á fætur svona 7.20 og fer fram í eldhús. Og hvað haldiðið. Liggur ekki þá þessi líka sæti pakki á borðinu og ein rauð rós. Og lítið kort. Nú ég er hin rólegasta og passa mig á að tapa mér ekki í pakkagleðinni. Tek rósina, næ í vasa inn í stofu og set hana í vatn. Tek kortið úr umslaginu, ægilega sætt, svart flauelisglimmer með gullhjörtum og les það sem þar stendur. Og orðrétt þá stendur þar.

Það er sagt að leiðin að hjarta konunnar liggi í gegnum magann. Til hamingju með daginn. Feðgarnir.

Nú ég er bara alveg hissa á þessu. Hvað skyldi vera í pakkanum. Svo ég ríf nú utanaf ræflinum og bara jibbý. Nammi namm. Og svo skall það á mér. What!!!! Þetta er bara eins og að henda brennivínsflösku til óvirks alka sem er alveg að fara á límingunum. Sem sagt. Eitt stykki STÓR Nóa Siríus konfektkassi. W00t Ekki það að ég var búin að fá afmælisgjöf og átti alls ekki von á þessu. Lagði kassaófetið frá mér og fór til vinnu. Svo hringir spúsinn í mig um hádegið og óskar mér til hamingju með daginn og ég þakka honum fyrir fallegt kort. Nú en ekki hitt. Og þá benti ég honum á þetta með alkann. Hann hló nú bara og sagðist skyldi fela kassann og gefa mér einn mola á dag. Jæja. Svo var afmæli hjá gullmolanum Mikael í kvöld og þegar við komum heim sest ég við eldhúsborðið og fæ mér smók og spjall. Tek upp kortið og fer að segja hvað mér finnist það flott. Og þá bara búmm. Sem sagt. Ég tók ekkert eftir þessum krúttlegu vísum í morgun. Greinilega bara verið með annað augað opið og ekki getað lesið báðum megin. Light Bulb

En mátti bara til með að deila þessu með ykkur. Er núna farin að lúlla í hausinn minn. Afmælið hans Mikael var voða fínt. Og ég er svo södd að það hálfa væri hellingur. Ætla svo að skunda á Laugarvatnið fagra annað kvöld með syninum og njóta sveitasælunnar hjá Olgu fram á sunnudag. Algjörlega komin tími á að skreppa aðeins í annað umhverfi. Diddinn að vinna alla helgina eins og allar helgar. Svo hann verður einn í kotinu á milli vakta.

Svo þakka ég allar góðar kveðjur í dag bæði hér á bloggi voru sem og í síma vorum.

Söngfuglinn kveður með harið á allar áttir....Bad Hair Day


Slóri slór

Jebb. Hlýtur að vera í lagi að slóra örlítið á afmælisdaginn sinn. Það á náttla að vera í lögum að marður eigi frí á afmælisdaginn. Cool Er þaggi.... Annars bara allt fínt. Allir búnir að eiga afmæli í þessum mánuði og það eru sko ekkert fáir. Baldur Mikkapabbi varð 30. Oh my. Daði Olgumaður varð 50. Æjæjæjæ.... Og við fórum í partý hjá þeim skötuhjúum. Rosa flott veisla og mikið stuð. Mikið,mikið sungið. Svo átti spúsinn minn afmæli í fyrradag og er orðin 51. Æji, sárt. Svo litla ömmugullið hann Mikael Orri var sko 4ra ára í gær. Orðin svo stór og flottur gæi. Algjörlega dásamlegur. Svo er hann byrjaður á nýjum leikskóla og kippir sér sko ekkert upp við það. Tekur því með hinu mesta æðruleysi, en ekki hvað. Núh, svo á frúin sjálf afmæli í dag, og er orðin ?8 ára. Wizard Kaffi í kvöld hjá Mikeal fyrir ömmur og afa. Svo krakka ammili seinna. En nú er best að ég fari að vinna. Þið verðið bara að sorryja það að ég skuli vera svona löt að blogga þessa daganna. Nenni óttalega lítið að vera í tölvunni heima, eftir að sitja fyrir framan hana hér í vinnunni alla daga. Og svo fer tölvugeimsluherbergið alveg óstjórnlega í skapið á mér þessa daganna. Þoli það hreinlega ekki. Mig vantar eitt herbergi í viðbót. Eða geymslu. Eða bara eitthvað. Maður er í stór hættu þarna inni. Gæti fengi tjald í hausinn, eða kannski ferðatösku. Aldrei að vita. Þannig að í augnablikinu NENNI ég ekki að vera þarna inni......

Adios.....Afmælisstelpan....Whistling


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 21.8.2008 | 15:01 | Slóð | Athugasemdir (2

Engin ummæli: