þriðjudagur, september 16, 2008

Jæja

Þá er þetta blessaða tannsteinshreinsiæði búið. Allavega í bili. Fór í dag og hann tók allan neðri góminn. Sjæss maður. Ég gat ekki talað þegar ég labbaði út frá manninum. Við erum að tala um það að ég var dofin frá einu eyra og yfir í hitt. Tungan, maður lifandi. Eins og ég væri með heilan sláturkepp upp í mér. Jakk bjakk. Svo er ég búin að vera með einhverskonar bólu innan á neðri vörinni sko örugglega í 20 ár og hann upplýsti mig um það að þetta væri stíflaður munnvatnskirtill og hvort ég vildi ekki að hann tæki hann bara í leiðinni. Og ég bara jú jú. Þannig að hann skar hann í burtu og þurfti að sauma 3 spor. Ohhh ég á svoooo bágt. Saumurinn verður tekinn eftir viku og svo á ég að koma aftur til tannholda í skoðun eftir 7 vikur. En honum leist bara vel á það sem hann var búin að hreinsa og sagði að það væri greinilega að skila sér. Og að ég væri að bursta voða vel. Ekki slæmt það ha. Enda hugsa ég varla um neitt annað þessa dagana nema burstun, eins og ég hef áður sagt. Tónleikar hjá okkur á miðvikudaginn í Kristkirkju og þeir verða örugglega voða fínir. Á einn miða eftir ef það er einhver þarna út sem vill hann. Kostar 2000 kall en 2500 við innganginn. Bara hafa samband. Feðgarnir að fara út til Liverpool á föstudaginn. Og á fótboltaleik á laugardaginnSoccer. Komin svona nett spenna í gæjana. Enda hafa þeir þráð þetta ansi lengi. Verður örugglega svaka fjör. En nú ætla ég í ból bjarnar og lúlla í hausinn minn fína. Átti svona frekar erfitt með að vakna í morgun. Þetta gengur náttla ekki.

Söngfuglinn kveður með óþolandi sauma í munnsanum..... Drooling


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Bloggar | 10.3.2008 | 23:5

Engin ummæli: