laugardagur, apríl 30, 2005

Ánægð með þessa niðurstöðu

You scored as Phoebe. You're Phoebe. You come across as a bit weird and ditzy but you're fun loving.

Phoebe

70%

Monica

70%

Rachel

55%

Joey

55%

Ross

40%

Chandler

35%

Which Friend are you?
created with QuizFarm.com

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Öðruvísi mér áður brá......

Brá???? Veit ekkert um það hvernig mér öðruvísi brá. Datt þetta bara í hug þegar ég var að byrja. Annars gott af stelpunni að frétta. Fór í minn langþráða sumarbústað um helgina og það var að sjálfsögðu legið að eilífu amen í pottinum. Mikið hlegið og enn meira sungið. Kolla gjörsamlega tapaði sér í Sing Star dótinu. Hrönnslan eldaði þennan líka dýrindis kjúkklingarétt á laugardagskveldinu. Hef staðið mig eins og hetja í sundprógramminu. Fer á hverjum virkum morgni. Komin í 500 metrana. 20 ferðir. Og stoppa ekkert á milli. Algjör hetja. Enda bara orðin soldið brún og útitekin. Er annars ferlega sybbin núna. Svaf ekki nema í 4 og 1/2 tíma í dag. Vaknaði sko bara óbeðin klukkan 3 og gat enganvegin sofnað aftur. Og svo var kóræfing og hún teygðist alveg til 9. Svo mar er hálf tussulegur núna. Núhhh. Svo fór konan fyrir helgi og splæsti á sig gallabuxur og BLEIKAN, já ég sagði bleikan gallajakka. Herlegheitin fékk ég í Tískuhúsi Pálma. Held svei mér þá að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kaupi mér bleika flík. Gæti nú trúað því að Spánardrottningin sé ánægð með mig núna.... hehehe..... Fór að vinna klukkan níu í gærkveldi og var til átta í morgun og var frekar fúl alla nóttina. Fer alveg endalaust í taugarnar á mér að mæta á vakt og nánast ekkert búið að gera. Mjólkurvaran öll í vögnum inni í kæli og þá að sjálfsögðu lenti það á mér að ganga frá því, og svo eru nú ekki miklar líkur á því að vara seljist sem hangir í vögnum sem kúninn nær ekki til. Ekkert búið að fylla á búðina og allt í skít og drasli. Enda jós ég gjörsamlega úr mér þegar stöðvan mætti í morgun. Algjörlega fúl á móti. hehehe...
Og svo eins og allir vita þá eru hjónakornin að fara að taka baðherbergið í gegn. Og það er nú með það eins og annað. Ef mar byrjar á einhverju kemur alltaf eitthvað uppá. Þegar ég kom heim úr sumó á sunnudaginn tók á móti mér flóð í eldhúsinu. O.m.g. Ekki aftur, fékk nýtt parket fyrir jól eins og þið kannski munið. En sem sagt, þá tók ofnin í eldhúsinu upp á því að leka. Komin tæring í hann eða eitthvað. Pínu brekka í gólfinu undir borði en ég held og vona að það gangi til baka. Fékk pípara til að koma hér í gær og gerðist hann svo gráðugur að hann bara tók ofnin með sér. Og fyrst hann var byrjaður á annað borð létum við hann bara taka stofuofnin líka. Svo nú bíðum við eftir nýjum ofnum. Nú útidyra hurðin hangir uppi á lyginni. Baldur Lilju kom hér og tókst einhvern vegin að redda þessu. Hurðarkarmurinn algjörlega ónýtur. Svo nú bíðum við líka eftir hurðinni. Veit hreinlega ekki hvar þetta endar. Búið að brjóta gat á vegginn á baðinu svo það verður ekki aftur snúið með það. 7-9-13 Nú er sko nóg komið. Og við sem ætluðum BARA að laga baðherbergið. En svona er þetta. Þegar einni er mál vilja hinar líka.
En nú er ég hætt, þarf að fara að drífa mig í vinnu.
Laters......

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Jæja, þá er

búið að brjóta gat á vegginn minn fína inni á baði. Daði búinn að kíkja á herlegheitin og sýnist á öllu að hægt sé að breikka baðherbergið um heila 27 sentimetra. Ekki slæmt það á þessu mjög svo litla og þrönga baðherbergi.. Svo nú er bara að fara að drífa sig í að rífa niður vegg, skafa dúk af veggjum og henda öllu sem hægt er að henda þarna inn og fara og eyða FULLT af pengingum. Sem ég á ekki. En Vísa frænka verður bara með í för og fær að kenna á því. Gaman,gaman. Fyrsta vikan liðin á næturvöktum og leið bara ótrúlega fljótt. Verst að ég er ansi hrædd um að frívikan verður verður líka mjög fljót að líða. Búin að standa mig eins og hetja í sundinu. Verð þó að viðurkenna það að ég hefði sko alveg verið til í að fara að lúlla aftur þegar Örn var farinn í skólann í morgun. En Gurrý stóð sína plikt og gaf mér ekkert eftir og í sund fórum við. Adda og Lonni komu hér við í dag og að venju var tekinn einn óþverri. Lonni vann og svo Adda. Ég geri ekki annað en að tapa fyrir þessum drósum. Er að fara í tásu snyrtingu á morgun til Eddu Láru. Mmmmmm. Það er svo gott. Maður hreinlega svífur út þegar þessu er lokið. Er bara orðin alltof löt við að fara. Fór hér á árum áður einu sinni í mánuði en nú orðið er þetta orðið 2svar á ári. Allof sjaldan. En í gærkvöldi gerði ég soldið ógeðslega skemmtilegt. Fór og var við upptökur á einum þætti hjá Hemma Gunn. Það var lagið. Og oh my god. Váááááááá hvað var gaman. Hefði sko alveg verið til í að fara beint á pöbbinn á eftir. Komin í þetta líka rokna stuð. Júhúúúú.
Örn Aron kom með og skemmti sér sko ekki síður. Maður gjörsamlega missti sig þarna og steingleymdi að það væru camerur þarna í gangi. Og að sjálfsögðu var okkur plantað á fremsta bekk, en ekki hvað. Væri sko alveg til í að fara aftur. En nú er þetta að verða búið. Síðasti þáttur tekinn upp annað kvöld. En nú er lát að linni.
Laters.......

föstudagur, apríl 15, 2005

21

Jæja elskurnar mínar. Sá update af stelpunni. Búin að vera á næturvöktum alla þessa viku og líkar það bara vel. Verður náttla enn betra í næstu viku. Frí í heila. Verst hvað þessu stúlka sem ég er að vinna með er eitthvað leim. Vona svo sannarlega að hún komi til þó svo að sú sem ég tók við af segir það ekki gerast. Svo er stelpan líka búin að vera rosa dúleg og fara í sund eftir hverja vakt. Og þykir það nú aftek útaf fyrir sig. Tek 300 metrana. Bæti svo við mig 100 í næstu viku og linni ekki látum fyrr en 1000 metrum er náð. Verð samt að fá mér sundgleraugu. Ég syndi eins og gömul önd með hausinn upp úr og nú er mér svoooooo illt í bakinu og hálsinum að það hálfa væri nóg. Bjó mér til stuðningshóp svo að við getum sparkað í hvor aðra ef einhver ætlar að vera með leti. Gurrý hér við hliðina og Olga urðu þess heiðurs aðnjótandi. Svo nú bera þær ábyrgð á því að ég vakni í frívikunni og drífi mig. Verðum við heitustu gellur bæjarins eða hvað. hehehe.... En nóg í bili. Þarf að drífa mig í vinnunna.
Laters......

mánudagur, apríl 11, 2005

Sennilega

fer ég að fá nafnbótina, latasti bloggari ever.... Er enganvegin að nenna þessu núna en hvet samt ykkur hin til að vera dugleg að blogga. Ég nenni nebbilega alveg að lesa hjá ykkur. hehehe,...Nú er mín byrjuð á næturvöktum og verð út þessa viku svo vika frí. Kórinn í góðum gír og æfingarnar hafa verið alveg sérlega líflegar núna undanfarið. Seth nokkur hefur verið að koma og kenna okkur listina að túlka gospelsöng. Og ekki skemmir fyrir að hann syngur alveg eins og engill sjálfur. Aukakóræfing síðasta laugardag vegna afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Fín æfing og mikið gaman. Hef hinsvegar ekki verið nógu dugleg að læra Blástjörnuna sem á að syngja í afmæli hennar. Verð að taka mig á með það í vikunni, því afmælið er á föstudaginn. Ætlaði að vera voða dúgleg og byrja í sundi í morgun eftir vinnu, en þar sem ég náði ekki sambandi við Gurrý sem ætlar með í dæmi, þá bara fór ég heim að lúlla. En hún lofar að vera vöknuð í fyrramálið svo nú er bara að standa sig. Held að það hljóti að vera fínt að fara að synda eftir vinnu, komin heim þá um 9 dasaður og slakur og þá ætti mar að sofa eins og engill. Og löngu orðið tímabært að konan fari að hreyfa á sér skankana. Og svo er nú aldeilis farið að styttast í sumbarbústaðaferð saumaklúbbsinns, get bara ekki beðið. Heit.......... neibb ætla ekki að fara að rausa um það aftur. Hins vegar líta húsnæðismálin þannig út að nú er hjúin að spá í að bíða bara með þetta í 1 til 2 ár kannski. Taka baðherbergið hér bara í gegn og slaka á hér. það er hvort eð er ekkert til af eignum í þeim bærjarhluta sem við vilju búa í. Alveg eins gott að bíða bara. Þetta ástand á fasteignamarkaðinum hlýtur að taka enda einhvern tíman. En nú er ég hætt og ætla að fara að fá mér soðna ýsu með rófum.
Laters...........

mánudagur, apríl 04, 2005

Jæja þá er helgin

liðin, og þessi líka fína helgi. Fórum norður á Akureyri á Goðamót með guttann. Þeir stóðu sig að sjálfsögðu alveg með stakri prýði og lenntu í öðru sæti. Hefði alveg eins getað verið í fyrsta. Því að reglurnar þar eru þannig að ekki er farið í vítaspyrnukeppni ef staðan er jafntefli í úrslitaleik heldur vinnu það lið sem skorar á undan í leiknum. Og staðan var 1-1. En Fylkis drengirnir voru heppnir og náðu að setja í rammann á undan okkar mönnum.. En rosa gaman. Strax bara farin að hlakka til að mæta á Esso mótið í sumar. Gistum núna á KEA og var það bara alveg hreint ágætt. Alli og Anna voru þar líka svo ekki leiddist okkur á kvöldin. Rifjaðar upp gamlar syndir og hrekkjabrögð. Og díses hvað við hlógum. Hef sko ekki hlegið svona í háa herrans tíð. Mikið gaman og mikið fjör. En kvöldvakt framundan og svo að dobbla Sigga til að skipta við mig á morgun svo ég komist á kóræfingu. Og verður það í síðasta skipti sem ég þarf á því að halda. Byrja á næturvöktunum núna 11 apríl. Spennandi að sjá hvernig það kemur út hjá mér. Vona bara svo sannarlega að ég hafi ekki hlaupið á mig með því að skipta um vaktir. En kannski meira í kvöld. Komin tími til að fara að hafa sig til fyrir vinnuna.
Laters you gay.........