föstudagur, október 31, 2003

Jæja komiðið sæl þetta dásamlega ÍSKALDA kvöl. Jö.... er kallt. Ég hélt hreinlega að ég myndi drepast kl korter yfir sjö í morgun, þegar ég var að skafa bílinn. Ég var komin með kal í puttana og litlu sætu hanskarnir sátu í veskinu mínu inní bíl í heita veskinu mínu. Ég mundi náttúrulega ekkert eftir þeim fyrr en ég var búin að skafa. bögg dauðans. Langur dagur í vinnunni í dag, búin að ganga mig upp í klof, þetta er nú meira trampið, og svo er sagt að maður hreifi sig ekki. My as.
Er núna að reyna að komast í heimsókn þar sem er Stöð 2. verð að sjá Idolið. Lonni er á haustfagnaði MS félagsinns og Olga er upp í sumó, Kannski ég reyni Guðnýu. Bara að hún fái ekki áfall, þegar ég kem aftur með svona stuttu millibili.
Er að reyna að draga kallinn með, Siggi hennar Guðnýar bíður eftir mínum til að leyfa honum að sjá einhvern DVD disk sem hann var að kaupa sér með Three dogs night. Úps, ég veit ekkert hvort þetta er skrifað sona eða hinseigin. Akkurat núna voru Idol krakkarnir í Ísland í dag þau eiga að syngja á eftir lag í beinni. Ég hreinlega verð að komast í Stöð 2 hús. Gaman að fá mig í heimslókn, glápi bara á sjónvarpið. :-) Annars er þetta búin að vera góður dagur Lonni mín fékk svo góðar fréttir, eiginlega æðislegar fréttir. En þær verða ekki birtar hér, Sorry. Það er annað með Örn Aron, ætli ég verði ekki að fara með hann upp á slysó og láta mynda hann. Það er eitthvað að sem ekki kom í ljós í skoðuninni strax eftir að hann varð fyrir bílnum á föstudaginn síðasta. Ætli Diddi fari ekki með hann á morgun, ég er að vinna svo ég kemst ekki.
Jæja er þetta bara ekki orðið ágætt.
Bless í bili.

fimmtudagur, október 30, 2003

Well,well.well. Mætt aftur. Maður verður bara háður þessu dóti. Ég get svarið það. Jæja verra gæti það verið.
Þetta er búinn að vera letidagur dauðanns. Sat eins og skítaklessa í sófanum og glápti á tivíð til klukkan að verða
4, en þá var mál til komið að klæða sig og hafa sig til fyrir söngtíma hjá MP. Fór fyrst og sótti Sillu sem var greinilega jafn löt og undirrituð, lá hálf sofandi í sófanum þegar ég kom. En hún reddaði þessu með góðu kaffi. Fékk þennann líka dásamlega steikta fisk sem bóndinn var búinn að elda þegar ég kom heim, svo ég fékk smá orku í mig og er bara búin að þvo 2 vélar, hengja upp það sem ekki má fara í þurrkarann og ganga frá því sem mátti fara í þurkið. Ferlegt vesen að ekki megi setja allt þar. Annars átti ég víst að fara á Frendtex kynnigu hjá Ásu í kvöld, en ég slaufaði því bara. Vona að hún verði ekki spæld út í mig þessi elska. Lonni og Lilja fóru báðar, svo þetta ætti að vera í lagi. God mar, að nenna að vera með þessar Frendtex kynningar, burðast með öll þessi föt endalaust á milli heimila. Nei takk ekki fyrir mig, nóg fannst mér um Tupperware dollurnar, axlirna signar að mjöðmum, að bera þessar töskur og stundum upp 3 og 4 hæðir, nei ég er hætt þessu. Nú fer ég bara að taka til í eldhússkápunum og reyni að koma þessum dollum fyrir og í notkun. Jæja nú ætla ég að kíkja á skjá 1 og sjá hvað er að gerast í Bachelor. Hverjar sýna klærnar og hverjar tárin.
Góða nótt
Sí ja

miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja enn einn dagur liðinn að kveldi. Bara þokkalega góður, svaf út í morgun LOKSINS. Átti frí í dag í vinnunni og á morgun líka, en svo þarf ég að vinna um helgina í staðinn. æjæjæj. Mín dreif sig í klippingu og litun í dag, og hvílík breyting. Strákurinn minn sem er 10 ára fór alveg í steik og vissi ekkert hvernig hann ætti að vera, og bóndinn sagðist þurfa að venjast þessu. hahahaha. Ég lét nebbilega klippa mig MJÖG stutt og lita það svart í botninn og vel rautt að ofan. Var nánast blondína. Jís maður, ég held að ég þurfi að fara að heimsækja vinkonur mínar oftar en ég geri. Ég fór til Guðnýar, bestu vinkonu minnar seinnipartinn í dag og hún hélt að það væri eitthvað að. Það hlyti að vera fyrst ég væri komin. Held að ég verði að breyta um lífstíl. En hvernig ætli það sé með þetta blogg, hver sér þetta eiginlega? Verður fólk ekki að hafa adressuna mína til að skoða bloggið? Ef einhver sér þetta sem ekki þekkir mig endilega látið mig vita, ef það er þá hægt.
Jæja best að fara að kíkja á spóluna sem Lonni mín tók upp fyrir mömmuna sína, Idolið og fleira.
Sjáumst, bæbæ
Jahérnahér. Aldrei hélt ég að ég myndi fara að skrifa eitthvað sem allir og hver sem er geta lesið. But here I am. Úllala. Svo er bara spurnig hvort eitthvað vit er í því sem ég krota hér eður ei. Kannski batna ég með tímanum. Ég er bara venjuleg "húsmóðir" í fullri vinnu og svo syng ég í kór, og það er bara gaman. Við vorum eimmitt að byrja að æfa jólalögin í dag, og það er alltaf soldil stemming sem fylgir því. Svo nú get ég farið að hlakka til jólanna. Jeiiiiii.
Jólin, jólin allsstaðar, með jólagleði og gjafirnar. Jájá ok ég er hætt. Jæja ég ætla að láta þetta duga í dag, kem kannski með eitthvað krassandi á morgun, ég hlýt að fá 9 fyrir viðleitni.
Ok bæ. sí ja leiter.