varð úr ræktarferðinni í dag. Þannig að engar kaloríur gróðursettar á þessu heimili. Reis ekki úr rekkju fyrr en rúmlega ellefu og þá þurfti náttla að taka stöðuna á tivíinu. Svo hringdi Didda besta skinn og blöðruðum við frá okkur allt vit í klukkutíma eða svo. (hér á að vera broskall). Svo hringdi mamma og þau voru að koma í kaffi, Þórunn Þöll bróðurdóttir mín er hjá þeim um helgina og var ákveðið að koma í mekkuna. Svo hringdi Lonni og vantaði pössun fyrir dæturnar þar sem Baldur var að taka við sveinsprófinu sínu. Og í framhaldi af því dobblaði hún mig til að leyfa Gommelíunni að lúlla. Erfðaprinsinn og Þórunn Þöll fóru svo í keilu í kvöld í boði ömmu. Held að þau hafi bara skemmt sér ljómandi vel. Hann vann hana í keilu en hún vann hann í pooli. Og hann var bara "góður" þegar hann kom heim. Alveg synd hvað þessir krakkarassar hittast allt of sjaldan. En það er víst svona þegar langt er á milli. (hér er fýlukall) Svo eru bara tveir dagar í brottför. lalalalalala..... (broskall). Svo held ég að Yoko sé týnd og hundurinn sem hér er heiti bara Logo eða eitthvað. Þetta er bara allt annar hundur. Hún er bara allt í einu orðin svo róleg að það hálfa væri hestur. Hún flaðrar minna upp á fólk þegar það kemur, hún er miklu yfirvegaðri í kringum börnin. Meiraðsegja Þórunn Emilía bara utan í henni hér í allan dag. Og ekkert stress í gangi. Jibbýjey.....
Söngfuglinn kveður með broskalli.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli