mánudagur, júlí 25, 2005

Jibbýkóla


Frúin búin að fara og kaupa tjaldið og svei mér þá ef þetta er ekki mynd af eins tjaldi. Er þetta ekki flott. Mín voða,voða ánægð með þetta. Líka búin að kaupa borð rosa sniðugt með svona stillanlegum fótum þannig að það er alltaf stöðugt. Sonurinn alveg yfir sig ánægður með mömmsuna sína og nú er stefnan sett á útilegu seinnipartinn á miðvikudaginn. Ætlaði að fara á morgun en þar sem sonurinn er að keppa í Íslandsmótinu í knattspyrnu og á leik á miðvikudaginn verður svo að vera. Svo við brunum bara af stað eftir leik. Úff, ég ætla bara rétt að vona að við fáum svona gott veður eins og er búið að vera. Sa vi ber bare guderne om godt var. Loksins búin að þrífa allt út úr dyrum hjá Olgu og Daða. Allt orðið rosa fínt. Þvílíkur munur fyrir þau að losna við þetta ógeðslega hraun sem var á veggjunum. Og ömmingja Daði og Olga. Þau höfðu ekki pláss fyrir Lazy boy stólana sína og ég gerði Daða tilboð sem hann gat ómögulega hafnað. hehehehe..... And I cote.... Heyrðu ég bara fæ stólana og borga þér með einni bjórkippu á mánuði. End of cote.... Henti þessu nú bara fram í gríni. En O.M.G. Ég fékk stólana á þessum díl. Og svo er bara spurnig hvort ég þurfi að kaupa kippu út lífið or what... Halló, þessi stólar eru ekki orðnir árs gamlir, leðurstólar úr Öndvegi. Shitt mar þeir eru svo flottir. Og þægilegri en allt. Mmmmm, ég á svo flotta stóla.. Svo eru þau lika búin að bjóða okkur í bústaðinn til sín um verslunarmannahelgina, slaka á í heita pottinum og svona. Og að sjálfsögðu þiggjum við mæðginin það en elsku spúsinn minn að vinna. Argggg. Átti að vera í fríi þessa helgi en sá sem átti að koma úr sumarfríi á föstudaginn síðasta hringdi og sagðist vera með ofmæmi og mætti ekki vera undir álagi í 10 daga. Heppilegt að það skuli akkúrat lenda á þessari helgi. Argggg. Og enginn annar tilbúinn að vinna. Sonurinn alveg vitlaus og segir að pabbi sé ALLTAF að vinna þessa helgi. Frekar spældur greyið.. Lilja, Baldur og Mikel Orri skunduð vestur í Súgandafjörð í dag og ætla að vera þar í góðu yfirlæti Eddí pabba Baldurs og Gróu. Og Örn Aron tilkynnti mér það að hann ætti sko eftir að sakna litla mannsins mikið. Skruppum aðeins austur til ma og pa í kvöld. Nú eru þau búin að selja bústaði og svona blendnar tilfinningar í gangi þar. Eiga að afhenda hann 1 sept. svo þau hafa smá tíma til að aðlagast. Held að þau eigi eftir að sakna hans mikið. En allavega, á leiðinni í bæinn hringir pabbi í mig og segir, heyrðu elskan ég held að þú hafir tekið mín gleraugu í misgripum. Ha. En ég alveg græn og tek ofan gleraugun og skoða þau og neibb þetta eru mín. Halló hvað er í gangi. Afhverju var ég að gá. Ég tek aldrei ofan gleraugun nema þegar ég fer að sofa. Jís hvað mar getur verið vitlaus stundum. Skil ekki alveg hvernig hans gleraugu hefðu átt að geta lent á mínu nefi. En nú ætlar mín í bólið og lúlla í hausinn á sér.
Laters................

föstudagur, júlí 22, 2005

Jæja þá er frúin komin í sumarfrí

Og ekki seinna að vænta. hehehe... Mikið sem ég er glöð að vera komin í frí. Og nú framundan eru bara útilegur hjá mér og syninum. Ætlum á morgun að skunda í Everest og Útilíf og fjárfesta í tjaldi og öðrum viðeigandi útilegbúnaði. Jejeje... Hlakka bara til þess. Fór í dag og keypti mér smá handavinnu, þar sem lopapeysan er komin í hús varð konan að versla sér eitthvað að gera. Svo er þrifadagur hjá Olgu á morgun líka svo nóg er að gera. Er að prufa kerfið hjá 123 og svona er að spá í að færa mig. Líst bara vel á þetta hjá þeim. 123 prufan Endilega að kikka á þetta. Allt voða einfalt í sniðum og þægilegt. Mar fær frítt í einn mánuð til að prufa. Og hvaða vesen er þetta nú á commentinu hjá Halocan. Hmmm Skil bara ekkert í þessu dóti núna. Hef annars frekar lítið að segja akkúrat þessa stundina. Klukkan næstum orðin morgun og löngu komin tími til að skríða í bólið og hitta draumaverur, álfa og tröll. Sillan búin að versla tjaldið og fleira svo klára ég þetta á morgun og svo skundum við bara af stað í næstu vikur. Eða er það ekki ??????? En eitt er víst, og það er að rauðu tútturnar verða með í för.
Laters...........

sunnudagur, júlí 17, 2005

Rauðu tútturnar


Já Systraútilegan að baki og rauðu tútturnar björguðu lífi okkar þriggja. Þvílík og endemis rigning. En samt var rosalega gaman. Ekki var mætingin eins og við var búist. Blessaðar konurnar eitthvað hræddar við að blotna. Hfrfhg&4%urg..... Sussu suss. Ekki létum við það á okkur fá. 6 konur úr kórnum mættu. Haldiði að það sé. En við skemmtum okkur alveg konunglega. Sungum rosa mikið, spiluðum kana svona meðan mesta bunan gekk yfir og svo grilluðum við þennann líka hrikalega góða kjúlla. Sinneps og sítrónuleginn. Nammi namm. Verð endilega að grilla svona fyrir kallinn einhvern daginn. Og ekki má gleyma Víkingaspilinu. Að sjálfsögðu var það með í för. Hefðum samt spilað meira ef ekki hefði rignt svona mikið. Svo var Björg Ólafs með þetta líka fína fellihýsi og gat hýst okkur ALLAR. hehehe.. Milli 10 og 11 í gærkvöldi stytti svo loksins upp og við að sjálfsögðu út með söngbækurnar og kveiktum á kertum og sátu þar og sungum og spjölluðum. Svo er nú aldeilis farið að styttast í mitt sumarfrí. Fer að vinna annaðkvöld og vinn 4 nætur og svo kviss bamm búmm komin í frí til 15 ágúst. Ekki lélegt það. Alltaf eitthvað að hlakka til. Mikið er ég heppin. En nú nenni ég ekki meir. Ætla að láta leka í fína baðkarið mitt og liggja þar og hugleiða hvað ég eigi að gera í sommehollideyinu....
Laters.

föstudagur, júlí 15, 2005

Er ég ekki sætur KR strákur.....


Já svona er ég klár. Nú get ég sett inn myndir á bloggið og svona. Alltaf að finna upp á einhverju nýju. Jibbýkóla.
Þetta er sem sagt Mikael Orri ömmusnúður. Sætastur af öllum. Ekki viss um að pabbi snúllans yrði ánægður með þessa mynd. Hann er nebbilega Valsari. hehehe.....En það sem sagt upplýsist hér með að við á þessu heimili erum KR-ingar. Áfram KR. Snúðurinn minn er að keppa í Íslandsmótinu og eru þeir efstir eins og staðan er í dag. Vorum í Sandgerði í gær að keppa við Víðir-Reynir. Og unnum að sjálfsögðu 6-0. Svo nú er aldrei að vita nema ég smelli inn hér mynd af sjálfinu svo þið lesendur góðir getið séð hvurnig konan lítur út. En að öðru. Lopapeysan tilbúin og reddí fyrir Systraútileguna. Þvegin og strokin. Búin að prufa hana, fór út að hjóla með Erni í kvöld og að sjálfsögðu í peysunni góðu. Hlý er hún, en mikið asskoti stignur hún fast. Og ég sem þvoði hana upp úr sjampói og skolaði svo í hárnæringu. Já ég sagði sjampó og hárnæring. Fékk þetta þjóðráð frá Þuru í vinnunni. Og hafði hún þetta eftir gamalli konu að vestan sem hefur prjónað lopapeysur í 527 ár. Hmmm.... Fór svo í klippingu og lit í morgun til Ríkeyjar og tók erfðaprinsinn með, ekki veitti af. Orðin ansi lubbalegur þessi elska. Varð sko bara skotin í honum alveg upp á nýtt eftir að skærin höfðu unnið sitt verk. Komum svo við hjá Olgu og Daða til að bleyta kverkarnar og ömmingja Olga fékk áfall þegar hún sá mig. Sagði að það væri BLEIKT í hárinu á mér. Ekki er ég sammála því. Ætli hún sé litblind. hmmmm.... Þarf svo að skreppa í Regatta á morgun og athuga hvort ekki sé til úlpa á frúna, svona svo hún ekki krókni úr kulda í Galtalæk um helgina. Eitthvað eru þessir vitringar að spá rigningu og rigningu. Tek nú ekki mikið mark á þeim eftir Essomóts spána. Afmæli svo annað kvöld hjá Sigrúnu systur spúsanns míns. 70 þessi elska, og myndi sko engum detta það í hug sem sæi hana. Svo hress og skemmtileg, alltaf svo smart og tilhöfð. Maður myndi kannski giska svona á 60ár en aldrei 70. En læt þetta duga í bili.
Laters.................

föstudagur, júlí 08, 2005

Frekar lítið að frétta

af frúnni núna. Er búin að vera að passa litla manninn á meðan mammsan hanns er að vinna. Og það er bara skemmtilegt. Yndisleg mannvera. Guðný kom og sótti okkur í gær og bauð í heimsókn. Sóttum Ívar Anton ömmustrákinn hennar á leikskólan og ömmuðumst saman í sólinni. Stildan kom hér í kaffi í kvöld og er alveg alsæl með Vogana. Gott að vera í sveitinni. Byrja svo að vinna annaðkvöld eftir einnar og hálfrar viku frí. Úff, get ekki sagt að ég nenni að byrja aftur. En þetta verur stutt törn. Bara helgin og svo vikufrí aftur. Styttist óðum í Systraútileguna góðu, hlakka hrikalega til að hitta stöllur mínar aftur. Svo nú biður mar bara um gott útileguveður. Sól og meiri sól. Eins og ég hef sagt frá hér þá erum við að bíða eftir nýrri útidyrahurð, þessi gamla hangir á lyginni. Búin að bíða í tvo mánuði (átti að taka einn mánuð). En hvað um það. Þeir komu með hurðarnar í dag, veiiiiii. En hvað haldiði, þær eru vitlaust smíðaðar. Svo hann fór með þær aftur og ætlar að reyna að koma í næstu viku. Mín heppni. Glugginn í sjónvarpsherberginu sem við pönntuðum í nóvember er ekki kominn enn. Held að þeir hljóti að hafa þurft að planta trjám í gluggakarminn og bíði nú eftir því að þau vaxi. Húsfélagið á nefnilega að borga karminn en við glerið, svo að við getum ekki gert neitt nema að bíða. Búið að hringja sko ég veit ekki hvað mörgu sinnum og reka á eftir þessu. Ég á sko bara ekki til orð yfir svona vinnubrögð. Og nú er þetta fyrirtæki að vinna hér við húsið að utan og þeir hrista bara hausinn og vita ekki neitt. Bull og vitleysa. Annars er mín voða dúleg að prjóna. Er að prjóna mér lopapeysu. Svona stutta og krúttlega. Og er sko alveg að verða búin. Svo þarf ég bara að fá einhverja sniðuga konu til að setja fyrir mig rennilás á flíkina. Hmmmm skyldi það verða mamma. Aldrei að vita nema ég geti dobblað hana. Hafði hugsað mér að vera búin með hana fyrir útileguhelgina. En nú nenni ég ekki meir. Er farin að lúlla.
Laters....

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Well.well.well.

Komin heim úr norðanlegunni. Mótið gekk bara vel og lenti lið drengsinns í 5 sæti. Bara sátt við það og þeir líka. En best af öllu var að við foreldrarnir fengum bikar. Og það sem besta hvatningarliðið. Jibbýkóla. Ekki leiðinlegt það. En ekki stóðst veðurspá Veðurstofu Íslands þessa daga sem við vorum þarna. Spáin hljóðaði upp á 18 stiga hita og sól. En sorry gæs. Það rigndi alla dagana. Nema á laugardaginn. þá kom blessuð sólin sem vermir allt og vekur með kossi. En nei ekki þessi sól. Henni fylgdi svoooo mikið að rok að það hálfa vær hellingur. Skítakuldi. Burrrrr.. En samt ógó gaman. Og ekki skemmir Glerártorg sem ég skrapp ósjaldan í á milli leikja. Besta kaffið á Akureyri fæst þar og mæli ég eindregið með því að fólk skundi þar inn eftir langan og srangan bíltúrinn. Enda voru þær farnar að þekkja mig. Hva, komstu ekki hingað í gær líka ????. hmmmm..... Svo fann ég þar ansi flotta skóbúð. O mæ god. Og þlau flottustu kúrekastígvél sem ég hef séð. Þau eru græn...... Og í þriðju ferðinni að máta, strjúka og klappa, keypti ég þau. Og þá sagði stúlkan. Alveg vissi ég að þú myndir koma og kaupa þau...... Það er aldrei. Það mætti halda að þetta fólk sæi aldrei ný andlit. Hélt reyndar að sonurinn myndi endanlega tína andlitinu þegar hann heyrði hvað þau kostuðu. hehe.... Gisti svo á Hjalteyri í góðu atlæti hjá pabba Önnu Jónu. 88 ára kall og svo hress og skemmtilegur að ég hefi ákveðið það að verða svona þegar ég verð 88 ára. Og hana nú. Af hjólamálum er það að frétta að ég er búin að kaupa hjólið og fór út að hjóla í gærkvöldi með syninum. En eitthvað fannst honum mammsan slöpp á þessu tryllitæki. Og gerði óspart gis að mér. Fórum svo aftur í kvöld og þá fékk ég að heyra það að ég hefði bætt mig. Ekki slæmt það. Blessað barnið hefur aldrei séð mig hjóla áður. Og nú er minni svo illllllllllllllllt í litla rassinum æjæjæjæjæjæjæ. En það hlýtur að venjast. Hafði reyndar orð á því að ég þyrfti að fá mér svo gelpúða til að setja á sæti, og þá tilkynnti hann mér það að Anton vinur væri með svoleiðis. Svo ég þarf greinilega ekki að skammast mín fyrir það.
Skrapp svo til Sillunar í kvöld og fékk gott kaffi. En engin var mjólkin til þegar ég kom svo ég fékk rjóma í stað froðu, og svo fékk ég líka síðstu baunirnar. Alveg er þetta með eindæmum. Held að ég hafi ekki góð áhrif á þessa forlátu kaffivél. hehehehe....Styttist óðum í 45 ára afmælið mitt, og ég orðin frekar spennt hvort það verði svona kaffivél í mínum pakka. Hún er allavega alein á óskalistanum. Anyways. Sillan búin að brenna 2 Kim Larsen diska handa mér svo nú get ég farið að fara í gírinn fyrir tónleikana. Verst að hafa ekki talað um þessa tónleika við hana áður en spúsinn keypti miða á netinu. Nú er hún að berjast við að fá miða og allt uppselt. En auglýstir eru þó aukatónleikar og vonandi að hún fái miða á þá. Hefði samt verið gaman að fara saman. En nú er mál að linni og tími til að skríða í ból.
Laters...........