þriðjudagur, september 16, 2008

Neihh sko. Ég á víst blogg

Puffh, hvað ég er löt við að pára hér þessa daganna. Samt ýmislegt að gerast og nóg að gera. Vantar ekkert upp á það. Bara ansvítans leti og ekkert annað sem hrjáir mig hér á kvöldin. Couch Potato Yndislega Opal er farin. Hún var sótt í fyrrakvöld og við söknum hennar öll. Og Yoko líka. Ég held barasta að henni hundleiðist. Hér eru þær prinsessurnar. Yoko og Opal Ég held bara að ég hafi sjaldan kynnst svona ljúfum hundi. Alveg hreint dásamleg. Jebb og ekki orð um það meir. Enda erum við eiginlega alveg ákveðin í því að fá eins og einn hvolp undan henni. Hmmm. Datt í hug að tengja mig inn á msn Computerá meðan myndin var að hlaðast inn og fékk vægt áfall. Engin af mínum var online. Held að þetta hafi bara aldrei áður gerst. O nei. Hins vegar er það saga til næsta bæjar að ég muni eftir að logga mig þarna inn. Usss, konan er orðin svooo gleymin að það hálfa væri sko hestur. Svo eru það STÓRU fréttirnar. Já haldið ykkur bara fast. Nei fastar. Já þetta var betra. Haldiði ekki að konan sé að fara til Costa del Sol. Jebb. Og það bara á þriðjudaginn. Jebb. Og það var bara ákveðið um páskana. Jebb. Og mamma er að bjóða mér. Jebb. Ég semsagt fer með Lilju Bryndísi miðlungnum mínum og ætlum við bara að chilla á því með moijhito í annarriMargarita og sólgleraugun í hinni í viku.Sunglasses Jebb. Haleluja.Sjæse mar, hvað við verðum flottar á ströndinni. Smiley SunglassesSmiley Sunglasses Fór í dag og keypti mér sundbol. Fer sko ekki aftur í þennan sem beraði barminn á mér út á Portúgal sælla minninga. Oh nei. Svo mín skundaði í Selenu eftir vinnu og fékk þennan líka flotta bol með þessu líka fína magastífelsiseffekt. HulaSvo það er sko engin bumba. Er annars búin að vera herfilega löt við að mæta í þessa blessuðu rækt. Var ekki alveg að höndla alla þessa fjárans matarlist sem heltók mig með öllu og það skuldlaust. En hún er sko ekki skuldlaus mín megin frá séð. O nei. Held ég verði að fara í dáleiðslu eða eitthvað álíka...... (ég er ekki svöng, mig langar ekki í neitt, ég er ekki svöng, mig langar ekki í neitt)......... Shettans.... Saumaklúbbur hér annað kvöld og þar sem hugmyndaauðgi minn er í algjöru lágmarki þessa daganna ætla ég að gefa þeim kjúlla a la Lonni. Óheyrilega góður.... Hlakka bara til..... Sko hvað sagði ég. Byrjuð að hugsa um mat... Halló... Stopp.l....Að einhverju allt öðru.... Er að lesa bókina þeirra Freyju og Ölmu.Reading Og það sem þessi stúlka hefur mátt líða og þola. Yndisleg bók í alla staði. Skemmtilega skrifuð og mikill húmor. Þvílík hetja sem hún er.Super Smiley Ég man eftir því þegar hún fæddist, vegna þess að föðursystir mín var gitf frænda hennar. Og þegar Maggý var að segja okkur frá þessari stúlku, þá bara einhvernvegin bara hlustaði maður og hryllti sig yfir öllum þessum beinbrotum, og kannski trúði maður ekki alveg öllu sem sagt var. Væri nú kannski verið að gera meira úr þessu en það væri. Ég hins vegar sá aldrei Freyju. Árin liðu og einhvernvegin heyrði ég ekkert af Freyju fyrr en mörgum árum síðar. Og einhvernvegin var þetta allt eitthvað svo ótrúlegt. En ég sé það núna að það var engum orðum ofsagt. Ég bara dáist takmarkalaust að þessu fólki. Illt í tánni hvað. Ég held að maður ætti að hætta að kvarta og þakka fyrir þá heilsu sem maður hefur. Ég hef alveg fengið mína skelli í gegnum lífið og tekið nokkur móðursýkisköst yfir óréttlæti heimsins og af hverju ég og mitt fólk. Og vitið þið það, ég eiginlega skammast mín soldið þegar ég er að lesa bókina.Embarrassed En nú held ég að þetta nóg komið af bulli hér í kvöld. Ætla upp í rúm og halda áfram að lesa og láta mig svo dreyma um sól og sumaryl. Ekki veitir af yl í kroppinn í öllum þessum kulda...

Söngfuglinn kveður með sól í hjarta.....Tanny


Engin ummæli: