laugardagur, desember 31, 2005
Já, nú árið er liðið í aldanna skaut
Það er bara engin dagur á árinu sem hefur svona áhrif á mig eins og þessi. Annars skrapp ég áðan til Sillunar minnar og fékk mér síðasta kaffisopann með henni þetta árið. Kom svo við hjá Sússý frænku og knúsaði hana aðeins. Og nú sit ég hér og hlusta á jóla-jóla í Ipodinu mínu og hugsa um liðna daga. Þetta hefur verið aldeilis ljómandi gott ár hjá okkur. Og nú hlakka ég bara til að stíga inn í nýja árið og takast á við það. Elskulegu vinir mínir. Ég óska ykkur gleðilegra áramóta og gangið hægt um gleðinnar dyr. Megi nýja árið færa ykkur frið og gæfu.
Yfir og út krúsarknús.......
föstudagur, desember 30, 2005
Leiðinlegustu dagar ever.
Yfir og út krúsarknús.........
þriðjudagur, desember 27, 2005
Jæja þá eru þessi jólin búin
Yfir og út krúsarknús.........
sunnudagur, desember 25, 2005
Oh je
You are Green Lantern
| Hot-headed. You have strong will power and a good imagination. |
Gleðileg jól elskurnar mínar.
Ömmugrákurinn og ammam.
Yfir og út krúsarknús.......
þriðjudagur, desember 20, 2005
Ahhhhhhh
Erum við ekki bara sætastar. Ha. Og ekki er hann verri hann Mikael minn Orri. Alveg hreint dásamlegt barn og algjör ömmustrákur.
Já, skurnar svona er að vera AMMA. Og það sko með stórum stöfum. Annars lítið í fréttum, skrapp til Sillunnar í kvöld að ná mér í kerti. Hún var svooooo sæt í sér að gef mér eitt sem er alveg ógislega flottur jólasveinn. Og það sem meira er, er að hann skiptir litum þegar logar á honum. Fékk að sjálfsögðu gott kaffi, ekki að spyrja að því. Og Nikki litli er alveg hreint ótrúlega sætur og krúttlegur. Glansandi og flottur. Er svona cirka bát búin að kaupa helmingin af þeim jólagjöfum sem ég ætla að kaupa. Dríf í þessu á morgun og hinn. Svo afmæli hjá Olgu annað kvöld. 35 ára skvísan. Borðstofustólarnir í viðgerð, átti að fá þá á föstudaginn, en kallinn náði ekki að klára þá, lofaði að ég fengi þá í GÆR, og nú er í dag og ekki er hann búinn að hringja aftur. Við verðum kannski bara að sitja á gólfinu á jólunum. Fáum okkur svona púða og sögum lappirnar af borðinu. Svona kína jól. Er þaggi bara. En nú er sko kominn tími á ból enn eina ferðina. Þoli ekki þessa bóltíma. Það er alltaf bóltími þegar ég nenni að fara að sofa. Ohhh.
Yfir og út krúsarknús.....................
laugardagur, desember 17, 2005
Garg og meira garg
Yfir og út krúsarknús.................
mánudagur, nóvember 28, 2005
Ja ja.
Yfir og út krúsarknús..........
laugardagur, nóvember 26, 2005
Jólaglugginn
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Jæja góðir hálsar
Yfir og út krúsarknús........
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Tröll og tröll
Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.
Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.
Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.
Hvaða tröll ert þú?
Þá er mar orðin tröll líka. Gaman að þessu. Búið að vera hreinlega brjálað að gera hjá mér þessa daganna og ekkert lát á því. Er svona eiginlega farin að sjá pínu eftir því að byrja í Léttunum akkurat núna. Hefði bara átt að bíða með það fram á næsta haust. Það verður að segjast alveg eins og er að það er eiginlega tú möst að vera í tveimur kórum. Er með nettan kvíða fyrir jólatónleikahaldinu og sé ekki fram á að geta verið möppulaus, og það er hlutur sem ég bara þoli ekki. Finnst ekkert verra á tónleikum en að halda á möppu. Verð öll stíf og stirð. Svo nú er að brjótast í mér hvort ég eigi ekki bara að láta þetta gott heita og hvíla mig á Léttum og koma frekar fersk til baka næsta haust. Að öðru leyti er þetta bara búið að vera skemmtilegt og yndislegar konur þarna. Mikil sönggleði og samheldni í kórnum. Gospelinn á sínu síðasta ári í þeirri mynd sem hann er í dag, svo þetta er síðasti veturinn minn þar. *snökt**snökt*... En það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi. buhuhuhu.... Var með saumó á föstudagskvöldið og bauð skvísunum upp á hrikalega góða súpu. Uppskrift frá henni Öddu minni. Humar, skötuselur og rækja. Nammi namm.... Hvítvín fegu þær með og voru bara allar sáttar. Sextugs afmæli hjá Ella mág í gærkvöldi. Mikið fjör og mikið gaman. Hrikalega góður matur og enn betri félagsskapur. Alveg hreint dásamleg samheldinin í þessari fjölskyldu spúsa míns. Svo nú er míns voða þreytt og ætti bara að vera komin upp í rúm. Erfðaprinsinn gisti hjá afa og ömmu og þótti nú ekki leiðinlegt. Amma bakaði muffur með honum. Hann er nebbilega í matreiðslu í skólanum og safnar uppskriftunum samviskusamlega í möppu, tók hana með í gær og simsalabinn. Bakaðar muffur. Svaka góðar hjá þeim. Glugginn góði verður settur upp um næstu helgi og jóladiskarnir teknir upp. Lalalalalal.........
Yfir og út krúsarknús..............
laugardagur, nóvember 12, 2005
Jæja núna er klukkan orðin allt of margt
Svona leit eldhúsglugginn út í fyrra. Ekki mjög góð mynd en það má notast við hana. Eins og þið kanski sjáið er mín alveg að detta í jólagírinn. Á sunnudaginn ætla ég svo að skreppa á tónleika hjá Vox feminae. Gaman að því. Hef aldrei farið á tónleika með þeim. Olga og Stína systir hennar ætla líka. Svo jibbí bara. Held ég láti þetta gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknú.....
E.s. Guðrún, Harpa og Jóna Hlín. Drífa sig í ktilinu. Silla sú eina sem stendur sig í stykkinu.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Kitl,kitl,kitl,kitl, og svo ekki meir
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey..
Fara til Kína.
Eiga Subaru Forester
Verða skuldlaus
Eignast fleiri barnabörn
Læra að syngja betur
Læra að lesa nótur
Læra að spila á píanó
7 hlutir sem ég get gert..*
Keyrt í snjó og hálku
Sungið í kór
Verið góður vinur
Staðið mig vel í vinnu
Elskað manninn og börnin mín stór og smá
Þvegið þvotta
Skúrað gólf
7 hlutir sem ég get ekki..
Borðað kúttmaga
Hoppað út úr flugvél í fallhlíf
Horft á eða komið við mýs og rottur
Drukkið íslenskt brennivín
Pissað standandi
Talað kínversku
Verið gleraugnalaus
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið..
Augun
Rassinn
Brosið
Húmor
Heiðarleiki
Sönghæfileikinn
Fingurnir
7 frægir sem heilla mig..
Bruce Willis
Tom Hanks
Páll Óskar
Stebbi Hilmars
Patrick Swazie (hvernig sem það er nú skrifað)
Berþór Pálsson
Elton John
7 setningar/orð sem ég nota mikið..
Gott með þig
Nákvæmlega
Dauðans
Díses Kræst
Hvað meinarðu
Eitthvað fleira
Ég er að verða inneignarlaus
7 hlutir sem ég sé akkurat núna..
Tölvuskjár
Lyklaborð
Sígópakki og kveikjari
Mirandas Muscle gel
Lati strákur
Ruslafata
Saumataska
Nú er þetta orðið gott. Hætt öllum spurnigarleikjum héðan í frá. En ætla samt að KITLA Hörpu, Sillu, Spánardrósina og Guðrún. Koma svo stelpur og ég lofa að gera ekki meir svona bull.
Annars bara búin að eiga góðan dag í dag. Kóræfing hjá Systrum í morgun og jóla jóla sungið. Mmmmm gaman. Fór svo í Hagkaup og ætlaði að versla mér buxur en fann engar sem ekki voru mjaðmabuxur og ég bara enganvegin fíla soleis brækur. Brundað þá bara upp í Ritu og fékk einar ferlega góðar þar. Þær eru númer 38. Je je je je je....... En nú er ég farin að lúlla.+
Yfir og út krúsarknús.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Úff ég var svoooooo þreytt í gær
Yfir og út krúsarknús..
sunnudagur, október 30, 2005
Held mar sé orðin bilaður
Yfir og út krúsarknús........
sunnudagur, október 23, 2005
Enn eitt klukkið
1. hvað ertu með í vösunum? Ekkert
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf á mínu græna
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Skógum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Bruce Willis ekki spurning
5. hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Einu sinni ætlaði ég að verða flugfreyja en núna ætla ég bara að verða stór
Svo mörg voru þau orð. Ætli ég klukki ekki bara Sillu, Þuru og Lóu. En annars allt gott af frúnni að frétta. Róleg helgi að baki og mín bara farin að sofa frekar snemma, svona miðað við helgi. Og ekki nóg með það heldur vaknaði hún líka klukkan 9 bæði í gær og í dag. Verð nú að segja að ég hefi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Skili ég núna vera að verða gömul. Þið vitið. Gamla fólkið getur ekki sofið á morgnana. Öðruvísi mér áður brá. Úff, fékk bara sjokk þegar ég leit á klukkuna. Er núna að bíða eftir að þurrkaradýrið klári að þurrka þvottinn svo ég komist í bælið. Þarf að vakna 5,45 í fyrramálið. Drengurinn að byrja á námskeiði í Fífunni hjá fótbolta Akademiunni. Þrisvar í viku og í 5 vikur. Verð orðin ömurlega sybbin þegar þessu líkur. Náttla alveg óheyrilegur tími til fótboltaiðkana. Æfingin byrjar hálf sjö og er til hálf átta. Og þá er bara að bruna af stað og keyra hann í skólann og mig í vinnuna. Hjúkk mar. Það sem maður ekki leggur á sig fyrir þessi blessuð börn sín. Ég segi nú ekki meir. Svo er það blessaður kvennafrídagurinn á morgun. Báðir kórarnir mínir að syngja í bænum og spurning hvort ég nái Léttunum. Gospelinn er á undan. Eigum að hittast við Hallgrímskirkju á milli 2 og hálf þrjú. Og labba svo niður í bæ. Og að sjálfsögðu mæti konan. Þegar ég talaði um þetta við Eggert þá sagðist hann hafa gert ráð fyrir þessu og að konan sín hefði skipað honum að gefa mér frí. Áfram konan hans Eggerts....hehehe....Dæturnar komu hér báðar í dag og lille man með. Lonni mín orðin ansi bústin og sæt. Og heldur betur farið að styttast í að krílið líti dagsinns ljós. Bara mánuður eða svo. Nenni ekki meir
Yfir og út krúsarknús
þriðjudagur, október 18, 2005
sussu uss uss
Yfir og út krúsarknús.................
þriðjudagur, október 11, 2005
Jæja loksins kemst ég hér inn.
Yfir og út krúsarknús.....
laugardagur, október 01, 2005
Hálf fullt glas
En nú ætlar mín að skríða í bælið og sofna út frá sinfoníunni sem þar hljómar. Hrot hrot.
Yfir og út krúsarknús.
fimmtudagur, september 29, 2005
Enn eitt klukkið
2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ? Gunnhildur
3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Gunna,Gunnsa,Gunný,Gunnhildur, fer eftir hver talar
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Alltof langt síðan, man ekki
5. Gæludýr? Enginn
6. Hár? Gráhærð*snökt**snökt* en litað
7. Göt? Jámm
8. Fæðingarstaður? Reykjavík
9. Hvar býrðu? Breiðholti
10. Uppáhaldsmatur? Lambafille, Maturinn hanns Didda og svo er humar góður
11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Ohhh já
12. Gulrót eða beikonbitar? Defenatly BEIKON
13. Uppáhalds vikudagur? Þriðjudagar
14. Uppáhalds veitingastaður? Humarhúsið
15. Uppáhalds blóm? Nelikkur og Baldursbrár
16. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Listdans á skautum,fimleikar og handbolti. þ.e.a.s. landsleiki
17. Uppáhalds drykkur? Froðukaffi og Max
18. Disney eða Warner brothers? Disney
19. Ford eða Chevy? Chevy
20. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Stylinn
21. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi bara parket
22. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Harpa sæta
23. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Einhverri geðveikri tösku og skóbúð
24. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Glápi á imbann
25. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Hmmmm, enginn
26. Hvenær ferðu að sofa? Alltof seint
27. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Det er nu det. Harpa og Jóna Hlín
28. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Segi ekki,
29. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Judgin Amy, Survivor og Amazing Race
30. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Didda, Guðnýju og Sigga
32. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 8 mínútur
Jámm og já. Ekki getur maður skorast undan þessu frekar en öðru. Svo er bara að vona að þeir sem ég klukka nenni að vera með. Plíiiiiiiiiisssss.. Allir vera góðir. Ég ætla sem sagt að klukka. Silluna, Hörpu, Jónu Hlín, Þuríði, Guðrúnu og Lóu.
Veit að það þýðir ekkert að klukka dæturnar, þær eru alveg hættar að blogga. Meiri letin í þessu fólki mínu. Skil bara ekkert í þessu. En læt þetta duga að sinni
Yfir og út krúsarknús.
mánudagur, september 26, 2005
Helgin að enda komin
Yfir og út krúsarknús..............
laugardagur, september 24, 2005
Klukkið
2. Er gráhærð
3. Fer minkandi
4. Á góða vini
5. Þarf að sofa
Veit ekkert um hvað þetta mál snýst. Hermi sko bara eftir öðrum. hahahahaaaaaaamuhhhaaaa.
Yfir og út krúsarknús
fimmtudagur, september 22, 2005
Jæja skurnar
Yfir og út krúsarknús.
miðvikudagur, september 21, 2005
Fréttayfirlit
Ríkey mín yndislega var að eignast þriðja drenginn.
Ég er að fara að vinna á nýjum stað. Vinna frá 8 til 4.
Er að fara að sofa.
Góða nótt.
laugardagur, september 17, 2005
Vinnuvikan
Datt í hug að setja hér inn myndir af okkur stöllum, Guðnýju og mér. Önnur tekin á gamlárskvöld síðasta og svo hin núna á Leifstöð á leið til Portugal. Eins og sést er smá munur á minni. Enda munar um 33 kíló. hehehe... Mátti til með að monta mig aðeins.
Yfir og út krúsarknús....................
sunnudagur, september 11, 2005
Jæja þá
held að það hljóti að vera komin tími á smá blogg hér. Hef bara ekki haft nokkra nennu í þetta eftir að ég kom heim. Allavega. Portugal er alveg hreint dásamlegt land, eða það sem ég sá af því. Fólkið rosa næs og ljúft. Veðrið alveg eins og best var á kosið. Hitinn þetta um 30 gráðurnar. Alveg mátulegt. "Laugavegurinn" labbaður fram og til baka, inn í hverja einustu búð að skoða. Og þegar upp var staðið var þetta voða mikið eins í öllum búðum. Það sem kom okkur mest á óvart var að allsstaðar mátti reykja. Þetta var eins og að detta 15 ár aftur í tímann. Og ekki vorum við að kvarta undan því. Neibb, ekki aldeilis. Spúsinn minn tapaði sér algjörlega í dúkarkaupum. Þvílíkir dúkar. Flottustu sem ég hef séð. Fengum okku tvo á 12 manna borð, svo nú getur mar loksins dúkað upp. Hér var svo að sjálfsögðu allt spikk og span þegar við komum heim. Mamma og pabbi búin að mála herbergið hjá Erni svart og hvít, til heiðurs KR. Rosa flott og minn maður að sjálfsögðu svaka kátur með það. Hann var hinsvegar alveg að deyja úr söknuði þessi elska. Og finnst allt of langt að við skyldum fara í heila viku. Hékk svo bara í mér alla leiðina heim og sagðist vilja fara inn í mig. Jamm það er gott að vera mikilvægur. Ekki satt. En tek hann defenatly með, ef við förum aftur þangað. Algjör paradís fyrir svona krakka. Sem sagt. Yndisleg ferð með yndislegu fólki. Svo er ég bara búin að vera í fríi þessa viku og byrja að vinna aftur á mánudaginn. Leysi stöðvuna af í 2 vikur, og svo aftur á næturvaktir. Verð að fara að finna mér dagvinnu. Nenni enganvegin að standa í þessu vaktavinnudóti lengur. Vil eiga frí um helgar, kvöldin og á næturnar. Og hana nú. Skrapp svo í bústað með Olgu á fimmtudaginn og kom heim í dag. Fínt að vera þar, nema að það ringdi eldi og brennisteinum. Fór í gönguferð í gær með Erni og Katrínu. Löbbuðum í 40 mínútur, klædd í regnstakk og allegræ, en það mátti samt vinda okkur. Gallabuxurnar mínar voru blautar upp á læri. Shitt mar. Svo í veislu til Öddu í dag. Jökull hennar tók niðurdýfingarskírn og var haldið upp á það með pomp og prakt. Átum að sjálfsögðu á okkur gat eins og venja er þegar Adda býður í mat. Eldar besta mat í heimi. Afmæliskaffi hjá mömmu á morgun, kræsingar þar að sjálfsögðu. Meira seinna.
Yfir og út, krúsarknús...............
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Jebb, mín er á Portugal
Ekki flóknara en tad. Fengum saeti á Saga Class á leidinni út, og nú vil ég sko ekki ferdast odruvísi. Tvílíka plássid sem mar hefur tar. Aetludum í Sea Marine á morgun med fararstjórninni en tar sem ekki fékkst nógu gód maeting verdur ekkert af henni. Gerum bara eitthvad annad í stadin. Fórum í Algare mall í dag og gjorsamlega týndum okkur í Nike búdinni.
Helmingi ódýrara tar en heima. En gott í bili. Frekar erfitt ad fóta sig á tessu lyklabordi.
Aloa
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Gleraugnaveislan mikla
But, nenni ekki meir að sinni.
Laters...........
mánudagur, ágúst 22, 2005
Rey news
En nú læt ég þessu lokið að sinni, lát að linni.
Laters............
föstudagur, ágúst 12, 2005
Bloggletin
Laters...............
mánudagur, ágúst 08, 2005
Jæja þá er helgin liðin
og allt að falla í sínar venjubundnar skorður. Var að passa litla prinsinn alla helgina. Kom hér seinnipartinn á föstudaginn og svo sóttu þau hann um átta í kvöld. Alveg yndislegt að fá að hafa hann þessa daga. Er nú samt pínu þreytt, alveg gjörsamlega komin úr allri æfingu við að hafa svona kríli. Vakna á næturnar og gefa að drekka og skipta á bleyju. Sussu suss. En hann er samt voða góður að dudda við dótið sitt. Þarf nú samt að hafa hann í gjörgæslu, stendur allstaðar upp og reynir að ná í fína dótið hennar ömmu sinnar. Og videoið er sko í algjöru uppáhaldi. En hann var nú samt farinn að hlýða ef ég sagði nei og hristi hausinn því til staðfestingar. Fór svo aðeins til Olgu í kvöld að kveðja Tótu mágkonu hennar. Hún er að fara heim til Þýskalands á þriðjudaginn. Og græddi sko ógó flott málverk á þeirri heimsókninni sem Tóta gaf mér og heitir Nornirnar. Rosa flott. Spúsanum finnst það hins vegar ekkert rosa. En það er alltílæ. Ég er hér með heilt sjónvarpsherbergi sem á alveg eftir að skreyta með myndum. Svo nú er bara að skunda í Fjögur horn til Alla og láta ramma inn. Er annars bara búin að vera heima alla vikuna í þessari fínu pest sem Olga smitaði mig af. Enda tilkynnti ég mig veika í sumarfríinu. Er sko ekki að gefa þessum mönnum eitt eða neitt. Svo nú á ég þrjá daga til góða. Og ég sem ætlaði í útilegu í tjaldinu góða einu sinni enn fyrir sumarlok. Sýnist nú á öllu að ég geti gleymt því. Haustið er komið með öllu sínu roki og rigningu. Verð bara í startholunum strax næsta sumar. Nýta hverja helgi sem gefst. Hef annars ekki frá miklu að segja eftir þessa veikindaviku. Ekkert gerst, ekki farið neitt nema á náttfötunum í Lazy boy, snýtt mér og hóstað. Svo ég held ég láti þessu bara lokið í bili.
Laters......................
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Lasin.
Laters..............
mánudagur, júlí 25, 2005
Jibbýkóla
Frúin búin að fara og kaupa tjaldið og svei mér þá ef þetta er ekki mynd af eins tjaldi. Er þetta ekki flott. Mín voða,voða ánægð með þetta. Líka búin að kaupa borð rosa sniðugt með svona stillanlegum fótum þannig að það er alltaf stöðugt. Sonurinn alveg yfir sig ánægður með mömmsuna sína og nú er stefnan sett á útilegu seinnipartinn á miðvikudaginn. Ætlaði að fara á morgun en þar sem sonurinn er að keppa í Íslandsmótinu í knattspyrnu og á leik á miðvikudaginn verður svo að vera. Svo við brunum bara af stað eftir leik. Úff, ég ætla bara rétt að vona að við fáum svona gott veður eins og er búið að vera. Sa vi ber bare guderne om godt var. Loksins búin að þrífa allt út úr dyrum hjá Olgu og Daða. Allt orðið rosa fínt. Þvílíkur munur fyrir þau að losna við þetta ógeðslega hraun sem var á veggjunum. Og ömmingja Daði og Olga. Þau höfðu ekki pláss fyrir Lazy boy stólana sína og ég gerði Daða tilboð sem hann gat ómögulega hafnað. hehehehe..... And I cote.... Heyrðu ég bara fæ stólana og borga þér með einni bjórkippu á mánuði. End of cote.... Henti þessu nú bara fram í gríni. En O.M.G. Ég fékk stólana á þessum díl. Og svo er bara spurnig hvort ég þurfi að kaupa kippu út lífið or what... Halló, þessi stólar eru ekki orðnir árs gamlir, leðurstólar úr Öndvegi. Shitt mar þeir eru svo flottir. Og þægilegri en allt. Mmmmm, ég á svo flotta stóla.. Svo eru þau lika búin að bjóða okkur í bústaðinn til sín um verslunarmannahelgina, slaka á í heita pottinum og svona. Og að sjálfsögðu þiggjum við mæðginin það en elsku spúsinn minn að vinna. Argggg. Átti að vera í fríi þessa helgi en sá sem átti að koma úr sumarfríi á föstudaginn síðasta hringdi og sagðist vera með ofmæmi og mætti ekki vera undir álagi í 10 daga. Heppilegt að það skuli akkúrat lenda á þessari helgi. Argggg. Og enginn annar tilbúinn að vinna. Sonurinn alveg vitlaus og segir að pabbi sé ALLTAF að vinna þessa helgi. Frekar spældur greyið.. Lilja, Baldur og Mikel Orri skunduð vestur í Súgandafjörð í dag og ætla að vera þar í góðu yfirlæti Eddí pabba Baldurs og Gróu. Og Örn Aron tilkynnti mér það að hann ætti sko eftir að sakna litla mannsins mikið. Skruppum aðeins austur til ma og pa í kvöld. Nú eru þau búin að selja bústaði og svona blendnar tilfinningar í gangi þar. Eiga að afhenda hann 1 sept. svo þau hafa smá tíma til að aðlagast. Held að þau eigi eftir að sakna hans mikið. En allavega, á leiðinni í bæinn hringir pabbi í mig og segir, heyrðu elskan ég held að þú hafir tekið mín gleraugu í misgripum. Ha. En ég alveg græn og tek ofan gleraugun og skoða þau og neibb þetta eru mín. Halló hvað er í gangi. Afhverju var ég að gá. Ég tek aldrei ofan gleraugun nema þegar ég fer að sofa. Jís hvað mar getur verið vitlaus stundum. Skil ekki alveg hvernig hans gleraugu hefðu átt að geta lent á mínu nefi. En nú ætlar mín í bólið og lúlla í hausinn á sér.
Laters................
föstudagur, júlí 22, 2005
Jæja þá er frúin komin í sumarfrí
Laters...........
sunnudagur, júlí 17, 2005
Rauðu tútturnar
Já Systraútilegan að baki og rauðu tútturnar björguðu lífi okkar þriggja. Þvílík og endemis rigning. En samt var rosalega gaman. Ekki var mætingin eins og við var búist. Blessaðar konurnar eitthvað hræddar við að blotna. Hfrfhg&4%urg..... Sussu suss. Ekki létum við það á okkur fá. 6 konur úr kórnum mættu. Haldiði að það sé. En við skemmtum okkur alveg konunglega. Sungum rosa mikið, spiluðum kana svona meðan mesta bunan gekk yfir og svo grilluðum við þennann líka hrikalega góða kjúlla. Sinneps og sítrónuleginn. Nammi namm. Verð endilega að grilla svona fyrir kallinn einhvern daginn. Og ekki má gleyma Víkingaspilinu. Að sjálfsögðu var það með í för. Hefðum samt spilað meira ef ekki hefði rignt svona mikið. Svo var Björg Ólafs með þetta líka fína fellihýsi og gat hýst okkur ALLAR. hehehe.. Milli 10 og 11 í gærkvöldi stytti svo loksins upp og við að sjálfsögðu út með söngbækurnar og kveiktum á kertum og sátu þar og sungum og spjölluðum. Svo er nú aldeilis farið að styttast í mitt sumarfrí. Fer að vinna annaðkvöld og vinn 4 nætur og svo kviss bamm búmm komin í frí til 15 ágúst. Ekki lélegt það. Alltaf eitthvað að hlakka til. Mikið er ég heppin. En nú nenni ég ekki meir. Ætla að láta leka í fína baðkarið mitt og liggja þar og hugleiða hvað ég eigi að gera í sommehollideyinu....
Laters.
föstudagur, júlí 15, 2005
Er ég ekki sætur KR strákur.....
Já svona er ég klár. Nú get ég sett inn myndir á bloggið og svona. Alltaf að finna upp á einhverju nýju. Jibbýkóla.
Þetta er sem sagt Mikael Orri ömmusnúður. Sætastur af öllum. Ekki viss um að pabbi snúllans yrði ánægður með þessa mynd. Hann er nebbilega Valsari. hehehe.....En það sem sagt upplýsist hér með að við á þessu heimili erum KR-ingar. Áfram KR. Snúðurinn minn er að keppa í Íslandsmótinu og eru þeir efstir eins og staðan er í dag. Vorum í Sandgerði í gær að keppa við Víðir-Reynir. Og unnum að sjálfsögðu 6-0. Svo nú er aldrei að vita nema ég smelli inn hér mynd af sjálfinu svo þið lesendur góðir getið séð hvurnig konan lítur út. En að öðru. Lopapeysan tilbúin og reddí fyrir Systraútileguna. Þvegin og strokin. Búin að prufa hana, fór út að hjóla með Erni í kvöld og að sjálfsögðu í peysunni góðu. Hlý er hún, en mikið asskoti stignur hún fast. Og ég sem þvoði hana upp úr sjampói og skolaði svo í hárnæringu. Já ég sagði sjampó og hárnæring. Fékk þetta þjóðráð frá Þuru í vinnunni. Og hafði hún þetta eftir gamalli konu að vestan sem hefur prjónað lopapeysur í 527 ár. Hmmm.... Fór svo í klippingu og lit í morgun til Ríkeyjar og tók erfðaprinsinn með, ekki veitti af. Orðin ansi lubbalegur þessi elska. Varð sko bara skotin í honum alveg upp á nýtt eftir að skærin höfðu unnið sitt verk. Komum svo við hjá Olgu og Daða til að bleyta kverkarnar og ömmingja Olga fékk áfall þegar hún sá mig. Sagði að það væri BLEIKT í hárinu á mér. Ekki er ég sammála því. Ætli hún sé litblind. hmmmm.... Þarf svo að skreppa í Regatta á morgun og athuga hvort ekki sé til úlpa á frúna, svona svo hún ekki krókni úr kulda í Galtalæk um helgina. Eitthvað eru þessir vitringar að spá rigningu og rigningu. Tek nú ekki mikið mark á þeim eftir Essomóts spána. Afmæli svo annað kvöld hjá Sigrúnu systur spúsanns míns. 70 þessi elska, og myndi sko engum detta það í hug sem sæi hana. Svo hress og skemmtileg, alltaf svo smart og tilhöfð. Maður myndi kannski giska svona á 60ár en aldrei 70. En læt þetta duga í bili.
Laters.................
föstudagur, júlí 08, 2005
Frekar lítið að frétta
Laters....
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Well.well.well.
Skrapp svo til Sillunar í kvöld og fékk gott kaffi. En engin var mjólkin til þegar ég kom svo ég fékk rjóma í stað froðu, og svo fékk ég líka síðstu baunirnar. Alveg er þetta með eindæmum. Held að ég hafi ekki góð áhrif á þessa forlátu kaffivél. hehehehe....Styttist óðum í 45 ára afmælið mitt, og ég orðin frekar spennt hvort það verði svona kaffivél í mínum pakka. Hún er allavega alein á óskalistanum. Anyways. Sillan búin að brenna 2 Kim Larsen diska handa mér svo nú get ég farið að fara í gírinn fyrir tónleikana. Verst að hafa ekki talað um þessa tónleika við hana áður en spúsinn keypti miða á netinu. Nú er hún að berjast við að fá miða og allt uppselt. En auglýstir eru þó aukatónleikar og vonandi að hún fái miða á þá. Hefði samt verið gaman að fara saman. En nú er mál að linni og tími til að skríða í ból.
Laters...........
þriðjudagur, júní 28, 2005
Jæja, eitthvað er fólk
En þá að öðru. Nú er þessum vinnudögum dauðanns lokið, og hlakka ég sko bara til að mæta aftur til vinnu og hafa engar áhyggjur af einu né neinu. þetta var samt mjög gaman og lærdómsríkt og er ég alveg til í að gera þetta aftur. Vona bara að ef til þess kemur að breytingar á búðinni verði þá allar yfirstaðnar. Svo er Esso mótið að byrja núna á miðvikudaginn, svo við brunum norður seinnipartinn á morgun. Mikið gaman og mikið fjör þar. Vona bara að strákunum okkar gangi jafnvel og í fyrra. Búin að þrífa hér allt út úr dyrum hér í kvöld. Þoli hreinlega ekki að koma heim eftir frí í allann skítinn. Svo það verður voða kósi að koma að öllu hreinu. Svo ætla ég að nýta mér M12 tilboðið sem er í gangi núna. Kaupa eitt hjól og fá annað frítt með. Gurrý hérna við hliðina ætlar að kaupa með mér. Svo við borgum þá bara fyrir hálf hjól. Jibbý. Ógó gott tilboð. Á reyndar eftir að skoða hjólin, fer í það í hádeginu á morgun. Adda mín komin frá Köben og var hún svo sæt í sér að hún keypti handa mér buxur sem smellpassa frúnni. Ekki leiðinlegt það. Alltaf gaman að fá pakka. Diddan mín besta skinn er búin að kaupa sér hús á Hvolsvelli svo nú stendur til að bruna þangað næsta sunnudag ásamt henni Rúnu minni. Jíses mar, var ég búin að segja ykkur frá því að þau væru komin. Yndislegt að hitta þau aftur, Egill komst reyndar ekki núna en kemur 14 eða 15 júli. Svo maður hefur enn eitthvað að hakka til. Stildan að flytja í Vogana um næstu helgi og er farin að plana innfluttnigspartý. Vorum svona að spá í að hún hefði bara sætaferðir fyrir gestina. hehee..... Þannig að það er nóg um að vera hjá mér og öllum í kringum mig. Gospelsystra útilegan 16 og 17 júli og mín búin að fá lánaða tjaldvagn, svo ekki ætti að væsa um okkur stöllur þá. Annað en í fyrra. Í tjaldi sem ónefn kisa var búin að merkja sér, og á vindsæng sem lak. En það var alltílæ fyrir suma, því að sumir voru þyngri en sumir og fluttu allt það loft sem eftir var yfir á helming sumra. hehehe... Skilji þetta sem skilji. En nú held ég að nóg sé komið af bulli í bili.
Laters...............
þriðjudagur, júní 14, 2005
Vinnudagur dauðans.
Annars ekki mikið títt hér. Adda mín í Danmörku með manninn, börnin og barnabörnin. Ekki alveg við bestu aðstæður. Bróðir hennar féll frá í gær og get ég rétt ímyndað mér hvað þau eiga erftitt þarna úti. Fengu hringingu þegar þau voru rétt komin. Hugur minn er hjá henni og hennar fólki. Vildi svo gjarnan getað tekið utan um hana núna og knúsað hana. Guð blessi þau og minningu Þrastar.
Kveð að sinni..............
laugardagur, júní 11, 2005
Ohhhhh ég er svo dúleg
gunna746@mmedia.is en þessi nýja er gunnsan@internet.is. Hvað finnst ykkur. Er reyndar ekki búin að virkja þessa nýju, en endilega láta mig vita. Og nú er ég farin að sofa hjá hrotubrjótnum þarna inni
Laters..................
sunnudagur, júní 05, 2005
Samkvæmt tölulegum upplýsingum
Hrot,hrot,hrot
Laters...............
þriðjudagur, maí 31, 2005
Jæja þá
Laters.....
mánudagur, maí 23, 2005
Bömmer dauðans
Laters....
laugardagur, maí 21, 2005
Ég er syfjuð og
Laters...............
miðvikudagur, maí 18, 2005
My japanise name.....
Your Japanese Name Is... |
Já flott er það. Ekki slæmt að heita þetta. hehehe.... Annars allt búið að vera á fullu. Tónleikarnir yfirstaðnir og tókust bara vel. hmmmm. Nema kanski 2 lög sem allavega hljóma ekki vel á geisladiskinum sem við fengum í kvöld. En að öðru leyti finnst mér þessi diskur æði. Píparinn og Daði komu hér í morgun að ráða ráðum sínum. Og ég hefði sko getað farið að skæla þegar píparinn sagðist ætla að byrja á þessu í NÆSTU viku. Er alveg að verða vitlaus á þessum skít og drullu hér. Og nú er ekki hægt að fara í sturtu lengur, búið að rífa klefann niður. Svo það er eins gott að halda sig við sundið. Diddinn fór á netið um daginn og smellti sér á miða fyrir okkur hjónakornin á tónleikana hjá Kim Larsen. Gaman að því. Finnst hann frekar skemmtilegur. En það skrítna er að ég á samt engan disk með honum. Held að nú sé mál til komið að bæta úr því. En nú er bara næsta á dagskrá grillpartí hjá okkur í 2 alt og svo útilegan í Galtalæk í sumar. Gaman,gaman.......En læt þetta duga í bili
Laters..... Yumi Jimyoin
mánudagur, maí 16, 2005
miðvikudagur, maí 11, 2005
Ælupest enn eina ferðina
Laterss.......ZZZZZZZZZZZZZZZZZ
fimmtudagur, maí 05, 2005
Ahhhhhhhhhhhhhhh
Laters......
Aldeilis frábær
Laters......
sunnudagur, maí 01, 2005
Eitthvað skilar þetta dót
Laters.....
laugardagur, apríl 30, 2005
Ánægð með þessa niðurstöðu
You scored as Phoebe. You're Phoebe. You come across as a bit weird and ditzy but you're fun loving.
Which Friend are you? created with QuizFarm.com |
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Öðruvísi mér áður brá......
Og svo eins og allir vita þá eru hjónakornin að fara að taka baðherbergið í gegn. Og það er nú með það eins og annað. Ef mar byrjar á einhverju kemur alltaf eitthvað uppá. Þegar ég kom heim úr sumó á sunnudaginn tók á móti mér flóð í eldhúsinu. O.m.g. Ekki aftur, fékk nýtt parket fyrir jól eins og þið kannski munið. En sem sagt, þá tók ofnin í eldhúsinu upp á því að leka. Komin tæring í hann eða eitthvað. Pínu brekka í gólfinu undir borði en ég held og vona að það gangi til baka. Fékk pípara til að koma hér í gær og gerðist hann svo gráðugur að hann bara tók ofnin með sér. Og fyrst hann var byrjaður á annað borð létum við hann bara taka stofuofnin líka. Svo nú bíðum við eftir nýjum ofnum. Nú útidyra hurðin hangir uppi á lyginni. Baldur Lilju kom hér og tókst einhvern vegin að redda þessu. Hurðarkarmurinn algjörlega ónýtur. Svo nú bíðum við líka eftir hurðinni. Veit hreinlega ekki hvar þetta endar. Búið að brjóta gat á vegginn á baðinu svo það verður ekki aftur snúið með það. 7-9-13 Nú er sko nóg komið. Og við sem ætluðum BARA að laga baðherbergið. En svona er þetta. Þegar einni er mál vilja hinar líka.
En nú er ég hætt, þarf að fara að drífa mig í vinnu.
Laters......