sunnudagur, október 23, 2005

Enn eitt klukkið

Verð nú að svara því, þar sem Guðrún var svo snögg að svara mínu. Here it come´s

1. hvað ertu með í vösunum? Ekkert
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf á mínu græna
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Skógum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Bruce Willis ekki spurning
5. hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Einu sinni ætlaði ég að verða flugfreyja en núna ætla ég bara að verða stór


Svo mörg voru þau orð. Ætli ég klukki ekki bara Sillu, Þuru og Lóu. En annars allt gott af frúnni að frétta. Róleg helgi að baki og mín bara farin að sofa frekar snemma, svona miðað við helgi. Og ekki nóg með það heldur vaknaði hún líka klukkan 9 bæði í gær og í dag. Verð nú að segja að ég hefi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Skili ég núna vera að verða gömul. Þið vitið. Gamla fólkið getur ekki sofið á morgnana. Öðruvísi mér áður brá. Úff, fékk bara sjokk þegar ég leit á klukkuna. Er núna að bíða eftir að þurrkaradýrið klári að þurrka þvottinn svo ég komist í bælið. Þarf að vakna 5,45 í fyrramálið. Drengurinn að byrja á námskeiði í Fífunni hjá fótbolta Akademiunni. Þrisvar í viku og í 5 vikur. Verð orðin ömurlega sybbin þegar þessu líkur. Náttla alveg óheyrilegur tími til fótboltaiðkana. Æfingin byrjar hálf sjö og er til hálf átta. Og þá er bara að bruna af stað og keyra hann í skólann og mig í vinnuna. Hjúkk mar. Það sem maður ekki leggur á sig fyrir þessi blessuð börn sín. Ég segi nú ekki meir. Svo er það blessaður kvennafrídagurinn á morgun. Báðir kórarnir mínir að syngja í bænum og spurning hvort ég nái Léttunum. Gospelinn er á undan. Eigum að hittast við Hallgrímskirkju á milli 2 og hálf þrjú. Og labba svo niður í bæ. Og að sjálfsögðu mæti konan. Þegar ég talaði um þetta við Eggert þá sagðist hann hafa gert ráð fyrir þessu og að konan sín hefði skipað honum að gefa mér frí. Áfram konan hans Eggerts....hehehe....Dæturnar komu hér báðar í dag og lille man með. Lonni mín orðin ansi bústin og sæt. Og heldur betur farið að styttast í að krílið líti dagsinns ljós. Bara mánuður eða svo. Nenni ekki meir
Yfir og út krúsarknús

Engin ummæli: