miðvikudagur, júlí 06, 2005

Well.well.well.

Komin heim úr norðanlegunni. Mótið gekk bara vel og lenti lið drengsinns í 5 sæti. Bara sátt við það og þeir líka. En best af öllu var að við foreldrarnir fengum bikar. Og það sem besta hvatningarliðið. Jibbýkóla. Ekki leiðinlegt það. En ekki stóðst veðurspá Veðurstofu Íslands þessa daga sem við vorum þarna. Spáin hljóðaði upp á 18 stiga hita og sól. En sorry gæs. Það rigndi alla dagana. Nema á laugardaginn. þá kom blessuð sólin sem vermir allt og vekur með kossi. En nei ekki þessi sól. Henni fylgdi svoooo mikið að rok að það hálfa vær hellingur. Skítakuldi. Burrrrr.. En samt ógó gaman. Og ekki skemmir Glerártorg sem ég skrapp ósjaldan í á milli leikja. Besta kaffið á Akureyri fæst þar og mæli ég eindregið með því að fólk skundi þar inn eftir langan og srangan bíltúrinn. Enda voru þær farnar að þekkja mig. Hva, komstu ekki hingað í gær líka ????. hmmmm..... Svo fann ég þar ansi flotta skóbúð. O mæ god. Og þlau flottustu kúrekastígvél sem ég hef séð. Þau eru græn...... Og í þriðju ferðinni að máta, strjúka og klappa, keypti ég þau. Og þá sagði stúlkan. Alveg vissi ég að þú myndir koma og kaupa þau...... Það er aldrei. Það mætti halda að þetta fólk sæi aldrei ný andlit. Hélt reyndar að sonurinn myndi endanlega tína andlitinu þegar hann heyrði hvað þau kostuðu. hehe.... Gisti svo á Hjalteyri í góðu atlæti hjá pabba Önnu Jónu. 88 ára kall og svo hress og skemmtilegur að ég hefi ákveðið það að verða svona þegar ég verð 88 ára. Og hana nú. Af hjólamálum er það að frétta að ég er búin að kaupa hjólið og fór út að hjóla í gærkvöldi með syninum. En eitthvað fannst honum mammsan slöpp á þessu tryllitæki. Og gerði óspart gis að mér. Fórum svo aftur í kvöld og þá fékk ég að heyra það að ég hefði bætt mig. Ekki slæmt það. Blessað barnið hefur aldrei séð mig hjóla áður. Og nú er minni svo illllllllllllllllt í litla rassinum æjæjæjæjæjæjæ. En það hlýtur að venjast. Hafði reyndar orð á því að ég þyrfti að fá mér svo gelpúða til að setja á sæti, og þá tilkynnti hann mér það að Anton vinur væri með svoleiðis. Svo ég þarf greinilega ekki að skammast mín fyrir það.
Skrapp svo til Sillunar í kvöld og fékk gott kaffi. En engin var mjólkin til þegar ég kom svo ég fékk rjóma í stað froðu, og svo fékk ég líka síðstu baunirnar. Alveg er þetta með eindæmum. Held að ég hafi ekki góð áhrif á þessa forlátu kaffivél. hehehehe....Styttist óðum í 45 ára afmælið mitt, og ég orðin frekar spennt hvort það verði svona kaffivél í mínum pakka. Hún er allavega alein á óskalistanum. Anyways. Sillan búin að brenna 2 Kim Larsen diska handa mér svo nú get ég farið að fara í gírinn fyrir tónleikana. Verst að hafa ekki talað um þessa tónleika við hana áður en spúsinn keypti miða á netinu. Nú er hún að berjast við að fá miða og allt uppselt. En auglýstir eru þó aukatónleikar og vonandi að hún fái miða á þá. Hefði samt verið gaman að fara saman. En nú er mál að linni og tími til að skríða í ból.
Laters...........

Engin ummæli: