farið að kvarta undan bloggleysi stúlkunnar. Kannski komin tími til að bæta úr því. Erfiðir dagar að baki, svo ég hef bara ekki verið í stuði til að tjá mig hér. Elskuleg föðursystir mín lést á sunnudaginn fyrir viku og var hún jarðsungin í dag. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Ekki nema fimm árum eldri en ég, svo það má segja að við höfum alist upp saman. En svona er lífið. Engin veit sína ævina fyrr en öll er. Svo það er eins gott að lifa lífinu til fulls. Og njóta þess sem það gefur. Blessuð sé minning hennar.
En þá að öðru. Nú er þessum vinnudögum dauðanns lokið, og hlakka ég sko bara til að mæta aftur til vinnu og hafa engar áhyggjur af einu né neinu. þetta var samt mjög gaman og lærdómsríkt og er ég alveg til í að gera þetta aftur. Vona bara að ef til þess kemur að breytingar á búðinni verði þá allar yfirstaðnar. Svo er Esso mótið að byrja núna á miðvikudaginn, svo við brunum norður seinnipartinn á morgun. Mikið gaman og mikið fjör þar. Vona bara að strákunum okkar gangi jafnvel og í fyrra. Búin að þrífa hér allt út úr dyrum hér í kvöld. Þoli hreinlega ekki að koma heim eftir frí í allann skítinn. Svo það verður voða kósi að koma að öllu hreinu. Svo ætla ég að nýta mér M12 tilboðið sem er í gangi núna. Kaupa eitt hjól og fá annað frítt með. Gurrý hérna við hliðina ætlar að kaupa með mér. Svo við borgum þá bara fyrir hálf hjól. Jibbý. Ógó gott tilboð. Á reyndar eftir að skoða hjólin, fer í það í hádeginu á morgun. Adda mín komin frá Köben og var hún svo sæt í sér að hún keypti handa mér buxur sem smellpassa frúnni. Ekki leiðinlegt það. Alltaf gaman að fá pakka. Diddan mín besta skinn er búin að kaupa sér hús á Hvolsvelli svo nú stendur til að bruna þangað næsta sunnudag ásamt henni Rúnu minni. Jíses mar, var ég búin að segja ykkur frá því að þau væru komin. Yndislegt að hitta þau aftur, Egill komst reyndar ekki núna en kemur 14 eða 15 júli. Svo maður hefur enn eitthvað að hakka til. Stildan að flytja í Vogana um næstu helgi og er farin að plana innfluttnigspartý. Vorum svona að spá í að hún hefði bara sætaferðir fyrir gestina. hehee..... Þannig að það er nóg um að vera hjá mér og öllum í kringum mig. Gospelsystra útilegan 16 og 17 júli og mín búin að fá lánaða tjaldvagn, svo ekki ætti að væsa um okkur stöllur þá. Annað en í fyrra. Í tjaldi sem ónefn kisa var búin að merkja sér, og á vindsæng sem lak. En það var alltílæ fyrir suma, því að sumir voru þyngri en sumir og fluttu allt það loft sem eftir var yfir á helming sumra. hehehe... Skilji þetta sem skilji. En nú held ég að nóg sé komið af bulli í bili.
Laters...............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli