sunnudagur, júní 05, 2005

Samkvæmt tölulegum upplýsingum

hjá blogspot.com er þetta bloggfærsla númer 230 hjá mér. Og finnst mér það bara nokkuð gott. Í upphafi datt mér aldrei í hug að ég myndi endast við þessi skrif mín. En svona kemur lífið oss sífell á óvart. Þarf samt að fá hana Sillu til að aðstoða mig við þetta commentakerfi. Skilst á þessu commenti sem ég er með núna að ég þufi að borga til að hafa það áfram en svo get ég fengið mér Haloskan fyrir ekki neitt. Var að prufa að setja það inn en gekk frekar illa. Svo næsta skref er að fá hana Sillu tölvufrík til að hjálpa stelpunni. Gott að eiga góða að.. Hér er allt búið að vera á fullu. Búið að smíða þetta líka flotta baðherbergi hjá mér. Tel að ég eigi flottasta baðherbergi ever... Og hana nú. Er reyndar enn að bíða eftir píparanum, sem á eftir að hengja upp handklæða ofnin, tengja blöndunartækin við baðkarið og handlaugina. Og þá er þetta komið. Hann hlýtur að koma ekki seinna en á mánudag. Hope so....Mamma kom hér í gær eftir vinnu að þrífa með mér og vorum við að til klukkan að verða hálf fjögur. Og nú er hér allt spikk og span.. Þvílíkt hreint að það hálfa væri nóg. Fór í Besta að versla hreinlætisvörur og tæki verður ekki annað sagt en að gamla hafi orðið ástfangin og þá sérstaklega af Speedball-inu.. Held hún ætli strax eftir helgi og fá sér einn brúsa....Er núna nýkomin heim úr þessu fína alt partý hjá Sillu. Fengum ógislega góðann kjúlla og heita súkkulaði köku á eftir með rjóma. Nammi namm. Annars var nú á tímabili orðin spurning hvort þetta væri partý eða íþróttamót. Tókum að sjálfsögðu víkingaspilið góða, hoppuðum á trampolíni og svo eins og tvo babminton leiki. Ætli mar verði ekki með harðsperrur í fyrramálið. En ógislega gaman. Og nú er mig strax farið að hlakka til að hitta þessar fraukur í Galtalæk í sumar. Þvílíkt sem mar er heppin að vera í svona góðum félagsskap.. Get sko ekki hugsað mér lífið án þeirra.. Yfirgáfum nú samt svæðið án þess að kveðja gestgjafa vorn. Held að hún hafi sko bara laumað sér í bólið til Johnsins, án þess að kveðja kóng né prest.. Og nú held ég að ég geri slíkt hið sama en skríði í bólið til Diddanns.
Hrot,hrot,hrot
Laters...............

Engin ummæli: