miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Gleraugnaveislan mikla

Jamm og já. Mín er búin að kaupa Gucci gleraugun flottu, ótrúlega flott á mér. Meiraðsegjakallinum finnst þau flott. Sonurinn alveg í rusli yfir þessum gleraugnakaupum móðurinnar. Skilur ekki að ég þurfi að eiga tvö sett og það svona dýr. Hehehehe..... þrifavikan mikla í vinnunni þessa dagana. Búin að vera alla vikuna og verð á morgun líka. Smá svona yfirvinna upp í gleraugnakaupin. Eða þannig. Allt að verða spikk og span þarna niðurfrá. Eins gott að þetta fólk sem þarna vinnur gangi nú vel um og haldi þessu við. Við stýran búnar að henda og henda. Ótrúlegt drasl sem safnast hefur þarna upp. Og rykið og drullan. Búin að taka allt úr hillum inni á lager og þvo og bóna. Ætla svo að vera í fríi á föstudaginn og þrífa hér allt út úr dyrum. Gengur notla ekki að bjóða foreldrunum upp á þennann skít. Þau ætla að vera hér með prinsinum á með við skötuhjúin skreppum í sólina í Portugal. Eða var ég ekki búin að segja ykkur það. VIÐ ERUM AÐ FARA TIL PORTUGAL.. Nei, bara svona rétt að nefna það.
But, nenni ekki meir að sinni.
Laters...........

Engin ummæli: