mánudagur, ágúst 08, 2005

Jæja þá er helgin liðin


og allt að falla í sínar venjubundnar skorður. Var að passa litla prinsinn alla helgina. Kom hér seinnipartinn á föstudaginn og svo sóttu þau hann um átta í kvöld. Alveg yndislegt að fá að hafa hann þessa daga. Er nú samt pínu þreytt, alveg gjörsamlega komin úr allri æfingu við að hafa svona kríli. Vakna á næturnar og gefa að drekka og skipta á bleyju. Sussu suss. En hann er samt voða góður að dudda við dótið sitt. Þarf nú samt að hafa hann í gjörgæslu, stendur allstaðar upp og reynir að ná í fína dótið hennar ömmu sinnar. Og videoið er sko í algjöru uppáhaldi. En hann var nú samt farinn að hlýða ef ég sagði nei og hristi hausinn því til staðfestingar. Fór svo aðeins til Olgu í kvöld að kveðja Tótu mágkonu hennar. Hún er að fara heim til Þýskalands á þriðjudaginn. Og græddi sko ógó flott málverk á þeirri heimsókninni sem Tóta gaf mér og heitir Nornirnar. Rosa flott. Spúsanum finnst það hins vegar ekkert rosa. En það er alltílæ. Ég er hér með heilt sjónvarpsherbergi sem á alveg eftir að skreyta með myndum. Svo nú er bara að skunda í Fjögur horn til Alla og láta ramma inn. Er annars bara búin að vera heima alla vikuna í þessari fínu pest sem Olga smitaði mig af. Enda tilkynnti ég mig veika í sumarfríinu. Er sko ekki að gefa þessum mönnum eitt eða neitt. Svo nú á ég þrjá daga til góða. Og ég sem ætlaði í útilegu í tjaldinu góða einu sinni enn fyrir sumarlok. Sýnist nú á öllu að ég geti gleymt því. Haustið er komið með öllu sínu roki og rigningu. Verð bara í startholunum strax næsta sumar. Nýta hverja helgi sem gefst. Hef annars ekki frá miklu að segja eftir þessa veikindaviku. Ekkert gerst, ekki farið neitt nema á náttfötunum í Lazy boy, snýtt mér og hóstað. Svo ég held ég láti þessu bara lokið í bili.
Laters......................

Engin ummæli: