laugardagur, nóvember 12, 2005

Jæja núna er klukkan orðin allt of margt

og ég enn vakandi. Það er ekki að spyrja að því. Komin í helgarfrí og barbabrella. Mín vakir fram eftir öllu. Óregluseggur dauðans. En svona er þetta bara. Lengi getur vont bestnað. Brálað að gera hjá mér þessa dagana. Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera í tveimur kórum. Miklu meira mál en ég hélt. Tala nú ekki um af því að ég lét plata mig í fjáröflunarnefd Léttana. Úff. Brjálað að gera í því líka. Hef samt sloppið vel, Dekur og Djamm á morgun á þeim bænum, og mín þarf að mæta klukkan ellefu og ásamt hinum í nefndunum og gera klárt. Líst bara rosa vel á þessa uppákomu þeirra. Verður svaka gaman. Olga dýrahaldari sveik mig og fór í sumó um helgina svo við Örn fengum ekkert Idol gláp á því heimilinu. Svo nú verðum við bara að bíða eftir spólunni frá Lonni. Fór í blómabúðaráp á sunnudaginn var og tók Olgu með mér þar sem spúsinn nennti ekki, en Daði hennar nennti alveg með. Ég fór í þeim tilgangi að kaupa mér engil sem ég hafði séð á jólatréð. Og hvað haldið þið. Þau settu mig alveg út af laginu og tilkynntu það að þar sem ég hefði nú orðið 45 í sumar og þau ekki búin að gefa mér ammælispakka að þá ætluðu þau að gefa mér engilinn. Oh my god hann er svooooooo flottur. Í bleikum kjól og ljósleiðar í vængjunum. I´m in love. Svo er mín að spá í að breiða úr eldhúsglugganum fræga inn í stofu og setja líka í hann. Náttla alveg bilun. En so what...
Svona leit eldhúsglugginn út í fyrra. Ekki mjög góð mynd en það má notast við hana. Eins og þið kanski sjáið er mín alveg að detta í jólagírinn. Á sunnudaginn ætla ég svo að skreppa á tónleika hjá Vox feminae. Gaman að því. Hef aldrei farið á tónleika með þeim. Olga og Stína systir hennar ætla líka. Svo jibbí bara. Held ég láti þetta gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknú.....
E.s. Guðrún, Harpa og Jóna Hlín. Drífa sig í ktilinu. Silla sú eina sem stendur sig í stykkinu.

Engin ummæli: