nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið. Ég ætla að taka hlé frá Léttum. Þetta er allt of mikið fyrir mig, að standa í því að vera í tveimur kórum. Finn samt til smá eftirsjá þar sem maður svona var að kynnast öllum þessum frábæru konum. En það er ekki allt fengið í henni veröld. Fer bara svo gallvösk og hlusta á jólatónleikana þeirra og spái svo í að byrja aftur næsta haust. Það er ef Jóhanna vill mig aftur. Mín var hins vegar voða dúleg í gærkvöldi og setti upp fína jólagluggann. Skelli kannski inn mynd af honum hér síðar. Svo má ég víst þakka fyrir að vera ekki illa slösuð í dag. Var að príla upp í stiga í vinnunni til að ná í sykur sem var í efstu hillu. Þegar ég svo er komin með kassafjandann í fangið og er að stíga aftur niður í næstefstu tröppuna kemur annar kassi bara sí sona á móti mér úr hillunni og mín missir jafnvægið, sykurkassinn flaug og sykurrör út um allt. Lenti nú samt á löppunum. Það er að segja annari. Hin varð eftir í næstefstu tröppunni. Og við þetta fékk ég svona líka fína teygju í nárann og bakið hrökk í liðinn. Og ekki voru þau falleg orðin sem upp úr mínum eðalhálsi hrutu. $%/$%#&%=/&% ... Úff.... En ég þakka bara fyrir að vera ekki handleggs eða fótbrotin. Lonni mín stendur enn. Orðin ansi þreytt þessi elska. Bústin og sigin. hehehe.... En þetta er nú farið að styttast hjá skvísunni. Held að hún væri sko alveg til í að drífa þetta bara af núna strax. Búin að þvo allar samfellurnar og bleiurnar. Allt tilbúið fyrir erfingjann. En nú þarf ég í ból ef ég á að vakna í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli