þriðjudagur, apríl 26, 2005

Öðruvísi mér áður brá......

Brá???? Veit ekkert um það hvernig mér öðruvísi brá. Datt þetta bara í hug þegar ég var að byrja. Annars gott af stelpunni að frétta. Fór í minn langþráða sumarbústað um helgina og það var að sjálfsögðu legið að eilífu amen í pottinum. Mikið hlegið og enn meira sungið. Kolla gjörsamlega tapaði sér í Sing Star dótinu. Hrönnslan eldaði þennan líka dýrindis kjúkklingarétt á laugardagskveldinu. Hef staðið mig eins og hetja í sundprógramminu. Fer á hverjum virkum morgni. Komin í 500 metrana. 20 ferðir. Og stoppa ekkert á milli. Algjör hetja. Enda bara orðin soldið brún og útitekin. Er annars ferlega sybbin núna. Svaf ekki nema í 4 og 1/2 tíma í dag. Vaknaði sko bara óbeðin klukkan 3 og gat enganvegin sofnað aftur. Og svo var kóræfing og hún teygðist alveg til 9. Svo mar er hálf tussulegur núna. Núhhh. Svo fór konan fyrir helgi og splæsti á sig gallabuxur og BLEIKAN, já ég sagði bleikan gallajakka. Herlegheitin fékk ég í Tískuhúsi Pálma. Held svei mér þá að þetta sé í fyrsta skipti sem ég kaupi mér bleika flík. Gæti nú trúað því að Spánardrottningin sé ánægð með mig núna.... hehehe..... Fór að vinna klukkan níu í gærkveldi og var til átta í morgun og var frekar fúl alla nóttina. Fer alveg endalaust í taugarnar á mér að mæta á vakt og nánast ekkert búið að gera. Mjólkurvaran öll í vögnum inni í kæli og þá að sjálfsögðu lenti það á mér að ganga frá því, og svo eru nú ekki miklar líkur á því að vara seljist sem hangir í vögnum sem kúninn nær ekki til. Ekkert búið að fylla á búðina og allt í skít og drasli. Enda jós ég gjörsamlega úr mér þegar stöðvan mætti í morgun. Algjörlega fúl á móti. hehehe...
Og svo eins og allir vita þá eru hjónakornin að fara að taka baðherbergið í gegn. Og það er nú með það eins og annað. Ef mar byrjar á einhverju kemur alltaf eitthvað uppá. Þegar ég kom heim úr sumó á sunnudaginn tók á móti mér flóð í eldhúsinu. O.m.g. Ekki aftur, fékk nýtt parket fyrir jól eins og þið kannski munið. En sem sagt, þá tók ofnin í eldhúsinu upp á því að leka. Komin tæring í hann eða eitthvað. Pínu brekka í gólfinu undir borði en ég held og vona að það gangi til baka. Fékk pípara til að koma hér í gær og gerðist hann svo gráðugur að hann bara tók ofnin með sér. Og fyrst hann var byrjaður á annað borð létum við hann bara taka stofuofnin líka. Svo nú bíðum við eftir nýjum ofnum. Nú útidyra hurðin hangir uppi á lyginni. Baldur Lilju kom hér og tókst einhvern vegin að redda þessu. Hurðarkarmurinn algjörlega ónýtur. Svo nú bíðum við líka eftir hurðinni. Veit hreinlega ekki hvar þetta endar. Búið að brjóta gat á vegginn á baðinu svo það verður ekki aftur snúið með það. 7-9-13 Nú er sko nóg komið. Og við sem ætluðum BARA að laga baðherbergið. En svona er þetta. Þegar einni er mál vilja hinar líka.
En nú er ég hætt, þarf að fara að drífa mig í vinnu.
Laters......

Engin ummæli: