mánudagur, júlí 25, 2005

Jibbýkóla


Frúin búin að fara og kaupa tjaldið og svei mér þá ef þetta er ekki mynd af eins tjaldi. Er þetta ekki flott. Mín voða,voða ánægð með þetta. Líka búin að kaupa borð rosa sniðugt með svona stillanlegum fótum þannig að það er alltaf stöðugt. Sonurinn alveg yfir sig ánægður með mömmsuna sína og nú er stefnan sett á útilegu seinnipartinn á miðvikudaginn. Ætlaði að fara á morgun en þar sem sonurinn er að keppa í Íslandsmótinu í knattspyrnu og á leik á miðvikudaginn verður svo að vera. Svo við brunum bara af stað eftir leik. Úff, ég ætla bara rétt að vona að við fáum svona gott veður eins og er búið að vera. Sa vi ber bare guderne om godt var. Loksins búin að þrífa allt út úr dyrum hjá Olgu og Daða. Allt orðið rosa fínt. Þvílíkur munur fyrir þau að losna við þetta ógeðslega hraun sem var á veggjunum. Og ömmingja Daði og Olga. Þau höfðu ekki pláss fyrir Lazy boy stólana sína og ég gerði Daða tilboð sem hann gat ómögulega hafnað. hehehehe..... And I cote.... Heyrðu ég bara fæ stólana og borga þér með einni bjórkippu á mánuði. End of cote.... Henti þessu nú bara fram í gríni. En O.M.G. Ég fékk stólana á þessum díl. Og svo er bara spurnig hvort ég þurfi að kaupa kippu út lífið or what... Halló, þessi stólar eru ekki orðnir árs gamlir, leðurstólar úr Öndvegi. Shitt mar þeir eru svo flottir. Og þægilegri en allt. Mmmmm, ég á svo flotta stóla.. Svo eru þau lika búin að bjóða okkur í bústaðinn til sín um verslunarmannahelgina, slaka á í heita pottinum og svona. Og að sjálfsögðu þiggjum við mæðginin það en elsku spúsinn minn að vinna. Argggg. Átti að vera í fríi þessa helgi en sá sem átti að koma úr sumarfríi á föstudaginn síðasta hringdi og sagðist vera með ofmæmi og mætti ekki vera undir álagi í 10 daga. Heppilegt að það skuli akkúrat lenda á þessari helgi. Argggg. Og enginn annar tilbúinn að vinna. Sonurinn alveg vitlaus og segir að pabbi sé ALLTAF að vinna þessa helgi. Frekar spældur greyið.. Lilja, Baldur og Mikel Orri skunduð vestur í Súgandafjörð í dag og ætla að vera þar í góðu yfirlæti Eddí pabba Baldurs og Gróu. Og Örn Aron tilkynnti mér það að hann ætti sko eftir að sakna litla mannsins mikið. Skruppum aðeins austur til ma og pa í kvöld. Nú eru þau búin að selja bústaði og svona blendnar tilfinningar í gangi þar. Eiga að afhenda hann 1 sept. svo þau hafa smá tíma til að aðlagast. Held að þau eigi eftir að sakna hans mikið. En allavega, á leiðinni í bæinn hringir pabbi í mig og segir, heyrðu elskan ég held að þú hafir tekið mín gleraugu í misgripum. Ha. En ég alveg græn og tek ofan gleraugun og skoða þau og neibb þetta eru mín. Halló hvað er í gangi. Afhverju var ég að gá. Ég tek aldrei ofan gleraugun nema þegar ég fer að sofa. Jís hvað mar getur verið vitlaus stundum. Skil ekki alveg hvernig hans gleraugu hefðu átt að geta lent á mínu nefi. En nú ætlar mín í bólið og lúlla í hausinn á sér.
Laters................

Engin ummæli: