Já það er sko ekki ofsagt að þetta hafi verið vinnudagur dauðans. Mætti lið frá 10-11 með nýjar hillur og nýjar vörur. Öllu þessu gamla hent út og hið nýja sett inn. Frekar óskipulagt lið verð ég að segja. Svo sit ég uppi með margt af því sama inni á lager. Eldri dagsetningar og svona. Og svo má mín laga það á morgun og svona. Talaði við Rúnu mína áðan. Nú koma þau heim á laugardagskvöldið og djís hvað mig hlakkar til að hitta þau. Lagði það til við Rúnu að hún kæmi með mér í kórútileguna og leist henni bara ekkert illa á það. Hefur sko ekki farið í íslenska útilegu í mörg ár,. Svo ég segi nú bara að nú sé tími til kominn. Gætum rokkað feitt í Galtarlæk.
Annars ekki mikið títt hér. Adda mín í Danmörku með manninn, börnin og barnabörnin. Ekki alveg við bestu aðstæður. Bróðir hennar féll frá í gær og get ég rétt ímyndað mér hvað þau eiga erftitt þarna úti. Fengu hringingu þegar þau voru rétt komin. Hugur minn er hjá henni og hennar fólki. Vildi svo gjarnan getað tekið utan um hana núna og knúsað hana. Guð blessi þau og minningu Þrastar.
Kveð að sinni..............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli