laugardagur, desember 31, 2005

Já, nú árið er liðið í aldanna skaut

Það er nú meira hvað maður verður alltaf meir á þessum degi. Eitthvað svo mjúk og stutt í tárin.
Það er bara engin dagur á árinu sem hefur svona áhrif á mig eins og þessi. Annars skrapp ég áðan til Sillunar minnar og fékk mér síðasta kaffisopann með henni þetta árið. Kom svo við hjá Sússý frænku og knúsaði hana aðeins. Og nú sit ég hér og hlusta á jóla-jóla í Ipodinu mínu og hugsa um liðna daga. Þetta hefur verið aldeilis ljómandi gott ár hjá okkur. Og nú hlakka ég bara til að stíga inn í nýja árið og takast á við það. Elskulegu vinir mínir. Ég óska ykkur gleðilegra áramóta og gangið hægt um gleðinnar dyr. Megi nýja árið færa ykkur frið og gæfu.
Yfir og út krúsarknús.......

Engin ummæli: