sunnudagur, nóvember 20, 2005

Tröll og tröll




Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Þá er mar orðin tröll líka. Gaman að þessu. Búið að vera hreinlega brjálað að gera hjá mér þessa daganna og ekkert lát á því. Er svona eiginlega farin að sjá pínu eftir því að byrja í Léttunum akkurat núna. Hefði bara átt að bíða með það fram á næsta haust. Það verður að segjast alveg eins og er að það er eiginlega tú möst að vera í tveimur kórum. Er með nettan kvíða fyrir jólatónleikahaldinu og sé ekki fram á að geta verið möppulaus, og það er hlutur sem ég bara þoli ekki. Finnst ekkert verra á tónleikum en að halda á möppu. Verð öll stíf og stirð. Svo nú er að brjótast í mér hvort ég eigi ekki bara að láta þetta gott heita og hvíla mig á Léttum og koma frekar fersk til baka næsta haust. Að öðru leyti er þetta bara búið að vera skemmtilegt og yndislegar konur þarna. Mikil sönggleði og samheldni í kórnum. Gospelinn á sínu síðasta ári í þeirri mynd sem hann er í dag, svo þetta er síðasti veturinn minn þar. *snökt**snökt*... En það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi. buhuhuhu.... Var með saumó á föstudagskvöldið og bauð skvísunum upp á hrikalega góða súpu. Uppskrift frá henni Öddu minni. Humar, skötuselur og rækja. Nammi namm.... Hvítvín fegu þær með og voru bara allar sáttar. Sextugs afmæli hjá Ella mág í gærkvöldi. Mikið fjör og mikið gaman. Hrikalega góður matur og enn betri félagsskapur. Alveg hreint dásamleg samheldinin í þessari fjölskyldu spúsa míns. Svo nú er míns voða þreytt og ætti bara að vera komin upp í rúm. Erfðaprinsinn gisti hjá afa og ömmu og þótti nú ekki leiðinlegt. Amma bakaði muffur með honum. Hann er nebbilega í matreiðslu í skólanum og safnar uppskriftunum samviskusamlega í möppu, tók hana með í gær og simsalabinn. Bakaðar muffur. Svaka góðar hjá þeim. Glugginn góði verður settur upp um næstu helgi og jóladiskarnir teknir upp. Lalalalalal.........
Yfir og út krúsarknús..............

Engin ummæli: