þriðjudagur, desember 27, 2005

Jæja þá eru þessi jólin búin

Og tók ekki langann tíma. Var með karkkana í mat í dag, ásamt Bóa bró og hans familý. Hanigkjét með tilheyrandi. Nammi gott það. En nú er líka nóg komið af þessu reykta kjöti. Hrikalega þungt í mallakút. Fórum í Mosó í gær og fengum kaloríubombur þar. Mmmmm. En mín var voða nett á þessu öllu saman. Stóð mig bara vel. Datt svo alltíeinu í hug að horfa á upptökuna af Perlukabarettinum sem við Systur frömdum hér um árið í Íslensku Óperunni. Karlarnir mínir farnir að sofa svo ég kom mér vel fyrir í Lata strák og naut sýningarinnar. Þ.e.a.s. þangað til að það kom nærmynd af moi. Shitt mar. Þetta er eins og að horfa á einhverja konu út í bæ. Ég þekki ekki sjálfa mig á þessu myndbandi. Og það ætla ég rétt að vona að ég verði aldrei. ALDREI. ALDREI. aftur svona. Ég er ekki búin að gleyma hvernig mér leið með sjálfa mig. Og vona að ég gleymi því aldrei. Svona fara auka 35 kíló með mann. Ég var alltaf þreytt og mæðuleg. Jább, ég kann miklu betur við hana nýju mig. Eldri myndin er tekin á aðfangadagskvöld í fyrra. Gjörsamlega lekur af mér þreytan. En nóg um það. Mín í fríi í vinnunni þangað til á nýju ári. Átti inni sumarfrídaga síðan í sumar. Og ætla að splæsa þeim núna. Svo mín á voða gott núna. Núna ætla ég hins vegar í bólið og lesa í bókinni sem ég fékk í jólagjöf. Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðar.
Yfir og út krúsarknús.........

Engin ummæli: