föstudagur, ágúst 12, 2005

Bloggletin

alveg að drepa mig þessa dagana. Er engan vegin að nenna þessu. Hofi bara á lyklaborðið og bíð eftir því að orðin skoppi upp af sjálfu sér. En það er víst ekki að gerast. Svo það er best að kasta einhverju hér inn. Alveg sjálf og hjálparlaust. það er nú skemst frá því að segja að við hjónin höfum fest kaup á ferð til Portugal og hverfum héðan af landi brott þann 29 ágúst. Spriklandi með strákúst. Tvö alein og ekkert barn. Haldiði að það sé. Luxus.... Svo er spurning hvort að við getum myndað herlegheitin. Fína myndavélin sem ég fékk í jólagjöf tók upp á þeim ósköpum að hætta að smella af. En samt var hægt að smella af með fjarstýringunni. Nenni nú samt ekki að púkka upp á það. Fór með hana í viðgerð í gær, og mér til mikils svekkelsis þá senda þeir hana út. Og næsta ferð er ekki fyrr en í næstu viku. Nei sko sjáðu til frú mín góð við sendum ekki út daglega. Sorry. Búin að afreka það að kikka á hana Diddu besta skinn og henna mann á Hvolsvelli. Eiga þetta líka fína krúttlega hús þar. Geta sko látið fara vel um sig þar, myndi ég halda. Allavega gæti ég sko alveg hugsað mér eitt stykki svona hús. Bara hér á mölinni. Annars er ég farin að vera með áætlunarferðir þarna austur fyrir fjall. Fór í dag í Öndverðarnes með Erni að heimsækja vin sinn. Og það er alltaf eins og þeir hittist á hverjum degi. Smella alveg saman eins og flís við rass. Alveg synd að hann skuli búa svona langt í burtu núna. En hann kom svo með okkur heim og liggja þeir núna inni í herbergi og horfa á dvd. Ekki það að nú mætti hann Óli lokbrá alveg fara að mæta og strjúka þeim um augun. Lonni og Baldur að fara að flytja um eina hæð. Fengu lykla af tveggja herbergja íbúð í dag. Verður aldeilis munur fyrir þau greyin. Þetta er soddan hola sem þau eru í núna. Jæja best að fara að reyna koma drengjunum í svefn.
Laters...............

Engin ummæli: