og ný vika í nánd. Ótrúlegt hvað þessar blessuðu helgar hlaupa asskoti hratt frá manni. Fer iðulega inn í helgarnar full af áformun um að gera þetta og hitt og geri svo ekki neitt. Úffff. Þvílík mæða. En fór til Önnu í saumó á föstudagskvöldið. Hún varð fimmtug í sumar og bauð klúbbnum í nasl og rautt. Sátu þar til rúmlega 3 og hlógu eins og vitleysingjar. Hvert hláturkastið rak annað og hláturpokkinn við það að springa í manni. Ferlega skemmtilegt kvöld. Og þar með eru afrek helgarinnar upptalin. Búin að glápa óheyrilega mikið á imbann og flatmaga í Lata strák. Fékk tvískiptu gleraugun á föstudaginn og þær upplýsingar með þeim að ég ætti að nota þau alveg streit í 2 vikur og mætti alls ekki skipta yfir í hin á þessum tíma. Þannig að ég er nú búin að vera hálf skrítin í höfðinu og hrikalega þreytt í augunum. Fundið aðeins fyrir sjóriðu og svona. Svo segir Guðný mér í dag að henni hafi verið lagt það fyrir að nota sín ekki of mikið fyrst um sinn. Yrði að hvíla sig og svona. Og þar sem hún keypti sín á sama stað og ég, þá er ég að hugsa um að hringja í búðina og fá að vita það sanna í þessu keisi. Allir sem ég hef talað um þetta við segja sömu sögu og Guðný. Skrítið að fá svona ólíkar upplýsingar. Tékka á þessu á morgun. Frí hjá mér næstu tvo daga og svo þrjár kvöldvaktir og svo vonandi get ég byrjað á nýja staðnum eftir næstu helgi. Krossa fingur fyrir Gunnsuna. Koma so........En nú skal frúin druslast í bælið, þarf að vakna og koma dengsa í skólann í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús..............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli