sér illa hér á mínu ástsæla bloggi.. Skil ekki afhverju þetta kemur svona. Hér er svo sem allt fínt að frétta. Búið að rífa allt niður af baðinu nema klóið og sturtuna. Stendur ekki steinn yfir steini þar. Karl faðir minn kom hér í dag og gjörsamlega tapaði sér. Alveg hreint ótrúlegt hvað foreldrar mínir hafa gaman af svona stússi. Mamma kom hér seinna í dag, og fékk alveg fiðring í tærnar. Svo nú er bara að bíða eftir píparanum til að fá að vita hvað hægt er að gera. Ég vil upphengt kló og það í hornið. Já endalaust vesen á kellunni. Erfðaprinsinn búinn að vera með ælupest hér í tvo daga. Og þetta grey var svoooo lasið. Ældi alveg eins og múkki. Samt gaman að því, að þessi annars svo mikli töffari, fékk sér smá súpu hér í gærkveldi sem eitthvað fór illa í hann, stendur upp frá borði og gengur hér hring úr eldhúsi og stofu og segir, "mamma mér líður eitthvað svo illa" leggst í gólfið tekur um ennið og segir "það er að líða yfir mig". Svo ég fer nú til hans og strýk yfir enni hans og maga.Finnþá að hans litla hjarta er alveg á fullu. Bank,bank,bank. En svo loksins kom þetta og þvílíkar gusur. En svona er þetta. Ekkert má vera þá verður hann svo lítill í sér. Samt er hann rosa duglegur. Nóttina á undan var ég að vinna og hann hafði sofnað inni hjá sér, vaknar einhvern tíman um nóttina og fer fram á bað og ælir,kallar á pabbann sinn sem ekki vaknar,svo hann legst bara á baðmottuna og sofanar þar. Svo vaknar pabbinn og finnur barnið sofandi á baðgólfinu... já svona er þetta. Annars var ég að hjálpa pabba að rífa hér niður veggdúk og svona í dag, og o.m.g. ekki veit ég hvað er í þessu. En ég hljóp öll upp í einhverju ofnæmi og látum. Kláði á hæsta skala. En allt reddaðist þetta samt. Hvort þetta er límið eða hvað, veit ekki. Sá vinnu auglýsta í Mogganum í dag sem ég er að spá í að sækja um. Er eiginlega búin að setja þennan skóla á hold í eitt ár. Finnst ekki réttlátt að fara í skóla og vinna í lágmarki þegar allar þessar framkvæmdir standa yfir. Takmörk fyrir því hvað kallinn minn, þessi elska getur unnið. Svo ég bíð með það í eitt ár. Aldeilis farið að styttast í tónleikana hjá okkur systrum. Líst bara vel á prógrammið og held að þeir verði asskoti góðir. Loksins er þessi voice rekorder farinn að vinna fyrir mig eins og ég vildi. Sillan búin að kenna mér að brenna upptökurnar á diska, svo nú get ég hlustað í bílnum og það gerir sko gæfumuninn. Allt að síast inn sem á að síast inn. Ekki veit ég hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki hana Sillu mína..... En nú held ég að það sé komin tími á ból. Klukkan farin að ganga langt í fjögur. Góða nótt dúllurnar mínar.
Laters.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli