sunnudagur, desember 25, 2005

Gleðileg jól elskurnar mínar.

Ætlaði að blogga hér smá í gærkveldi en hvað gerist. Kviss, bamm, búmm. Tölvuskjárinn deyr tölvudrottni sínum. Bóndinn var að setja upp ljós inni á baði og sló út rafmagninu tvisvar á allri íbúðinni og blessaður skjárinn, blessuð sé minning hans, þoldi það ekki. Svo bóndinn mátti bruna í tölvubúiðina í dag og versla nýjan skjá. Og nú á ég rosa flottan Medion flatskjá. Jibbý kóla. Þetta er búið að vera afskaplega góður dagur. Rólegur og fínn. Var svo dugleg að klára allt í gær og þurfti því ekkert að gera í dag. Annað en að drekka kaffi og fara í jólabaðið. Og reyndar var ég sú eina á þessum bæ sem fékk jólabað. Erfðaprinsinn var kominn ofaní og var að láta renna þegar hann skilur bara ekkert í því hvað vatnið er heitt. Og upp úr skreið hann og ekki byrjaður að þvo sér. Það næsta sem þá gerist að allir sem í þessu stigahúsi búa eru komin fram á gang að tékka hvort einhvers staðar sé kalt vatn. Þannig að hér var kaldavatns laust frá 5 til svona rúmlega 6. Alltaf sama fjörið á þessum bæ. Mamma og pabbi voru hér í mat, en dæturnar voru hjá sínum tengdó. Svo þetta var afskaplega rólegt hjá okkur í kvöld. það er að segja þangað til að dæturnar komu svo seinna. hehehe..... Hangikjötssuðudagurinn mikli á morgun, og svo Mosfellsbærinn fagri. Ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni. Óska bara ykkur öllum gleðilegra jóla og megi þau færa ykkur öllum frið í hjarta.

Ömmugrákurinn og ammam.
Yfir og út krúsarknús.......

Engin ummæli: