laugardagur, desember 17, 2005

Garg og meira garg

Tölvudýrið mitt enn bilað. Búið að fara með hana í viðgerð og hún var stútfull af vírusum og einhverri Trauju sem ekki var hægt að eyða út. Svo það varð að strauja greyið. En samt kemt ég ekki inn á netið. Get sent póst og tekið á móti pósti. Búið spil. Ekkert net hjá mér þessa daganna. Arg og arg. Er núna hjá Olgu og fékk að stelast í tölvudýrið hennar. Ah þvílíkur léttir, er komin með nett fráhvörf. Veit hreinlegalega ekki hvað ég á að gera við þennan tíma sem ég er vön að sitja við netskoðun. En held að kallinn sem lagaði greyið ætli að koma á morgun og tékka á þessu. Mikið hlakkar mig til. En það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Lonni mín búin að eignast þessa líka yndislegu prinsessu. Kom í heiminn á laugardagsmorguninn 10 des. Með fullt af kolasvörtu hári. Barasta hægt að setja teygju í toppinn á henni þessari elsku. Set inn mynd af henni hér um leið og ég kemst á netið heima hjá mér, svo þið verðið bara að sýna biðlund elskurnar mínar. Komin í jólafrí í kórnum. Enduðum árið á þessum líka frábæru tónleikum. MP hafði á orði að það hefði verið heilagur andi yfir okkur. Þetta hefði tekist svo vel hjá okkur. Jónas Sen var á seinni tónleikunum og skrifaði gagnrýni í moggann í dag. Á bls. 52. Og held að við getum bara verið sáttar. Á alveg eftir að versla jólagjafir og annað slíkt. Ætlum að skella okkur í það á morgun og vonandi tekst okkur að klára dæmið. Fór í útskrift hjá bróðursyni mínum í dag. Hann var að útskrifast sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla, svo þessi fína veisla á eftir. Nammi namm. Er búin að vera að dunda mér við að skrifa jólakort í þessari heimsókn minni til Olgu, en er ekki alveg að nenna því þessa stundina. Eitthvað voða sibbin og lúin, var að passa Mikael Orra ömmukút í nótt og hann sá nú alveg til þess að ég hefði soldið fyrir sér þessi lús. Sofnaði loks á maganum á ömmu sinni. Alveg eins og mamma hans forðum daga. hehehehe..... En hann er alveg yndislegur. Og er alveg næstum farinn að labba. Vantar bara herslumunin að hann sleppi sér. En nú er ég að hugsa um að fara að tala smá við Olguna og fá mér eins og einn kaffi og drusla mér svo heim í tölvuleysið. Snökt.... Ég á svooooo bágt.
Yfir og út krúsarknús.................

Engin ummæli: