föstudagur, júlí 08, 2005

Frekar lítið að frétta

af frúnni núna. Er búin að vera að passa litla manninn á meðan mammsan hanns er að vinna. Og það er bara skemmtilegt. Yndisleg mannvera. Guðný kom og sótti okkur í gær og bauð í heimsókn. Sóttum Ívar Anton ömmustrákinn hennar á leikskólan og ömmuðumst saman í sólinni. Stildan kom hér í kaffi í kvöld og er alveg alsæl með Vogana. Gott að vera í sveitinni. Byrja svo að vinna annaðkvöld eftir einnar og hálfrar viku frí. Úff, get ekki sagt að ég nenni að byrja aftur. En þetta verur stutt törn. Bara helgin og svo vikufrí aftur. Styttist óðum í Systraútileguna góðu, hlakka hrikalega til að hitta stöllur mínar aftur. Svo nú biður mar bara um gott útileguveður. Sól og meiri sól. Eins og ég hef sagt frá hér þá erum við að bíða eftir nýrri útidyrahurð, þessi gamla hangir á lyginni. Búin að bíða í tvo mánuði (átti að taka einn mánuð). En hvað um það. Þeir komu með hurðarnar í dag, veiiiiii. En hvað haldiði, þær eru vitlaust smíðaðar. Svo hann fór með þær aftur og ætlar að reyna að koma í næstu viku. Mín heppni. Glugginn í sjónvarpsherberginu sem við pönntuðum í nóvember er ekki kominn enn. Held að þeir hljóti að hafa þurft að planta trjám í gluggakarminn og bíði nú eftir því að þau vaxi. Húsfélagið á nefnilega að borga karminn en við glerið, svo að við getum ekki gert neitt nema að bíða. Búið að hringja sko ég veit ekki hvað mörgu sinnum og reka á eftir þessu. Ég á sko bara ekki til orð yfir svona vinnubrögð. Og nú er þetta fyrirtæki að vinna hér við húsið að utan og þeir hrista bara hausinn og vita ekki neitt. Bull og vitleysa. Annars er mín voða dúleg að prjóna. Er að prjóna mér lopapeysu. Svona stutta og krúttlega. Og er sko alveg að verða búin. Svo þarf ég bara að fá einhverja sniðuga konu til að setja fyrir mig rennilás á flíkina. Hmmmm skyldi það verða mamma. Aldrei að vita nema ég geti dobblað hana. Hafði hugsað mér að vera búin með hana fyrir útileguhelgina. En nú nenni ég ekki meir. Er farin að lúlla.
Laters....

Engin ummæli: