sunnudagur, september 11, 2005

Jæja þá


held að það hljóti að vera komin tími á smá blogg hér. Hef bara ekki haft nokkra nennu í þetta eftir að ég kom heim. Allavega. Portugal er alveg hreint dásamlegt land, eða það sem ég sá af því. Fólkið rosa næs og ljúft. Veðrið alveg eins og best var á kosið. Hitinn þetta um 30 gráðurnar. Alveg mátulegt. "Laugavegurinn" labbaður fram og til baka, inn í hverja einustu búð að skoða. Og þegar upp var staðið var þetta voða mikið eins í öllum búðum. Það sem kom okkur mest á óvart var að allsstaðar mátti reykja. Þetta var eins og að detta 15 ár aftur í tímann. Og ekki vorum við að kvarta undan því. Neibb, ekki aldeilis. Spúsinn minn tapaði sér algjörlega í dúkarkaupum. Þvílíkir dúkar. Flottustu sem ég hef séð. Fengum okku tvo á 12 manna borð, svo nú getur mar loksins dúkað upp. Hér var svo að sjálfsögðu allt spikk og span þegar við komum heim. Mamma og pabbi búin að mála herbergið hjá Erni svart og hvít, til heiðurs KR. Rosa flott og minn maður að sjálfsögðu svaka kátur með það. Hann var hinsvegar alveg að deyja úr söknuði þessi elska. Og finnst allt of langt að við skyldum fara í heila viku. Hékk svo bara í mér alla leiðina heim og sagðist vilja fara inn í mig. Jamm það er gott að vera mikilvægur. Ekki satt. En tek hann defenatly með, ef við förum aftur þangað. Algjör paradís fyrir svona krakka. Sem sagt. Yndisleg ferð með yndislegu fólki. Svo er ég bara búin að vera í fríi þessa viku og byrja að vinna aftur á mánudaginn. Leysi stöðvuna af í 2 vikur, og svo aftur á næturvaktir. Verð að fara að finna mér dagvinnu. Nenni enganvegin að standa í þessu vaktavinnudóti lengur. Vil eiga frí um helgar, kvöldin og á næturnar. Og hana nú. Skrapp svo í bústað með Olgu á fimmtudaginn og kom heim í dag. Fínt að vera þar, nema að það ringdi eldi og brennisteinum. Fór í gönguferð í gær með Erni og Katrínu. Löbbuðum í 40 mínútur, klædd í regnstakk og allegræ, en það mátti samt vinda okkur. Gallabuxurnar mínar voru blautar upp á læri. Shitt mar. Svo í veislu til Öddu í dag. Jökull hennar tók niðurdýfingarskírn og var haldið upp á það með pomp og prakt. Átum að sjálfsögðu á okkur gat eins og venja er þegar Adda býður í mat. Eldar besta mat í heimi. Afmæliskaffi hjá mömmu á morgun, kræsingar þar að sjálfsögðu. Meira seinna.

Yfir og út, krúsarknús...............

Engin ummæli: