laugardagur, júní 11, 2005

Ohhhhh ég er svo dúleg

Hafði það eftir þó nokkuð langa setu hér við tölvudýrið að setja inn nýtt commenta kerfi. Hitt sem ég var með var farið að heimta það að ég BORGAÐI fyrir sig. Og mín var sko ekki til í það. Nú er mar að borga baðherbergi og svona, og þá er mar ekkert að eyða í svona dót. Svo ég sótti þetta Haloscan sem Silla og fleiri eru með og kostar ekki neitt. Var búin að gera tilraun um daginn til að setja þetta inn en tókst ekki. En þeir segja sem þykjast vita það að þolinmæðin þrautina vinnur allar. Og ég held bara að ég sé sammála því. þetta tókst núna, svo nú er bara að vera dugleg að kommenta á kelluna. Verst að mar týnir öllum hinum kommentunum, en við því er ekkert að gera. Annars búin að vera annasöm vika. Tekur soldið meira á að halda svona utan um heila bensínstöð en ég hélt. Pantaði aðeins of mikið af einu en of lítið af öðru. En það er bara alltílæ. Þetta lærist. Hopefully......En djö..... er gott að vinna svona bara á daginn. Engin kvöld og helgar og engar nætur. Just fucking love it. Og nú vil ég svona vinnu. Og hana nú. Lenti í því í dag að taka stúlku í atvinnuviðtal ásamt starfsmannastjóranum og það var soldið skrítið að sitja svona hinum megin við borðið. En það venst sjálfsagt eins og annað. Baðherbegið alveg að gera sig hér á þessum bæ. Nú fer sonurinn í bað nánast á hverju kvöldi og það óbeðinn. Ég prufaði baðkarið í fyrsta skipti í gærkvöldi og setti þetta fína sem Ríkey mín gaf mér útí og djís hvað það var næs að liggja svona í baði og slaka. Hef ekki lagst í baðkar í rúmlega sex ár. Svo átti snúllinn minn afmæli í gær. Orðinn 12 sko. Það er nú ekkert lítið. En vesalings drengurinn talaði um það í tvo daga fyrir afmæli að nú þyrfti hann sko að vera með gsm-inn á sér á fimmtudaginn því að fólk myndi sko vera að hringja í hann allann daginn að óska honum til hamingju. Það mætti halda að hann ætti 30 kílóa síma sem hann þyrfti að burðast með undir handleggnum. Já það er mikið á suma lagt. Svo hafði ég lofað drengnum að bjóða honum í Bingó ef hann stæði sig vel í prófum og að sjálfsögðu gerði hann það. Svo við drifum okkur í kvöld með Öddu. Engan fengum við þó vinninginn. Alltaf sama sagan. Vinn aldrei neitt. Veiiiiii. Nú er bara um vika þangað til Rúna og co mæta á klakann. Hryllilega hlakka ég til að hitta þau og knúsa. Víiiiiiiiil....... Fékk mér heimasíðusvæði hjá Vodafone, það fylgir víst ADSL áskriftinni svo nú er bara að prufa að búa sér til síðu. En til þess að fá svona svæði varð ég að velja mér nýja e-mail adressu. Er að spá í hvort ég eigi ekki bara að skipta yfir og nota hana. Fékk asskoti góða. Og nú legg ég þetta í ykkar hendur. Á ég að skipta. Adressan mín í dag er
gunna746@mmedia.is en þessi nýja er gunnsan@internet.is. Hvað finnst ykkur. Er reyndar ekki búin að virkja þessa nýju, en endilega láta mig vita. Og nú er ég farin að sofa hjá hrotubrjótnum þarna inni
Laters..................

Engin ummæli: