mánudagur, ágúst 22, 2005

Rey news

Jebb, pistill á leiðinni elskurnar mínar. Jájá ég veit, ég veit. Mín búin að vera rosa löt að pistla hér. En nú skal aðeins bætt úr því. Fyrsta vinnuvika eftir sumarfrí búin og nóg að gera á þeim bænum. Höfum fengið hina furðulegustu kúnna inn um dyrnar þessa vikuna. Einn kom og fór í ruslatunnukast inni í búðinni, bara sí sona upp úr þurru. Braut hillugler og rusl út um allt. Nóttina eftir kom stúlka og stal hálfri ískistunni. Þ.e.a.s. innihaldinu, ekki sjálfri kistunni. Strákur í sjoppunni sem sá það og sagði mér frá því. Ég út í bil til stúlkunnar sem var í meira lagi drukkin, og bað hana að skila þessu. Vinkona hennar sem keyrði frekar spæld á sinni og baðst afsökunar fyrir hennar hönd. Ekkert með það, ég inn með ísinn og það næsta sem við vitum er að inn kemur þjófurinn alveg gjörsamlega brjáluð og ræðst á strákinn sem sagði til hennar. Lemur hann sundur og saman og kallar öllum illum nöfnum. Hann hendir henni út, en nei, inn kemur hún aftur og ræðst aftur á hann. Og henni er fleygt aftur út. Og þá loks fór hún. What´s becoming of this world I ask. Varð svo líka fyrir því óláni að annað glerið datt úr gleraugunum mínum eina nóttina og splass. Í þúsund mola. Og mín náttla hálf sjónlaus. Fór svo og verslaði mér ný gleraugu enda staðið lengi til. Lét eftir mér að fá mér svona Titan umgjörð, sem er engin umgjörð. Og kostar sko heilar 32 þúsund kall. En það er sko ekkert. Hvað haldiði að glerin kosti. Ja hér og aldeilis. 57 þúsund kall. Er ekki allt í lagi. Ég bara spyr. Svo þetta kostar heilar 89 þúsund. Oh lord. Eg þarf nebblega tvískipt gleraugu. En málið er að ég þarf samt að eiga önnur gleraugu með. Svona með bara nærsýnis og sjónskekkjuglerjum. Og ég er sko búin að finna spöngina á þau líka. Gucci. Og það fyndna er að hún er ódýrari en hin. Kostar 21 þúsund og er fjólublá. Ætla að kaupa hana líka. Bara að minna ykkur svo á það að eftir viku nákvæmlega verð ég stödd í Portugal í sólinni með bjór eða rauðvín í hönd ásamt spúsa mínum og minni bestu vinkonu Guðnýju og hennar spúsa Sigga. Datt bara í þau fyrir viku að skella sér með okkur og jibbý. Alltaf hrikalega gaman hjá okkur þegar við ferðumst saman og höfum sko farið í margar ferðirna hér innanlands. Diddinn minn átti afmæli á föstudaginn,48 ára orðinn kallinn. Mikael Orri ömmumús átti afmæli á laugardaginn orðin 1 árs og svo átti mín afmæli í gær, 45 ára kellan. Og þá er þessi afmælishrina búin. Til hamingju við öll. Svo var nú samt frekar leiðinlegur laugardagurinn, þrátt fyrir afmæli litla mannsins. Tító hennar Guðnýjar, lítill cavalier 8 ára, fékk hjartaslag og dó. Klinton hennar Ásthildar Silki terryer 4 mánaða varð fyrir bíl og dó. Tveir sama daginn. Elsku litlu krílin. En svona er þetta. Alltaf áhætta með blessuð gæludýrin.
En nú læt ég þessu lokið að sinni, lát að linni.
Laters............

Engin ummæli: