þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Lasin.

Já haldiði ekki að frúin hafi nælt sér í líka þetta fína kvef. Og í pakkanum kom með höfðuverkur og beinverkir. Alveg frítt. Góður díll það. Annars fórum við drengurinn og ég í útilegu á miðvikudaginn síðasta eins og til stóð. Varð reynda dáldið örðuvísi en til stóð. Fórum upp í bústað til pa og ma og gistum þar eina nótt. Spiluðum svo minigolf daginn eftir og héldum svo sem leið lá að Flúðum. Náðum þar í fínt tjaldstæði við hliðina á hjólhýsi Stildu og Kidda. Sem var kanski eins gott. Þau voru reyndar ekki komin þegar við komum, biðum í 3 tíma eftir þeim. Svo nú var komið að því að vera sjálfstæð ung kona í útilegu. Hmmm....... Gekk ekki alveg nógu vel. Mér var bara alveg lífsins ómögulegt að koma upp þessu fína tjaldi sem á ekki að vera neitt vandamál að tjalda. Svo við biðum í þessu líka fína fortjaldi þeirra skötuhjúa og spiluðum Yatzy út í eitt í 3 tíma. En ég gat samt kveikt á gasinu og hitað mér kaffi. Dúleg delpa.... Komu þau nú á endanum og Kiddi var nú ekki lengi ásamt Kristjáni syni þeirra hjóna að skutla upp tjaldinu. Það sem klikkaði hjá mér var að það eru svona tippi sem eiga að stingast upp í súlurnar til að það standi. Og þar sem ég er ekki mikið í því að troða tippum upp í svona súlugöt, þá bara fattaði ég þetta alls ekki. En þetta verður ekkert mál næst....Nú er mín sko góð í götum og tippum. hehehe.. Gistum þarna eina nótt og svo brunað í bæinn. Beint að þvo og svo að versla. Og svo af stað upp í sumarbústað til Olgu og Daða á Laugarvatni. Og þar vorum við í góðu yfirlæti alla helgina og komum heim í gærkvköldi. Fannst nú samt Olga ekki sérlega gestrisin að smita mig af þessu asnalega kvefi. Þoli ekki að vera með stíflað nef. Fór til augnlæknis í dag og nú þarf ég að fá mér svona tvískipt gleraugu. 80 þúsund kall þar eða svo. Skil ekki að þetta skuli þurfa að vera svona dýrt hér heima. Kosta helmingi minna út. Kallinn og barnið í afmæli hjá Jónu hans Ella í kvöld, ákvað að vera heima svona drulluslöpp. Fullt af fólki sem á og hefði átt afmæli í dag.. Jóna, tengdamamma, Óskar, mamma Óskars. Siggi mágur Jónu. Til hamingju öll hvar sem þið eruð hér eða uppi. En nú nenni ég ekki meir. Ætla að sauma smá og fara svo bara að lúlla.
Laters..............

Engin ummæli: