sunnudagur, október 30, 2005

Held mar sé orðin bilaður

Sátum hér í kvöld, ég og Lonni og hlustuðum á jóladiskana með Gospelsystrum í bland við Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakór Reykjavíkur. Mín er öll að detta í jólafílinginn, alveg að koma nóvember og ekki seinna að vænna en að draga upp jólalögin. Get sko ekki beðið með að fara að æfa jóla carolið með kórunum. Jibbý. Ein voða biluð. hehehe....Tókum svo einn óþverra mæðgurnar og aldrei slíku vant, rúllaði ég Lonni minni upp. hehehe....Ekki leiðinlegt það. Biðum reyndar eftir Öddu sem hótaði að koma og taka okkur í gegn. En aldrei kom hún þessi elska. Hefur sjálfsagt sofnað á sínu græna. Enda engin venjuleg vinna á konuni. Við Systurnar fórum í dag að syngja á kosnigarskrifstofu Vilhjálms og var það bara hið besta mál. Og að sjálfsögðu var annar alt með bestu mætinguna eins og alltaf. Ekki að spyrja að því. Nú svo á eftir skutluðumst við Rannveig í Domus Vox þar sem haldnir voru nemendatónleikar. Duglegar stelpu þar. Dáist að þeim að þora þessu. Held það myndi bara líða yfir mig ég ætti að syngja svona einsöng. Hjúkk mar. Enn að leita mér að vinnu. Þessi er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Bakið bara versnar ef eitthvað er. Langar stundum bara hreint og beint að skæla. Uhuuuu.... Saumaklúbbur í gær hjá Olgu og að venju mikið hlegið. En mín gerðist voða dúleg og lærði að hekla. Hef bara aldrei getað lært það. Þannig að í gærkveldi lærið ég Túnis hekl. Eða Olga segir að það heiti það, en Anna segir að þetta heiti Rússa hekl. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hjá mér heitir þetta bara HEKL.... Hústónleikar hjá okkur Systrum á þriðjudaginn í Domus Vox klukkan átta, og hvet ég alla til að mæta. Hress og skemmtileg lög. Kostar þúsund kall inn og boðið upp á kaffi og konfekt í hléinu. Koma svo, drífa sig. Þið sjáið sko ekki eftir þvi. En núna er klukkan orðin miklu meira en átta og löngu komin sveftími á mig svo ég kveð að sinni.
Yfir og út krúsarknús........

Engin ummæli: