fimmtudagur, maí 05, 2005

Aldeilis frábær

kóræfing í gærkveldi. Gekk rosa vel. Allt komið í hausinn nema Kurtu biji, bale lini. Enda alveg hreint ótrúlega skrítin orð. Finnst þetta bara vera eins og einhver hafi tekið stafróið og hnoðað stöfunum saman og skutlað þeim svo á blað og Vola. Kurtu biji bale lini........ O.m.g.... En þetta kemur, engar áhyggjur af þessu. Aukaæfing á laugardaginn og þá smellur þetta. Fór svo heim með Stínu stuð að skoða nýju íbúðina sem hún var að kaupa. Rosalega krúttleg og næs. Fékk dýrindis kaffi. Mmmmm. Hún á svona vél eins og mig vantar.... Sund í morgun að sjálfsögðu og svo kom píparinn í dag með nýju ofnana svo nú er íbúðinn öll að hitna aftur. Komin tími til sko. Hér var orðið ansi kalt. Svo komu Olga og Daði í kvöld og nú er búið að hanna baðherbergið mitt og ég verð nú bara að segja það að hann Daði er algjör snillingur að búa til svona dót. Eins og þetta lítur út á blaði verður þetta pínulitla baðherbergi bara ótrúlega stórt og flott. Get sko ekki beðið eftir því að þetta klárist. En það er nú samt einhver tími í það. Píparinn sem ég er búin að ráða í djobbið er að fara út á land á föstudaginn og verður í viku, svo það gerist ekkert draktískt fyrr en hann kemur til baka. Svo nú er bara að taka á honum stóra sínum og framkalla eins mikla þolinmæði og hægt er. Því ekki get ég sagt að mér þyki gaman að hafa allt baðdótið inni í stofu. But so be it. Lillin minn Mikael Orri komin með í eyrun. Tekur eftir móður sinni. Ég gekk með Lilju Bryndísi um gólf í 11 mánuði áður en eitthvað var gert, þá fékk hún rör, og þá loksins fór hún að sofa eins og engill. Og mamman líka. heheheee.e En djók laust ,. Það er sko ekkert grín að vera með þessi litlu grey og geta ekkert gert fyrir þau. Æjæjæj...... Svo aldeilis tónlista veisla hjá mér á morgun. Afmælistónleikar Léttanna klukkan 4 og svo Karlakór Reykjavíkur klukkan 8. Mmmmm. Hlakka gegt til eins og unglingarnir myndu segja. En nú er nóg komið.
Laters......

Engin ummæli: