miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Úff ég var svoooooo þreytt í gær

að ég gat ómögulega skrifað hér neitt inn. Fékk bara hroll við tilhugsunina. En hvað um það. Tónleikarnir í gær voru algjörlega brill. Þvílíka stuðið og gleðin algjörlega í fyrirrúmi. Magga í essinu sínu og allt eins og best verður á kosið. Svo var mér aldeilis komið skemmtilega á óvart. Villa vinkona kom með Írisi dóttur sína. Og mín bara vissi ekkert af því, fyrr en hún hnippir í mig í hléinu. Mín var nebblega svo sniðug og sendi nokkrum velvöldum mail um tónleikana og þar á meðal henni. Og barbabrella, hún kom. Og henni fannst rosa gaman, fannst bara verst að vera ekki á pöllunum með okkur. hehehehe.... Rósemdar dagur í vinnunni í dag. Enn ein ánægjulega uppákoman. ÞAÐ ER VETRARFRÍ í skólanum næst okkur og það út alla þessa viku. Engir unglingar argandi og gargandi klínandi snúðaglassúr út um alla búð. Og kúnnarnir sem versla þarna í hádeginu höfðu líka orð á því hvað það væri rólegt og notalegt að koma í dag. hehehe....Fyrsta jólatónleika æfing Systranna á laugardaginn klukkan 9 til 11. Jibbý. Guð hvað mig hlakkar til að byrja að syngja carolið. Júhúuuu.... Á jólunum er gleði og gaman Fúmm fúmm fúmm. Lalalalalalalala..... Þurfti að koma við á Select í dag og aðstoða Sigga aðeins í fjarveru Stjóranns. Oh oh my good það er komið jóla jóla dót þangað. Og að sjálfsögðu sá ég þar þessi fínu jólahjón. Sem minntu mig svo á mig og spúsann að ég bara varð að kaupa þau. Og hún þ.e. kellan er meirað segja með sömu þykku og ólögulegu augabrúnirnar og ég. Gaman að því... Núh, þar sem ég var nú þarna stödd þótti Túrstæn tilefni til að biðja mig um að fara í Ríkið fyrir sig og mín sagði náttla já. Og fór í Mjóddina. Og þá þurfti ég endilega að labba framhjá Fröken Júlíu og sá þessa líka hrikalega flottu peysu og mátaði og keypti. Svo nú verð ég að rukka drenginn um peysuna. Allt honum að kenna. Heyrirðu það. ha. En nú held ég að ég fari og leggist á mitt græna, er held ég alveg við það að fara úr kjálkaliðnum.
Yfir og út krúsarknús..

Engin ummæli: