laugardagur, maí 21, 2005

Ég er syfjuð og

Evrovision er búin. Hélt með Lettum, Möltu og Dönum. En það dugði ekki til. Finnst þetta lag sem vann svona hálfgert Amerískt píkupopplag og er ekki að fíla það. Fór með Sillu í bíómynda upptökur í morgun og vorum við mættar á svæðið klukkan SJÖ. Svo nú er frúin frekar sibbin. Og er alveg að fara að lúlla. Náði svo í Örn Aron og Mikael Orra og skunduðum við hin kátustu í húsdýragarðinn í boði Stöðvar 2. Shitt man. Geri þetta sko ekki aftur. Það var gjörsamlega pakkað þarna og biðröðin í pylsurnar taldi örugglega 100 manns. Svo ég bauð honum bara í sjoppuna og keypti pylsu og gos þar. Nennti sko ekki að standa þarna í klukkutíma fyrir fría pylsu og gos. Ó nei. Ekki hún ég. Guðný vinkona kom hér í gær og dobblaði mig að koma með sér að skoða íslenska tík, 3ja ára gamla sem átti að deyða vegna þess að eigandinn gat ekki haft hana þar sem hann býr. Og að sjálfsögðu tók hún tíkina heim með sér. Obboslega sæt og ótrúlega róleg og góð. En eitthvað er ég andlaus þessa dagana. Enda hér allt í hershöndum. Er gjörsamlega að gefast upp á þessu endalausa drasli hér. Með baðkar, klósett, vask og allt sem til baðherbergis þarf á stofugólfinu og fer orðið bara í þunglyndi að vera innan um þetta dót. En nú kemur píparinn á mánudaginn og þá fer þetta vonandi að ganga.

Laters...............

Engin ummæli: