laugardagur, september 17, 2005

Vinnuvikan

á enda og dásamleg fríhelgi framundan. Ein vika eftir fyrir stöðvu og finnst mér það frekar leiðinlegt. Þá taka þessar dæmalaust leiðinlegu næturvaktir við aftur. Búin að tala við starfsmannastjórann og biðja um dagvinnu. Hann hélt að það ætti ekki að vera neitt vandamál. Svo er bara að bíða og sjá hvort það sé rétt eður ei. Er í augnablikinu alveg komin með upp í kok á vaktavinnu. Vil bara dagvinnu, 8 til 4. Hljómar yndislega. Frí allar helgar og kvöld. Svona eins og venjulegt fólk. Búin að vera þarna núna í 4 ár alveg rétt bráðum og komin tími á breytingar. Sótti um vinnu á Lansanum sem nokkurskonar umsjónarmaður veitinga. En alveg dæmalaust illa borgað, en góður vinnutími. Efast samt um að ég taki því þó að mér verði boðið það. Má eiginlega ekki við því að lækka um 40 þúsund kall á mánuði. O nei o nei. Fórum skötuhjúin í leikhús í kvöld ásamt turtildúfunum Sillu og John. Sáum Alveg briljant skilnaður með Eddu Björgvins. Og það verður nú bara að segja eins og er að þetta er sko alveg briljant stykki. Hlógum okkur máttlaus og svo mikið að manni var orðið illt í kjálkunum. Mæli eindregið með þessu verki. Og Edda er alveg meiriháttar. Heldur manni alveg við efnið í 2 klukkutíma. Held að þetta hljóti að vera hrikalega erfitt. Standa svona ein á sviðinu allan tímann. Fórum svo á Kringlukránna og fengum okkur froðukaffi. Hrikalega gott. Við stöllurnar áttum að mæta og vera statistar á upptökum hjá Stelpunum í fyrramálið, en þar sem Sillan hefur svoooooo mikið að gera slaufuðum við því. Ég nennti ekki að fara ein. En aldrei að vita nema við druslum okkur á sunnudaginn. Hún vill endilega að við komum þá. Þ.e.a.s. Sú sem reddar þessu dóti. Fór á kóræfingu á þriðjudaginn. Þá fyrstu þennann veturinn. Var frekar lost eftir æfinguna. Nú er alveg ljóst að Gospelsystur Reykjavíkur eru að líða undir lok í þeirri mynd sem við erum í dag. Síðasti veturinn og ekki laust við að ég finni fyrir smá sorg í hjarta. En samt dásamlegt að hitta stölllurnar aftur þó að nokkrar hafi vantað. Svo nú er spurnig hvort ég ekki bara skelli mér með Sillu í Létturnar. Ætla allavega að fara í prufu á þriðjudaginn og sjá hvernig mér líst á og hvort Jóhönnu litist á mig. Þetta verður að virka á báða bóga, er það ekki. Eitt er alveg víst og það er að sönglaus verð ég EKKI. Sé ekki fyrir mér að ég yfirleitt funkeri sem kórlaus kona. Ekki aldeilis. En nóg um það. Held að nú sé komin sveftími á frúna.
Datt í hug að setja hér inn myndir af okkur stöllum, Guðnýju og mér. Önnur tekin á gamlárskvöld síðasta og svo hin núna á Leifstöð á leið til Portugal. Eins og sést er smá munur á minni. Enda munar um 33 kíló. hehehe... Mátti til með að monta mig aðeins.
Yfir og út krúsarknús....................

Engin ummæli: