allt er þetta að ganga upp hér á bæ. Loksins. Að mestu búið að flísaleggja veggina og skáparnir komnir upp. það er að segja kassarnir. Daði var í bjartsýniskasti hér í dag og þykist ætla að klára þetta á morgun. Mikið ósköp sem ég verð glöð ef það tekst hjá kalli. Þeir eru búnir að vera hér pung sveittir allir þrír til að þetta gangi sem hraðast. Pabbi, Daði og Diddi. Ótrúlega duglegir. Ég hef svona aðeins reynt að halda í við rykið, en hef eiginlega komist að því að það er vonlaust dæmi. En mömmu gömlu er farið að klæja í puttana að koma hér og MOKA út með mér. Vonandi að við getum byrjað á því á fimmtudaginn. Er núna í þjálfun hjá Stöðvunni, læra á pönntunar systemið og tölvudýrið. Fannst þetta nú frekar mikið í morgun þegar ég fór í fyrstu kennslustund. En sjálfsagt er þetta ekkert mál. Bara að láta vaða. Fæ tvær kennslustundir í viðbót, á morgun og fimmtudaginn. Helgarfrí og svo bara byrja á mánudaginn. 2 alt partý hjá Sillunni á laugardaginn, og sýnist á öllu að flestar mæti. Mikið stuð og mikið gaman. Byrjar klukkan sex með sexara. hehehee.....
Laters.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli