föstudagur, júlí 22, 2005

Jæja þá er frúin komin í sumarfrí

Og ekki seinna að vænta. hehehe... Mikið sem ég er glöð að vera komin í frí. Og nú framundan eru bara útilegur hjá mér og syninum. Ætlum á morgun að skunda í Everest og Útilíf og fjárfesta í tjaldi og öðrum viðeigandi útilegbúnaði. Jejeje... Hlakka bara til þess. Fór í dag og keypti mér smá handavinnu, þar sem lopapeysan er komin í hús varð konan að versla sér eitthvað að gera. Svo er þrifadagur hjá Olgu á morgun líka svo nóg er að gera. Er að prufa kerfið hjá 123 og svona er að spá í að færa mig. Líst bara vel á þetta hjá þeim. 123 prufan Endilega að kikka á þetta. Allt voða einfalt í sniðum og þægilegt. Mar fær frítt í einn mánuð til að prufa. Og hvaða vesen er þetta nú á commentinu hjá Halocan. Hmmm Skil bara ekkert í þessu dóti núna. Hef annars frekar lítið að segja akkúrat þessa stundina. Klukkan næstum orðin morgun og löngu komin tími til að skríða í bólið og hitta draumaverur, álfa og tröll. Sillan búin að versla tjaldið og fleira svo klára ég þetta á morgun og svo skundum við bara af stað í næstu vikur. Eða er það ekki ??????? En eitt er víst, og það er að rauðu tútturnar verða með í för.
Laters...........

Engin ummæli: