laugardagur, október 01, 2005

Hálf fullt glas

eða hálf tómt glas. Það er spurningin. Hauksi og Siggi svo gjörsamlega búnir að taka mig í gegn í vinnunni að ég þorði orðið varla að opna munninn. Sama hvað ég sagði, þá heyrðist í öðrum hvorum þeirra. Já,já hálf tómt glasið hjá þér núna. Og ég sem tel mig vera svooooooooo jákvæða manneskju. Kanski mar ætti að fara að skoða hug sinn. Allavega nú ætla ég að hafa hálf fullt glas. hehehe.... Á bara eina vakt eftir á minni elskulegu Select stöð, byrja á þriðjudaginn á nýja staðnum. Kvíði smá fyrir en þetta verður vonandi bara fínt. Allt öðruvísi vinna og sona. Og vinnutíminn algjört nammi. Er svo að spá í að taka kvöldstubb annað hvert föstudagskvöld á Bústaðaveginum svo ég þurfi ekki að klippa naflastrenginn alveg í sundur. Þá er vaktin frá hálf sjö til hálf tólf. Ekki svo slæmt það. Og þá fær mar að hitta gengið í leiðinni. Jamm er bara að spá í það. Gengur náttla ekki að missa algjörlega tengslin við beikon pylsurnar. Svo ég tali nú ekki um kartöflusalatið. Neibb, dont think so.... Heyrði í Diddu minni besta skinn í gær. Og nú er hún að spá í að flytja aftur. Er ekki alveg að fíla sig þarna. Ætlar að færa sig aðeins nær bænum. Vona bara að þau finni sig þar. Þau eru bara elskuleg bæði tvö.. Ætla að skreppa á morgun og skoða íbúð í vesturbænum, tek mömmu með. Spúsinn neitar að koma með mér. Finnst alveg drepleiðinlegt að standa í þessu. En ef mér líst vel á þá ætlar hann að koma með mér aðra ferð. Svo nú er bara að bíða og sjá. Allavega kæmi þetta sér rosa vel. Í næstu götu við nýja vinnustaðinn minn. Svo þá gæti mín bara labbað í vinnuna. Og snúllinn hennar mömmu sinnar hjólað út í KR. Hljómar vel, er það ekki. Jóna Hlín, Guðrún og Sillan búnar að svara klukkinu mínu. Er bara ánægð með stelpurnar mínar. Svo nú bíð ég bara eftir hinum. Koma so...
En nú ætlar mín að skríða í bælið og sofna út frá sinfoníunni sem þar hljómar. Hrot hrot.
Yfir og út krúsarknús.

Engin ummæli: