fimmtudagur, apríl 13, 2006

Smá klikkelsi í gangi



en ekkert sem ekki má laga. Í bloggspurningarprófinu hér á undan vantar aldurinn sem á mig límdist. En ég er sem sagt 20 til 29 ára. Ekki slæmt það. Páskafrí í kórum vorum og mín þarf að læra smá mikið. Fyrir Vox hlutann. Eitt stykki indjánalag, Vilju lag og eitt annað sem ég man ekki hvað heitir og mér til mikils hryllings var ég að fatta það að ég hef sennilega aldrei heyrt það, því að ég á ekki nótur af því. Svo nú verð ég að redda mér þeim í þessu páskaleyfi voru og reyna að fá einhvern til að pikka það inn fyrir mig. Good luck my darling Gunnsa. Gospel hlutinn að mestu komin inn enda ekki seinna að vænna þar sem er ekki nema rétt korter í tónleika. Líka komin í páskafrí í vinnunni. Ligga ligga lái. Mæti næst á þriðjudag.Vinn tvo og frí í einn, vinn í einn og frí í tvo. Hvað getur maður beðið um meira. Segi ekki meir. Litla músin mín hann Mikael Orri kom hér í kvöld á meðan mammsan hans fór í klippingu og lit. Borðaði hér kvöldmat með puttunum og klíndi og kreisti. Mikið fjör. Aldeilis gullmoli þar á ferð. Fæ alveg sting í hjartað þegar ég sé hann. Algjörlega fullkominn og yndislegur í alla staði. Sofnaði svo í fangi ömmu sinnar yfir sjónvarpinu og leið okkur voða vel svona saman.



Keypti mér buddu sem ekki er nú í frásögur færandi nema vegna viðbragða sonarins. And I cote. " Mamma, þú ert að verða 46 ára. Þetta er fyrir svona 20 ára." End of cote. Hehehehe.... Hún er semsagt fjólublá og loðin. Ég gat nú ekki annað en hlegið smá af drengnum. Þvílílk viðbrögð. Og orð þessi voru sögð af mikilli innlifun. Bóndinn situr hér og hrýtur í Lata strák eins og venjulega. Spurning hvort ég verði ekki að skila öðrum stólnum. Það er að segja hans stól. Ekki sef ég hér öll kvöld. Jónas hinn danski kom hér síðasta laugardagskvöld og áttum við góða kvöldstund saman. Yndislega ljúfur og góður strákur þar á ferð. Var eiginlega að fatta það að hann er bara þremur árum yngri en ég. Og fékk nett sjokk. Hann passaði fyrir okkur hana Lonni hér á árum áður og þá var hann bara BARN. Sléttur unglingur. Og mín svona líka fullorðin. Hmmm, er ekki alveg að skilja þetta dæmi. Ég fæ allavega ekki fjóra út úr þessu 2+2.
Og nú nenni ég ekki meir.
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, apríl 08, 2006

Alltaf jafn ung í anda. En ekki hvað.

You Are 29 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


Og þá er Idolið búið að sinni. Og mikið var ég glöð. Splæsti mínu atkvæði á Snorra og fannst hann bara flottastur. Samt voru þau bæði rosalega góð, en jafnfram mjög ólíkir söngvarar. Og ég fílaði Snorra betur. Svo mín er sátt. Og svo að öðru. Þar sem spúsi minn hefur farið mikinn undanfarið um skófargan frúarinnar, tók ég mig til í dag og kíkti á safnið. Og endaði með því að henda fjórum pörum og setti önnur tvö í poka og hengdi á hurðina hjá Gurrý hér við hliðina. Fínir skór en ég bara búin að eiga þá OF lengi og nenni ekki að nota þá meir. Svo góðmenskan kom upp í mér og ákvað að hún mætti eiga þá ef hún vill þá. Annars bara fara þeir sömu leið og hin pörin. Það er að segja í ruslarennuna. Mamma og pabbi flogin frá vor ylhýra. Komin til Danaveldis þar sem siglt skal á skútu þeirra mektarhjóna Lilju og Guðjóns vinafólks foreldra minna. Og skal sú sigling standa yfir í mánuð eða svo. Vona svo sannarlega að þau eigi góða daga eiga það svo sannarlega skilið. Og nú ekur mín bara um á jeppa föðursins. Oh my god. Það verður sko ekki auðvelt að skila drossíunni þegar þau koma til baka. Geri það sjálfsagt með tár á kinn og sorg í hjarta. Kíkti aðeins á Spánardrósina í gær, í nýju fínu íbúðina í Gettóinu. Ferlega sæt og rúmgóð íbúð. Ekki að sjá á henni að hún sé í Gettói. Gaman að hitta hana aftur, þ.e.a.s. Jónu, ekki íbúðin hef heldur ekki hitt hana áður. Allt of langt síðan við hittumst. Vonandi að heilsan fari nú að heilsa upp á hana þessa elsku. Gott í bili
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, apríl 01, 2006

Löngu orðið tímabært að skrásetja líf vort hér.

Annað hvort gerist ekkert í mínu lífi, eða þá að það er alltof mikið að gera. Og hvort haldið þið svo að það sé. Júbb, mikið rétt það síðarnefnda. Það er endalaust eitthvað um að vera. Má þakka fyrir að vera heima eitt kvöld í viku. Er eiginlega farin að þrá eina viku heima öll kvöld. Fór nottla í saumabústað síðustu helgi og mikið hrikalega skemmtum við okkur vel. Eins og von var á. Potturinn mikið notaður. Mikið drukkið og sungið. Sing star að sjálfsögðu með í för. En ekki hvað. Gengur nottla ekki að fara í saumabústað án þess. Þó svo að engin vilji syngja í dótið nema moi og Kolla beib. Væri nú alveg að fíla það að fá Íslenskan Sing star disk. En á svo sem ekki von á að það gerist í nánustu framtíð.
Smá fílingur í gangi hér. En mikið djö.... var kalt í kofanum mar. Eins og sést á sængum vorum í sófa vorum. Nú svo kóræfingar á þriðjudag og miðvikudag. Beint á Mirandas kynningu hjá Sillunni minni eftir þá seinni. Heima í gær og svo til Olgu í Idol gláp í kvöld. Leikhús annað kvöld í boði Hrannar. Ég er míns eigin kona. Tónleikar hjá Karlakórnum á sunnudag og ma og pa í mat á sunnudag. Svo ekki leiðist minni. Vinnumálin komin á hreint, og byrja ég í Garðabænum hjá 10-11 á mánudag. Fékk launahækkunina svo ég er búin að slaufa nýju vinnunni. Eitthvað líkt Vúhúúúú braust úr barka mínum þegar Idol kostningin var komin á hreint. Fannst Bríet Sunna ekki alveg vera að gera sig í kvöld. En nú er mar í vondum málum. Með hverjum á ég að halda næsta föstudag. Finnst þau bæði æði sem eftir eru. Var ekki að fila Heiðu í kvöld. Ekki frekar en önnur kvöld. Gjörsamlelga þoli ekki þessar handahreyfingar hennar. Dettur helst í hug spasmi þegar ég sé hana. Sorry, en svona er þetta bara. Búin að staðfesta ferðina til Italíu með Gospelnum. Oh my good hvað ég hlakka til. Verst að Sillan mín verður ekki með í för. Hefði svo gjarnan viljað hafa hana með. Það er sko ekki lognmollan í kringum hana þessa elsku. Fékk smá hurðarskell í síðustu viku. Mín fór að pissa rauðu. Og sjokk dauðans í gangi á þessum bæ. Ég er nefnilega löngu hætt að hugsa sem svo að þetta kemur bara fyrir aðra en ekki mig. Er búin að fá svo marga hurðaskelli að þegar eitthvað kemur upp hugsa ég, já það hlaut að koma að því. Fór í nýrnamyndatöku á miðvikudag og var sagt að hringt yrði í mig seinni part sama dag. En nei. Heyrði ekkert fyrr en korter í brottför í saumabústaðinn. Nýrun ótrúlega flott og ekkert þar að sjá nema nýru. Svo nú skyldi senda frúna í blöðruspeglun. Og hana nú. Leist nú ekkert á það. Ææææææjjjjææææ. Ekki gott. Blöðruspeglun í gær and I´m clean. Nothing to see down there. Jey... Bara sprungin æð eða eitthvað. En það get ég sagt ykkur að ég var sko búin að jarðsyngja sjálfa mig svona 30 sinnum. En nú er þessi hættan liðin hjá svo Don´t worry be happy. Lonni og Baldur búin að fá aðra íbúð. Svo nú eru fluttningar í næstu viku. Flytja alla leið á næstu hæð fyrir neðan. Þægilegt það. 3ja herbergja íbúð. Gott mál. Og þá ætti mar að vera laus við fluttninga af þeirra hálfu næsta áratuginn eða svo. En nú er mál að linni. Komin bóltími.
Yfir og út krúsarknús...............

fimmtudagur, mars 23, 2006

Líkþorn!!!!!!!!!!!!!!!!

Jebb, líkþorn á hæl mínum fagra. Ekki að spyrja að því. Svo nú er að skunda í apótekið og kaupa líkþornsplástur. Finnst einhvernvegin að það séu bara gamlar konur sem fá líkþorn, en ég er ekkert gömul svo sú kenning stenst ekki lengur. Sumarbústaðaferð saumaklúbbsinns síkáta framundan. Jibbýjey. Heitur pottur, rauðvín, Sing star með Kollu í aðalhlutverkinu og Hljómar. Þeir eru okkur kellum mjög kærir. Keypti mér ilmvatn í dag. Liljan mín fann konu á Barnalandi sem er að selja Viktoria´s secret vörurnar og keypti fyrir mig Love spell. Svo nú lykta ég eins og nammi. Mmmmmm svoooooo góð lykt af því. Spurning hvernig bóndinn bregst við nýju lyktinni. Kannski hann éti mig barasta. Og svo elsku bestu bestu sem mig þekkja og dá. Mín er í söluátaki fyrir kórinn og sonurinn fyrir fótboltan. Ef ykkur vantar skeinir eða eldhúsblöð, lax, rækjur eða bekkjarýjur, endilega kommenta á mig og ég hef samband. Plíssss. Þið sko bara vitið ekki hvað það er gott að eiga fulla geymslu af skeinir. Losna við að bera þetta úr búðinni. hehehe.... Grínlaust alveg satt. Frí heimsendingarþjónusta og gleðin að sjá moi..... En nú skal ég í ból. Vinnan á morgun.
Yfir og út krúsarknús.....

mánudagur, mars 13, 2006

Jæja frúin öll að koma til.

Hreystra reyndar eins og fiskur á þurru, á handarbaki mínu hægra. Táin orðin góð og hausinn eins góður og hann getur orðið. hehe...Fór á Öskubusku á laugardaginn með Sillunni minni. Skemmtileg sýning og fjörug. Bergþór hélt sýningunni uppi að mínu mati og Davíð og Garðar Thor voru líka mjög góðir. Kvennraddirnar fundust mér frekar máttlausar og slappar. En það er bara mitt álit. Svo náttla Idolið. Alveg tímabært að Ingó fær heim. En erfitt er þetta orðið. Öll mjög góð sem eftir eru. Annars er þetta orðin spurning um það hvort þetta sé söngvaraleit eða dómaraleit. Held að dómararnir hafi aldrei verið eins skemmtilegir og þetta seasonið. Palli og Einar algjörlega að slá í gegn og Bubbi never better. Sigga siglir bara sinn sjó og er alltaf eins. En strákarnir my oh my. Love them. Hringdi í morgun á heilsugæsluna til að panta tíma hjá heimó doctore en nei mín kæra, má ekki bóka tíma hjá honum fyrr en tuttugasta og eitthvað mars. Þetta er eins og að panta tíma hjá kónginum að fá tíma hjá honum. Hef spáð í að skipta um lækni en nei mín kæra, þeir liggja sko ekki á lausu. Mér er nebbilega farið að vaxa horn. Jabb horn. Og það neðan úr hælnum. Ákvað að láta líta á þetta áður en halinn kæmi líka. Á að prufa að hringja á miðvikudaginn og kanski, bara kanski ef ég er heppin gæti ég fengið tíma hjá öðrum lækni. Læknamafían hvað. ha. Fór að skoða íbúð á Seilugranda í dag. Ferlega sæt og krúttleg íbúð. Hentar mér að öllu leyti nema einu. Og það er stofan. Eða það er að segja sýnishornið af stofu. Hefði þurft að losa mig við lötu strákana og hillusamstæðuna. Og það er sko ekki í myndinni. Lötu strákarnir fylgja mér og hana nú. En nú skal jeg lulle.
Yfir og út krúsarknús.............

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hrakfallabálkur dauðans.

Jebb that´s me folk´s.
7 ára og ný flutt í Miðstrætið frá Efstasundinu. Og það er verið að byggja rosa stórt hús á horni Bókhlöðustígs og Þingholststrætis. Og að sjálfsögðu erum við krakkarnir alltaf að klifra þarna. Enda bannað. Svo koma tvær vinkonur frá Efstasundi í heimsókn til mín einn sunnudag og ekki líður á löngu áður en ég segi þeim frá þessum flotta kastala sem er svoooooo gaman að príla í. Og við þangað að sjálfsögðu. Og þar sem ég náttla þekkti hvern krók og kima þessa kastala fór ég fyrst inn. Við ætluðum semsagt að fara inn í kjallarann. En til þess þurfti að hoppa niður úr glugga. Og ég inn með rassinn á undan, einhver spýta lá þarna eftir endilöngu gluggasyllunni, og þegar ég læt mig falla til að hanga á spýtunni þá bara krass. Spýtuskrattinn var laus og við hlunkuðumst báðar tvær niður. Spýtan brotnaði ekki en ég braut úlnlið hægri handar og það báðar pípurnar. Og þarna grenjuðum við allar í kór. Ég af sársauka en Adda og Gunna af hræðslu. Því að þær ætluðu aldrei að ná mér upp aftur.

8 ára úti í Danmörku hjá ömmu. Og hjá ömmu átti ég rosa flott rautt hjól. Amma átti heima í blokk og við annann gaflinn á blokkinni voru snúrustaurar. Úr járni með fjórar fætur. En gallinn var bara sá að þær voru ekki steyptar fastar heldur stóðu á einhverjum steypuklumpum. Og víííí hér kem ég á fullri siglingu á fína hjólinu og ætla svo að beygja á milli húss og staura, en nei. Þá höfðu staurarnir eitthvað færst nær húsinu og mín krassaði. Með vinstri hendi upp að húsinu og braut úlnlið vinstri handa og það báðar pípurnar.

9 ára og enn í Miðstrætinu. þessu yndislega gamla og fallega húsi. Nema að í ganginum niðri var svona risa stór pottofn. Muniði þessi rosalegu þungu. Og þessi var sérdeilis breiður og oft hafði maður setið á honum, það er að segja ef hann var ekki of heitur. En sem sagt þennan tiltekna dag stend ég fyrir framan ofnskömmina og er að myndast við að príla upp á hann, en næsta sem ég viss er að ég sit flötum fótum á gólfinu með skrattanns ofnin ofan á mér. Halló hver losaði ofnin. Shit hvað ég meyddi mig. Leggirnir á mér voru eins og flottustu randalínur, með fjólubláu kremi.




8-9 ára í afmæli hjá Rósu vinkonu í næsta húsi og við fórum í fullt af leikjum og þar á meðal hollinn skollinn. Eða heitir það ekki það. Allavega bundið fyrir augun á mér og svo snúið. En eitthvað varð mín ringluð, missti jafnvægið dett fram fyrir mig og lendi með augað á hornið á skenkinum. Glóðurauga frá helvíti.


Svipaður tími og ég fer í Vindáshlíð. Og þar hlaut ég formlega nafnbótina Hrakfallabálkur. Var að róla mér og rólan slitnar, ég lendi á rassinum og rólan bankar í haus og bak.


12 ára. Er að labba á grindverki. Gerðum ansi mikið af því þessum tíma. Alltaf að æfa jafnvægið eða bara eitthvað. Nema mín missir að sjálfsögðu jafnvægið og kloflendir á fjandans spýtunni


12 ára. Fer á skíði eða tunnustafi eða eitthvað álíka hér upp í móa. Voða dugleg, búin að fara eina ferð sem gekk svona glimrandi vel og svo aðra. En nei. Þá tók sig til eithvert andskotans grjót og skaust fyrir mig. Mín sem sagt krassa aftur og sit eftir með brotinn þumal.

13 ára. Er heima með vinkonu minni og við ætlum að poppa. Set smjörlíki í pott og svo stelumst við til að hringja. Eins og þið vitið af minni kynslóð hringdi maður aldrei nema fá leyfi fyrst. En hvað um það. Við hendum okkur upp í hjónarúm og liggjum þar og blöðrum í símann. Örugglega við einhverja stráka. Og svo veit ég ekki fyrr en bróðir minn kemur og segir, voðalega er skrítin lykt af þessu poppi. Obbosí. Við bara gleymdum poppinu. Hendist fram í eldhús farið að loga í potti og mín grípur pottinn traustataki og hendist fram á bað og set hann undir kalda vatnið. Kviss. Smjörlíkið þeyttist í allar áttir og þá sérstaklega á handlegginn á mér, vinstri. Pabbi kom og keyrði mig upp á slysó og þar mátti ég dúsa með handlegginn í vatni í 4-5 klukkutíma. Síðan svoleiðis vafin frá fingri upp að öxl. Eins og fílsfótur var hann. Hverjum dettur í hug að hlaupa með pottin úr eldhúsinu inn á bað. Ha. Engum öðrum en mér.


15 ára. Skíðaferðalag með Hólabrekkuskóla og það í 3 daga. Jeyyyy. Búin að fá lánaðar allar græjur svo nú átti að taka það. Æfði mig vel og lengi í barnabrekkunni. Og þá vildi kennarinn að ég færi í næstu brekku. Þessa þarna stórhættulegu. Og þar voru svigstangir eða hvað þetta nú heitir. Gengur bara vel í fyrstu ferð. Gerði allt rétt. Hægri vinstri. Hægri vinstri. En í næstu ferð tókst mér að vefja sjálfri mér utan um eina stöngina og endasentist á hausinn. Annað skíðið stakst ofan í snjóinn og öryggislæsingin sem á að opnast við svona tækifæri, tók upp á því að halda bara fast. Ætlaði sko ekki að sleppa mér. Þannig að fóturinn snérist ansi mikið. Hnéð á mér varð kolsvart á hálftíma og ummálið eins og á góðri bowling kúlu. Þetta gerðist eftir hádegi á föstudeginum svo mín mátti húka inni allan tíman


17 ára og ólétt af Lonni. Er að koma frá ömmu og afa í Miðstræti. Labbandi átti engan bíl. Hálka að sjálfsögðu. Húrrast á rassinn og renn niður hálfan Bókhlöðustíginn. Falleg sjón það með kúluna út í loftið. Svo bara hló ég eins og geðsjúk kelling.


17 ára og enn ólétt af Lonni. Er að koma heim á Hagamelin. Labbandi átti enn engan bíl. Og mín náttla að skoða svona í kringum sig og svo bara alltíeinu bamm. Haldið ekki að ég labbi á STÓRAN GULAN VÖRUBÍL. Halló. Gat hann ekki verið aðeins stærri svo ég sæi hann.


31 árs. Stekk inn í herbergi til Lonni og næ að krækja sjalfri mér í hurðarhúninn og missi jafnvægið, dett svona fram fyrir mig og til að reyna að halda jafnvægi byrja ég að dansa á milli draslsins sem liggur á gólfinu hjá heimasætunni, (enda sko nóg af því) og í öllum látunum rek ég tærnar svo skart í rúmgaflinn hjá henni að ég braut eina tá.


36 ára. Ættarmót í Vík í Mýrdal. Vorum í litlu húsunum þarna vinstra megin ef þú kemur úr bænum. Vorum með svona risa partýtjald og því var tjaldað í bala rétt fyrir neðan húsin. Ég er sem sagt að labba niður þessa brekku að tjaldinu á strigaskóm, grasið blautt og hált svo ég náttla renn og heyri "smell". Upp á slysó daginn eftir og þá höfðu trosnað sinar. Finn enn fyrir þessu ef ég beyti fætinum vitlaust.


Hmmm, hvað skyldi nú hafa orðið til þess að ég fer að rifja þetta allt upp hér. Jú mikið rétt. Mín bara stórslasaði sig ÞRISVAR í vinnunni í dag. Halló. Á mar ekki bara að vera undir sæng á svona dögum. Ég spyr.
Nr. 1. Er að laga mér kaffi og þar sem engin kaffikanna er á þessum dásamlega vinnustað mínum eru þetta svona frekar fornar afhafnir. Ég sem sagt sýð vatn í örbylgjunni, set kaffipoka í könnuna mína og helli svo þar í. Svo þarf ég að halda á pokanum á meðan kaffi lekur í gegn. Er svo búina að kuðla opið á pokanum saman í annari og held á bollanum í hinni og er að labba að ruslinu til að losa mig við pokann. En pokadruslan rennur mér úr greipum og hellist yfir hendina sem heldur á bollanum. Og nú er ég svo bólgin að hnúarnir sjást ekki. Feitur sviði fylgir þessu að sjálfssögðu og er það ástæða þess að ég er ekki sofandi núna.
Nr.2. Fer inn í grænmetiskæli að ganga frá vörum sem voru að koma. Tek eftir svona tryllu hrikalega þungri, svona til að lyfta brettum og dóti. Hún sem sagt stendur fyrir framan hurðina inn í kælinn. En ég er ekkert að spá í það. Kem svo út aftur og rek þá stóru tánna af alefli í tryllu drusluna og ég get svarið það ég missti andann. Shit hvað þetta var sárt. Nöglin á þessari tilteknu tá er nefnilega að strýða mér og vex aðeins niður í holdið. ARRRRRGGGGGG.
Nr.3. Fer og fæ mér sígó. Opna hurðina ekki alveg. Svona hurð eins og á bílskúr. Sest svo undir hurðina og drekk mitt kaffi(já ég tók sjensins og lagaði annan kaffi). Stend svo upp og bæng. Rek hausinn upp undir hurðina. Kúla þar.


Mikið sem ég er glöð að þessi dagur er á enda runninn.
Yfir og út krúsarknús. ................. Ætla að gá hvort ég geti ekki sofnað núna eftir allan þennan útblástur.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Ég er orðin hundleið

á þessu bloggútliti mínu. Langar að breyta algjörlega um útlit á þessari síðu. En er eitthvað rög við að byrja, skíthrædd um að tína einhverju sem ekki má tína. Spái í þetta seinna. Fór í dag og lét taka fínu neglurnar af mér. Fékk alltíeinu upp í kok af þessum nöglum. Og bara varð að losna. Oh það er svo erfitt að vera skvísa. Ég verð bara að segja það. Átum svo á okkur gat af baunum og saltara. Slurp. Gott, gott. Stelpurnar komu með sínar familýju og átu á sig gat okkur til samlætis. Lenti í soldið skemmtilegu í gær. Eins og alþjóð veit var nottla öskudagur og fullt af furðufuglum komu og sungu í búðinni hjá okkur, í tilefni dagsins. Nema að ég hleyp inn á bakvið til að ná í skiptimynnt og þegar ég kem fram aftur standa fjórar stúlkur við kassann. Þrjár þeirra saman og ein svona sér. Hélt samt að þær væru allar saman. Nema hvað að þessi sem stendur ein spyr hvort hún megi syngja fyrir mig. Og er það sjálfgefið. En eitthvað fer hún á taugum greyið og segist vera svooo feimin og ég eitthvað, nei, nei láttu ekki svona. Og bæti svo við. Því syngið þið ekki allar saman. Stúlkukindin horfir á mig eins og ég sé eitthvað skrítin. (Sem ég náttla er). Í því sé ég konu koma labbandi innan úr búð sem ég kannast við sem móður vinar Arnar Arons. Og ég alveg, nei hæ hvað ert þú að gera hér. Og hún bara fer að hlægja og segir. Hvernig líst þér svo á "dóttur" þína. Mín bara alveg eitt ??merki. Og þá heyri ég hlátur fyrir aftan mig. Og viti menn. þessar þrjár yndisfögru stúlku voru sem sagt sonur minn Örn Aron, vinur hans Valgeir og bróðir hans Einar. Halló. Ég horfði á Örn og ég þekkti hann ekki. Ekki einu sinni þótt ég vissi að þetta væri hann. Minni er sko farið að förlast. Einu sinni mér áður brá. Ótrúlega flott gervi hjá Guðrúnu mömmu drengjanna. Jæja best að fara og sofa úr sér saltið.
Yfir og út krúsarknús............

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Úff púff

Heldur betur ekki að standa mig í þessu bloggi þessa síðustu og verstu. Fullt samt að gerast og nóg að gera. Engin hætta á að mér leiðist. Fór á föstudaginn síðasta á frumsýninguna á Blóðböndum. Svona lala mynd. Ekki mikið að gerast í henni fyrir utan nú það að minni bregður fyrir í svona 0,5 sekúndur. Já,já orðin fræg og alles. hehe.... Umhugsunarvert efni sem myndin tekur á en ósköp langdregin og svo bara búin. Gerist í sjálfu sér ekki neitt. Big cero.... Ýmislegt að bralla í sambandi við vinnuna og svona, er að spá í að hætta við að hætta og hætta við nýju vinnuna. Er enn eina ferðina að gæla við hugmyndina um skólagöngu í haust. Og ef af henni verður er ekki svo sniðugt að skipta um vinnu núna. Var svo með litla gullið mitt hann Mikael Orra um helgina. Lúllaði hjá ömmu sinni. Algjörg mús og hvers manns hugljúfi. Svaf eins og engill alla nóttina. Rétt rumskaði einu sinni og fékk lellann sinn og steinsofnaði með það sama aftur. Bollukaffi hjá Lilju og Dadda á sunnudaginn like always. Og nú er þetta að verða aftur eins og í "gamla daga". Allt fullt af litlum krílum. Vörutalning í vinnunni á föstudagsnóttina og mín lofaði að mæta. Svo mar sefur sjálfsagt laugardaginn af sér. Öskubuska næstu helgi og sumarbústaður með saumó helgina þar á eftir. Segiði svo að mar geri aldrei neitt. Hmmm. Mætti samt dreifast á lengri tíma. En þetta er svona . Allt í einu eða ekkert. Og svo er mar alveg búin á því þegar törninni líkur. Idol spædol. Gæsahúð dauðans þegar Ína söng. Oh my god. Hrikalega góð og Nana. Halló. Hún var gjörsamlega geggjuð. Og loksins fór réttur maður heim. Alveg kominn tími á Eirík. Og svo eru allar líkur á því að Lonni og Baldur séu að flytja. Halló. Aftur og nýbúin. Heldur þetta fólk að maður hafi ekkert annað að gera en að flytja það á milli hæða. hehe. Bara að grínast. Veit samt ekki hvort ég eigi neitt að tjá mig um þetta mál hér. Maður veit aldrei hver les og það gæti mögulega þá bara skemmt fyrir þeim. En það get ég sagt ykkur að ég hef sko fullt um málið að segja. Og ekki allt jafnfallegt. En ekki meir um það. Litla snúllan þeirra dafnar alveg eins og best verður á kosið. Drekkur og sefur þess á milli. Orðin algjör bolla. Engar baunir eða saltari hér í kvöld. Höfum frestað þeim fram á fimmtudag. Ómögulegt að éta svona mat á kórkvöldi. Svo ég á gúmmulaðið eftir. Hlakka sko bara til. Ítalíu fundur eftir kóræfingu í kvöld. Fjáröflunarnefndin með ýmislegt upp í erminni. Og ef þetta verður allt samþykkt kostar ferðin hverja konu rétt um 23 þúsund. Jibbý jey....Og hver getur sleppt því.Eins gott að mar fari með því Rannveig hefur hótað að fara ekki ef ég fer ekki. Pressa maður minn. Svo nú verðið þið að versla eins og brjáluð við mig og hananú... Dreif mig svo til Ríkeyjar á föstudaginn síðasta og eins og alltaf kemur ný Gunnsa út frá henni. Ógeðslega flott á mér hárið núna. Og nú er ég hætt
Yfir og út krúsarknús.........

laugardagur, febrúar 18, 2006

Alltaf sama sagan á þessum bæ.

Komin helgi og mín vakandi fram eftir öllu. Ekki að spyrja að því. Við mæðgin skruppum til Olgu í Idol gláp og ég er gjörsamlega yfirgengin af hneykslan. Come on. Hvað er í gangi með þessa þjóð. þessar þrjár sem lentu í neðstu sætunum eru með þeim sterkari þarna. Halló. Eiríkur og, sorry to say því ég held mikið upp á hann, Snorri áttu að vera þarna báðir tveir. Alveg sammála Bubba. If you can´t make it then fake it. Það sást langar leiðir að Snorri var ekki að fíla þetta Diskó. En þetta er ekki spurning um það. Survivor er málið honey. En oh ny god. Var Alexander Aron æði eða æði. Shitt mar. Ég var eins og fjórtán ára gelgja þegar hann fór í splittið. Veinaði upp og alles. Hann var gjörsamlega brjálæðislega flottur. En nóg um Idol í bili. Nú er það Evróvisjón
(eins og þeir segja), á morgun. Kæmi mér virkilega á óvart ef Silvía Nótt vinnur ekki þessa keppni, svo Birgitta getur bara haldið annan krísufund heima hjá sér með kaffi og kleinum. hehehe.... Er að spá í að skreppa í Mosóið og horfa með Guðnýju og Sigga á tjaldinu stóra. Heyri í henni á morgun og tékka hvort þau séu bissy eður ei. Annars væri ég líka alveg til í að senda Regínu Ósk þarna út. Ógeðslega flott stelpa, með beautiful rödd og lagið hrikalega flott. Verð svo að fara að drullast til að panta tíma hjá henni Ríkey minni í lit og klippingu. Og PLOKKUN. Er komin enn og aftur á þann stað að nú get ég farið að flétta helv.... augabrúnirnar. Þoli þær ekki. Öskubuska næsta föstudag með Sillunni minni. Hlakka alveg svakalega til. Bara heyrt gott um þá sýningu. En nú er komið að bóltíma. Góða nótt ljúflingarnir mínir.
Yfir og út krúsarknús...........

laugardagur, febrúar 11, 2006

Jæja klukk og klukk

Ætli það sé ekki best að svara þessu klukki, áður en einhver annar nær að klukka mig. Sillan mín og Ása mín búnar að klukka mig með sama klukkinu. So hir æ gó...

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Sjoppukellling i Breiðholtskjöri
Snýtari og skeinari á Skálatúni
Bílstjóri á DV
Búðarkona á Select og 10-11

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Dirty dancing
Öskubuska
Gone whit the wind
Scarlet ok veit það eru þættir en só vot

4 staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík 101
Reykjavík 107
Reykjavík 111
Reykjavík 109

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Judging Amy
Grey´s Anatomy
Survivor
Amazing race

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Danmörk
USA
Portugal
Around Iceland

4 síður sem ég skoða daglega:
Barnalandið hjá barnabörnunum mínum yndislegu
Sillu blogg
Fasteignavefur MBL
Hin bloggin á linkum hjá mér

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Skyr.is með mangó
Skyr.is með bljáberjum þetta nýja
Kújlli
Fiskur

4 staðir sem ég vildi hlest vera á núna:
Köbenhavn
Portugal
Sumarbústað
USA

4 bloggarar sem ég klukka
Harpa smarta
Spánardrósin
Guðrún Valdís
Klemens de la Grand.

Var annars að koma úr saumaklúbb. Fengum þar þessar líka rosalega góðu fiskibollur úr Fylgifiskum að austurlenskum hætti. Og þær voru hrikalega góðar. nammi namm. Slatti af rauðu fylgdi með. Gott að ég labbaði til Hrannar. Stoppaði heldur lengur en til stóð, svo ég sé fram á það núna að ég verði að skrópa á kóræfinu í fyrramálið. Er ekki alveg að sjá það að ég vakni fyrir átta til að mæta níu. En það verður bara að hafa það. Og nú er ég farin í bælið
Yfir og út krúsarknús.....

mánudagur, febrúar 06, 2006

Long time no skrif

En sona erida bara. Eða þannig. Svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið. Reyndar búið að skíra litlu snúlluna. Og hlaut hún nafnið Þórunn Emilía. Voða fallegt.




Og ein að lille familý. Og litli kallinn minn búin í sínu prógrammi. Kominn með rör í eyrun og kúlurnar komnar á sinn stað. Farinn að hlaupa út um allt. Algjör knús. Við erum voða góðir vinir. Nú ég gerðist hin myndarlegasta og fór í klukkutíma göngutúr með syninum í gærkvöldi og er með nettar sperrur í aftanverðum kinnum og kálfum. Var búin að sitja hér alla helgina og glápa á video og prjóna eins og brjáluð kelling. Afrekaði svo með hléum að skipta á rúmum og þvo þvott og svona. Svo eftir kvöldmat settist ég að sjálfsögðu aftur í lata strák og þá bara eins og fann ég að eitthvað var að brjótast út úr afturendanum á mér, og mér til hryllings fattaði ég að þetta væru rætur, sem væru að skjóta sig fastar við lata strák. Svo ég dreif mig með erfiðismunum upp aftur og út áður en ég festist. Svo nú er stefnan að ganga smá á hverju kvöldi. Einhver sem bíður sig fram. Kanski Spánardrósin ha. Ertu með. En nú nenni ég ekki meir.
Yfir og út krúsarknús.

laugardagur, janúar 28, 2006

Smá update af frúnni.

Yes, ég er búin að fá nýja vinnu. Liggaliggalái. Byrja reyndar ekki fyrr en seinni partinn í apríl. En so be it. Fékk vinnu í apóteki. Lyfjavali nánar tiltekið. Ekki búið að opna það enn, en það opnar 1 mai. Eða eins og ég sagði þegar ég var að segja Olgu frá þessu. "Ég ætla að vera lyfjuð í Vinnuvali. Ekki einleikið með þessar mismælingar mínar. Jíses hvað ég hlakka til að hætta í 10 focking 11. Hef unnið í apóteki áður og verð að segja það að það er einhver sú skemmtilegasta vinna sem ég hef verið í. Kannski hafa vinnufélagarnir eitthvað um það að segja, en þar vann úrvals lið af frábærum stelpum. Skrapp annars til Olgu í Idol gláp í kvöld. Bríet Sunna kom sko engum strumpabólum fram á mér í kvöld eins og þegar hún söng englalagið. Vonandi að hún verði betri næst. Svo bara heim og er bara búin að vera að dekra við sjálfa mig. Setti á mig grænan maska frá Herbalife og leit út eins og geimvera með heimþrá. Svo í fótabað Mirandas og fótakremið góða á eftir. Rakaði á mér leggina. Ekki vanþörf á því. Gat orðið flétta helv.... hárin. Fór með mömmu í Kringluna eftir vinnu í dag í leit að stígvélum. Og einu stígvélin sem mig langaði í voru þau sömu og Lonni keypti sér. Mamma þurfti endilega að ropa því út úr sér að þetta væru þau sömu. Hún var nebblega búin að sjá þau en ekki ég. Svo ekkert varð úr þeim kaupunum. Just have to keep on looking. Verð helst að vera búin að fá mér þau fyrir sunnudaginn. En ekki meir að sinni.
Yfir og út krúsarknús....

Es. Hva ætlar engin að kommenta á mig í sambandi við ljósin í 10-11

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Það er sem ég segi

Það er alltaf allt eða ekkert. Núna er ég búin að vera að sækja um vinnur hingað og þangað og ekki fengið nein svör. Svo allt í einu í gær er ég boðuð í viðtal klukkan korter yfir níu í kvöld á tannlæknastofu. Fór þangað beint af kóræfingu. Á leiðinni þangað hringir í mig kall úr apóteki sem ég hafði sótt um í og boðar mig í viðtal á morgun klukkan fjögur. Klukkan hálf fimm á morgun á ég að mæta hjá 10-11 liðinu í viðtal. Og svo kóræfing annað kvöld. Gaman að vita hvort eitthvað kemur svo út úr þessu öllu saman. Leist mjög vel á þessa tannlæknastofuvinnu. Tvær konur með stofu saman, eða öllu heldur ungar stúlkur. Allavega mikið yngri en ég. Æðislegur vinnutími. Mán og þri frá 9-16 mið frá 8-16 fim frá 9-16 og annan hvern föstudag frá 8-2. Nammi namm. Líst rosa vel á þetta dæmi. Held nú samt að ansi margar hafi sótt um hjá þeim svo að nú er bara að krosslegja fingur. Svipuð laun og ég er með í dag, til að byrja með og svo meira aðeins seinna. Verð að reyna að druslast í Vouge á morgun að kaupa bleika borða í skírnarkjólinn, ekki seinna að vænna þar sem prinsessan á bauninni fær nafið sitt formlega á sunnudaginn. Voða spenningur í gangi. Hvað skyldi hún eiga að heita? Vona svo sannarlega að eitthvað komi út úr þessu vinnubrölti mínu. þessi birta í 10-11 er mig lifandi að drepa. Er orðið með hausverk upp á hvern einasta dag. Er ekki að fatta hvað þeir eru að pæla með alla þessa flúor lýsingu. Og ég er ekki sú eina sem tala um þetta. Fólk almennt kvartar undan lýsingunni í búðinni. Kannist þið við þetta. Endilega kommentið á mig með þetta. Er með óformlega könnun í gangi. Svara svo... Gospelsystur að fara til Itlíu í sumar og mín með nettan fiðring. Langar brjálæðislega með. Ef einhver þarna úti vill styrkja fátæka konu í Italíu ferð endilega láta mig vita. Farin að sofa.
Yfir og út krúsarknús.............

laugardagur, janúar 21, 2006

Long time no seen,.,,,

Eitthvað er letin að fara með mann þessa daganna. Eða kannski að neglurnar séu of langar til að pikka á lyklaborðið, eitthvað er það. Svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið undanfarið. Fór náttla til tannsa og hvað haldið þið. ha. Ég er sko 2 jöxlum fátækari. Búin að vera að drepast í kjaftinum alla þessa viku. Og fyrir þennann drátt mátti ég reiða fram 12 þúsund krónur. Findist nú bara að þessir kauðar ættu að borga okkur fyrir að fá að meiða mann. Sótti um vinnu hjá Íslandsbanka í gær og spennandi að sjá hvort eitthvað komi út úr því. Talaði líka við stúlku hjá 10-11 sem hefur eitthvað með mannaráðningar að gera og tilkynnti henni það að ég væri orðin hundleið á að standa við kassa allann daginn. Væri alveg til í að prufa verslunarstjórastöðu, stöðvarstjórastöðu eða jafnvel eitthvað á skrifstofunni hjá þeim. Hún hringdi svo í mig í dag og boðaði mig á fund næsta miðvikudag. Gaman að sjá hvað hún ætlar að bjóða mér, ef þá eitthvað. Fyrsta kóræfing ársinns á þriðjudaginn síðasta og mikið var gaman að hitta kellurnar aftur. Ákvað svo að prófa Voxin. MP bað mig að koma yfir og sló ég til. Fór á æfingu þar á miðvikudaginn, og svei mér þá ef ég á bara ekki eftir að fíla mig ljómandi vel þar. Mikið erfiðara, meiri sönglegar kröfur og ég held að það eigi bara vel við mig. Vel tekið á móti manni og svona. Já, leist bara vel á mig. Svo kemur bara í ljós hvað ég geri. Ætla allavega að gefa þessu sjéns. Var að horfa á Beloved á RÚV. Ótrúlega mögnuð mynd. Gaf mér ekki einu sinni tíma til að pissa. Enda bunan löng eftir myndina. Myndin líka í lengra lagi eða næstum 3 tímar. En vel þess virði. Svo er ég svona að velta því fyrir mér hver Sigrún vinkona móður minnar sé. Hún kommentar á mig í færslunni hér á undan. Málið er bara það að ég veit ekki til þess að móðir mín eigi vinkonu sem heitir Sigrún. Svo ef þú, þ.e.a.s. Sigrún, lest þetta endilega gerðu betur grein fyrir þér. Ég er óheyrilega forvitin kona og langar mikið til að vita hver þú ert. Við eigum það allavega sameiginlegt að ætla ALDREI að lesa bók eftir Steinunni Sig. aftur.
Yfir og út krúsarknús................

mánudagur, janúar 16, 2006

Gæti nú ekki verðið betra

You scored as I Love Lucy. you are I LOVE LUCY!!!! you are a little bit crazy, but you love and are loved by your family

I Love Lucy

75%

Bewitched

50%

The Brady Bunch

33%

*what OLDIE tv show are you???
created with QuizFarm.com



Held að mar sé alveg að tapa sér í þessu quizum núna. Annars búin að eiga góða og afslappaða helgi. Að öllu leyti nema því að það brotnaði upp fylling úr tönn og núna er ég að drepast í kinninni og tungunni. Get ekki beðið eftir því að fá tíma hjá tannsa á morgun og láta gæjann redda þessu. Hef engan trú á öðru en að hann reddi mér á morgun. Svo almennilegur kallinn. Skruppum svo aðeins í Mosó í gærkvöldi og þar rak ég augun í Öskubusku og var ekki lengi að fá hana lánaða. Sátum svo hér í kvöld mæðginin og höfðum það voða huggó. Ekki seinna að vænna. Drengurinn var að sjá hana í fyrsta skipti. Alltaf jafnhugljúf og yndisleg. Nammi namm. Loksins búin með jólabókina, Sólskinnshestinn hennar Steinunnar og o mæ god. Ömurlega leiðinleg. Skil ekki að það sé hægt að skrifa heila bók um EKKERT. Held núna bara áfram að lesa Kvenspæjarastofu númer eitt. Er á fjórðu bókinni og þær eru bara skemmtilegar.En núna ætla ég að fara að lúlla í hausinn á mér.
Yfir og út krúsarknús.....

Það býr eitt blóm fyrir vestan

You scored as Daffodil. Daffodil is a very Attractive flower... its a bright flower and can contrast as well as contridict its self...

Daffodil

89%

Iris

67%

Rose

56%

Dandelion

56%

Magnolia

33%

Poppy

22%

What Kinda Flower Are You...? (Iris, Rose, Dandelion... ect)
created with QuizFarm.com

föstudagur, janúar 13, 2006

I´m so pretty,

You scored as Sleeping Beauty. Your alter ego is Princess Aurora, a.k.a. Sleeping Beauty! You are beautiful and enchanting, and as sweet as ever.

Sleeping Beauty

88%

Goofy

75%

Pinocchio

63%

Peter Pan

63%

The Beast

56%

Cinderella

50%

Ariel

25%

Snow White

19%

Donald Duck

13%

Cruella De Ville

13%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com

Jamm og já . Er hún ekki sæt. Ótrúlega gaman af þessum prófum. Maður getur alveg gleymt sér í þeim. Fullt af allskonar dóti þarna. Ætlaði svo sem ekkert að blogga hér í kvöld. Átti bara leið framhjá tölvunni á leið í bælið og ákvað að tékka á hvort einhver annar hefði bloggað,. Sá þetta hjá Sillunni minni og mátti til.

Yfir og út krúsarknús.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Þá er mar búin að fara í fyrsta tímann í Afró

Og bara helvíti gaman. Mín stóð pliktina og kláraði dæmið með eindæmum vel. Annað eins hefur sko ekki sést í Kramhúsinu um áraraðir. Feitur sviti rann niður bak og læri, en hvað er það. Út í bíl og heim í sturtu. Ahhhh hvað þetta var gott. Hrikalega skemmtilegt líka. Kóræfingar byrja á þriðjudaginn í næstu viku og mikið hlakkar mig til að hitta allar kellurnar. Alveg hreint merkilegt hvað mar verður háður þessu kórastandi. Get bara engavegin hugsað mér að vera ekki í kór. Henti inn einni atvinnu umsókn í gær og svo er bara að sjá hvort eitthvað komi út úr því. Sonurinn byrjaður af fullum krafti að blogga aftur, og mikið þætti honum vænt um ef einhver nennti að kommenta á hann. Hann heldur nebbilega að enginn lesi það sem hann skrifar. Svo er hann alveg að gera mig bilaða. Hann stendur alveg fast á því að ég viti hvað lillan okkar á að heita. Og að ég bara vilji ekki segja honum það. Og þó svo að ég segi honum eins og er að ég viti ekkert um þetta mál þá bara trúir hann mér ekki. Heldur að við séum með samantekin ráð um það að hann einn megi ekki vita. En ég er farin að lúlla.
Yfir og út krúsarknús...............

laugardagur, janúar 07, 2006

Jæja þá eru jólin

formlega búin og allt fína jóladótið skal tekið niður á morgun. uhuhu.. Alltaf finnst mér jafntómlegt þegar gersemarnar eru komnar í kassa upp í skáp. En það er svo skrítið að mér finnst líka allt svo rosalega hreint þegar ég er búin að taka allt niður. Skrítin þessi Gunna. Já soddan er lílvet.... Horfði loksins á Skaupið í fyrrakvöld og ég bara gjörsamlega næstum dó úr hlátri. Mér fannst það algjört æði. Ég er nebbilega eina af þeim sem er algjörlega með öllu sneidd áhuga á pólitík og fylgist ekkert með þeim málum, nema mjög takmarkað. Og svei mér þá ef Björgvin Franz er ekki nýja Idolið mitt. Þvílíkur skemmtikraftur og hæfileikar, maður lifandi. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hafði unun af að horfa á "Geir Ólafsson." Þann mann get ég með engu móti þolað. Hrokafullur og hundleiðinlegur. En ég segi bara áfram Edda. Lonni og Baldur komu hér í dag með Lilluna. Hún er alveg hreint yndisleg. Skírnardagurinn hefur verið ákveðinn. Afmælisdagur mömmunnar 29 janúar og nafnið leyndó. Svo nú biður maður bara spenntur. Hvað skyldi ljúfan eiga að heita. Spennandi. Sonur minn alveg að tapa sér yfir þessu. Þolir ekki svona leyndarmál. Mín búin að skrá sig í Afró í Kramhúsinu og byrja á mánudaginn. 3svar í viku og klukkutíma og 15 mínútur betur hvert skipti. Hlakka sko bara til. Skruppum mæðginin til Olgu í Idol gláp að venju og ég var bara sátt við útkomuna. Fannst hún best.Tókum svo eitt Trivial Pursuit og við Örn unnum, með þrjár kökur hvort þegar við hættum. Sit hér með headfone á hausnum og hlusta á Bjögga og hans son syngja duet. Og ég fæ bara netta húð. Íslenska Óperan að fara að setja upp Öskubusku og ég ætla. Ekki spurning. Uppáhaldið mitt. Það er ekkert ævintýri sem kemst með hælana þar sem Öskubuska hefur tærnar. Sem minnir mig á kristalsstyttuna sem ég sá í Portugal í haust. Hana verð ég defenatly að eignast. Er búin að finna mér eftir hæð í Vesturbænum. Ætla að skoða hana. Hún er ógó flott. Allavega á netinu. Hjónin sem hana eiga eru reyndar á Kanarí og koma ekki aftur fyrr en í kringum 25 janúar. Svo fer að styttast í að kórinn byrji aftur. Nammi mann. Mikið hlakka ég til. Þetta er orðið ágætt frí. Well,well. Það er alveg greinilegt að vinnuvikan er á enda. Klukkan að verða hálf fjögur og ég að blogga. Ætti nú bara að vera farin að hrjóta við hliðina á spúsanum. En svona er þetta með vökustaura eins og mig. Ætla svo með Lilluna og foreldrum hennar til Snorra ungbarnasundkennara á morgun. Hún skal læra að synda og það strax. hehehe.... Ætli mar kíki ekki svo bara til Guðnýjar í kaffi fyrst við verðum í Mosósveit. Á alveg eftir að knúsa þau árið. Nú er komið mál að linni. Hér hleyp ég úr einu í annað og skil ekkert hvað ég er að krota hér.
Yfir og út krúsarknús.............

laugardagur, desember 31, 2005

Já, nú árið er liðið í aldanna skaut

Það er nú meira hvað maður verður alltaf meir á þessum degi. Eitthvað svo mjúk og stutt í tárin.
Það er bara engin dagur á árinu sem hefur svona áhrif á mig eins og þessi. Annars skrapp ég áðan til Sillunar minnar og fékk mér síðasta kaffisopann með henni þetta árið. Kom svo við hjá Sússý frænku og knúsaði hana aðeins. Og nú sit ég hér og hlusta á jóla-jóla í Ipodinu mínu og hugsa um liðna daga. Þetta hefur verið aldeilis ljómandi gott ár hjá okkur. Og nú hlakka ég bara til að stíga inn í nýja árið og takast á við það. Elskulegu vinir mínir. Ég óska ykkur gleðilegra áramóta og gangið hægt um gleðinnar dyr. Megi nýja árið færa ykkur frið og gæfu.
Yfir og út krúsarknús.......

föstudagur, desember 30, 2005

Leiðinlegustu dagar ever.

Það er að segja dagarnir eftir jól og eftir áramótin. Get sko alveg fengið mig fullsadda af þessum sprengingum. Getur fólk ekki skilið að það á bara að sprengja á gamlárskvöld og þrettádanum. Maður er hrökkvandi upp hálfu og heilu næturnar við þessi endemis óhljóð. Shitt hvað mér leiðist þetta. Fór annars í dag í neglur og er orðin svaka skvísa. Jejejeje... Svo er bara að sjá hversu dugleg ég verð að halda þeim við. Var engavegin nógu dugleg við það síðast þegar ég gerði þetta. Þær eru reyndar miklu flottari núna en síðast, svo kannski mar haldi þeim við. Aldrei að vita. En annars ekki mikið í fréttum þetta skiptið.
Yfir og út krúsarknús.........

þriðjudagur, desember 27, 2005

Jæja þá eru þessi jólin búin

Og tók ekki langann tíma. Var með karkkana í mat í dag, ásamt Bóa bró og hans familý. Hanigkjét með tilheyrandi. Nammi gott það. En nú er líka nóg komið af þessu reykta kjöti. Hrikalega þungt í mallakút. Fórum í Mosó í gær og fengum kaloríubombur þar. Mmmmm. En mín var voða nett á þessu öllu saman. Stóð mig bara vel. Datt svo alltíeinu í hug að horfa á upptökuna af Perlukabarettinum sem við Systur frömdum hér um árið í Íslensku Óperunni. Karlarnir mínir farnir að sofa svo ég kom mér vel fyrir í Lata strák og naut sýningarinnar. Þ.e.a.s. þangað til að það kom nærmynd af moi. Shitt mar. Þetta er eins og að horfa á einhverja konu út í bæ. Ég þekki ekki sjálfa mig á þessu myndbandi. Og það ætla ég rétt að vona að ég verði aldrei. ALDREI. ALDREI. aftur svona. Ég er ekki búin að gleyma hvernig mér leið með sjálfa mig. Og vona að ég gleymi því aldrei. Svona fara auka 35 kíló með mann. Ég var alltaf þreytt og mæðuleg. Jább, ég kann miklu betur við hana nýju mig. Eldri myndin er tekin á aðfangadagskvöld í fyrra. Gjörsamlega lekur af mér þreytan. En nóg um það. Mín í fríi í vinnunni þangað til á nýju ári. Átti inni sumarfrídaga síðan í sumar. Og ætla að splæsa þeim núna. Svo mín á voða gott núna. Núna ætla ég hins vegar í bólið og lesa í bókinni sem ég fékk í jólagjöf. Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðar.
Yfir og út krúsarknús.........

sunnudagur, desember 25, 2005

Oh je

Your results:
You are Green Lantern
Green Lantern
75%
Superman
75%
Spider-Man
65%
Supergirl
60%
Robin
55%
Wonder Woman
55%
Iron Man
50%
Hulk
40%
Catwoman
35%
The Flash
35%
Batman
30%
Hot-headed. You have strong
will power and a good imagination.
Click here to take the Superhero Personality Test

Gleðileg jól elskurnar mínar.

Ætlaði að blogga hér smá í gærkveldi en hvað gerist. Kviss, bamm, búmm. Tölvuskjárinn deyr tölvudrottni sínum. Bóndinn var að setja upp ljós inni á baði og sló út rafmagninu tvisvar á allri íbúðinni og blessaður skjárinn, blessuð sé minning hans, þoldi það ekki. Svo bóndinn mátti bruna í tölvubúiðina í dag og versla nýjan skjá. Og nú á ég rosa flottan Medion flatskjá. Jibbý kóla. Þetta er búið að vera afskaplega góður dagur. Rólegur og fínn. Var svo dugleg að klára allt í gær og þurfti því ekkert að gera í dag. Annað en að drekka kaffi og fara í jólabaðið. Og reyndar var ég sú eina á þessum bæ sem fékk jólabað. Erfðaprinsinn var kominn ofaní og var að láta renna þegar hann skilur bara ekkert í því hvað vatnið er heitt. Og upp úr skreið hann og ekki byrjaður að þvo sér. Það næsta sem þá gerist að allir sem í þessu stigahúsi búa eru komin fram á gang að tékka hvort einhvers staðar sé kalt vatn. Þannig að hér var kaldavatns laust frá 5 til svona rúmlega 6. Alltaf sama fjörið á þessum bæ. Mamma og pabbi voru hér í mat, en dæturnar voru hjá sínum tengdó. Svo þetta var afskaplega rólegt hjá okkur í kvöld. það er að segja þangað til að dæturnar komu svo seinna. hehehe..... Hangikjötssuðudagurinn mikli á morgun, og svo Mosfellsbærinn fagri. Ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni. Óska bara ykkur öllum gleðilegra jóla og megi þau færa ykkur öllum frið í hjarta.

Ömmugrákurinn og ammam.
Yfir og út krúsarknús.......

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ahhhhhhh

Mín er loksins komin í netsamband aftur. Þvílíkur léttir. Gott, gott. Sit hér og hlusta á tónleikadiskinn okkar frá jólatónleikunum. Og oh my god hann er æðislegur. Með netta gæsahúð í hnakkanum. Fengum líka þessa rosalega flottu dóma frá gagnrýnandanum Jónasi Sen. Var ég kanski búin að nefna það. Man það ekki. En þá geri ég það bara aftur. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Búin að skrifa öll jólakort og nú er bara að drífa þau í póstin á morgun. Ekki má gleyma því. Jæja hér kemur mynd af litlunni minni. Gjössovel.
Erum við ekki bara sætastar. Ha. Og ekki er hann verri hann Mikael minn Orri. Alveg hreint dásamlegt barn og algjör ömmustrákur.

Já, skurnar svona er að vera AMMA. Og það sko með stórum stöfum. Annars lítið í fréttum, skrapp til Sillunnar í kvöld að ná mér í kerti. Hún var svooooo sæt í sér að gef mér eitt sem er alveg ógislega flottur jólasveinn. Og það sem meira er, er að hann skiptir litum þegar logar á honum. Fékk að sjálfsögðu gott kaffi, ekki að spyrja að því. Og Nikki litli er alveg hreint ótrúlega sætur og krúttlegur. Glansandi og flottur. Er svona cirka bát búin að kaupa helmingin af þeim jólagjöfum sem ég ætla að kaupa. Dríf í þessu á morgun og hinn. Svo afmæli hjá Olgu annað kvöld. 35 ára skvísan. Borðstofustólarnir í viðgerð, átti að fá þá á föstudaginn, en kallinn náði ekki að klára þá, lofaði að ég fengi þá í GÆR, og nú er í dag og ekki er hann búinn að hringja aftur. Við verðum kannski bara að sitja á gólfinu á jólunum. Fáum okkur svona púða og sögum lappirnar af borðinu. Svona kína jól. Er þaggi bara. En nú er sko kominn tími á ból enn eina ferðina. Þoli ekki þessa bóltíma. Það er alltaf bóltími þegar ég nenni að fara að sofa. Ohhh.
Yfir og út krúsarknús.....................

laugardagur, desember 17, 2005

Garg og meira garg

Tölvudýrið mitt enn bilað. Búið að fara með hana í viðgerð og hún var stútfull af vírusum og einhverri Trauju sem ekki var hægt að eyða út. Svo það varð að strauja greyið. En samt kemt ég ekki inn á netið. Get sent póst og tekið á móti pósti. Búið spil. Ekkert net hjá mér þessa daganna. Arg og arg. Er núna hjá Olgu og fékk að stelast í tölvudýrið hennar. Ah þvílíkur léttir, er komin með nett fráhvörf. Veit hreinlegalega ekki hvað ég á að gera við þennan tíma sem ég er vön að sitja við netskoðun. En held að kallinn sem lagaði greyið ætli að koma á morgun og tékka á þessu. Mikið hlakkar mig til. En það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Lonni mín búin að eignast þessa líka yndislegu prinsessu. Kom í heiminn á laugardagsmorguninn 10 des. Með fullt af kolasvörtu hári. Barasta hægt að setja teygju í toppinn á henni þessari elsku. Set inn mynd af henni hér um leið og ég kemst á netið heima hjá mér, svo þið verðið bara að sýna biðlund elskurnar mínar. Komin í jólafrí í kórnum. Enduðum árið á þessum líka frábæru tónleikum. MP hafði á orði að það hefði verið heilagur andi yfir okkur. Þetta hefði tekist svo vel hjá okkur. Jónas Sen var á seinni tónleikunum og skrifaði gagnrýni í moggann í dag. Á bls. 52. Og held að við getum bara verið sáttar. Á alveg eftir að versla jólagjafir og annað slíkt. Ætlum að skella okkur í það á morgun og vonandi tekst okkur að klára dæmið. Fór í útskrift hjá bróðursyni mínum í dag. Hann var að útskrifast sem bifvélavirki frá Borgarholtsskóla, svo þessi fína veisla á eftir. Nammi namm. Er búin að vera að dunda mér við að skrifa jólakort í þessari heimsókn minni til Olgu, en er ekki alveg að nenna því þessa stundina. Eitthvað voða sibbin og lúin, var að passa Mikael Orra ömmukút í nótt og hann sá nú alveg til þess að ég hefði soldið fyrir sér þessi lús. Sofnaði loks á maganum á ömmu sinni. Alveg eins og mamma hans forðum daga. hehehehe..... En hann er alveg yndislegur. Og er alveg næstum farinn að labba. Vantar bara herslumunin að hann sleppi sér. En nú er ég að hugsa um að fara að tala smá við Olguna og fá mér eins og einn kaffi og drusla mér svo heim í tölvuleysið. Snökt.... Ég á svooooo bágt.
Yfir og út krúsarknús.................

mánudagur, nóvember 28, 2005

Ja ja.

Haldiði ekki að mín hafi verið að versla sér dót. Hahaha.... Ipod. Oh, my god. Hann er sooooo flottur og það er sooooo gaman að leika með hann. Jibbý kóla. Þrjátíu gígabæta tryllitæki, glansandi svartur og lekker. Nú þegar hafa verið sett inn á hann tæplega 2000 lög og enn pláss fyrir 13 þúsund. Já það munar sko ekki um minna. Þessi elska getur geymt 15 þúsund lög fyrir mömmuna sína. Fór á alt æfingu í dag heim til Ingibjargar og fórum við yfir þessi helstu lög. Það er að segja þessi erfiðu. Salve Regina og Gloryuna. Salve alveg að koma. Soldið erfitt að finna tónana í þessum tónstökkum þarna. Níund á milli tóna. Frekar erfitt, en kemur pottþétt. Svo þarf ég að fara að tékka á þessu tölvudýri mínu. Það furðulega gerðist að vírusvarnarforitið sem ég var með er horfið. Farið. Good by. Og það án þess að kveðja. Er bara ekki að skilja þetta. Algjörlega óskiljandi með öllu. Hvernig hverfur svona bara upp úr þurru. Er ekki að fatta það. En er búin að finna regester blaðið sem ég fékk þegar ég verslaði þetta á netinu svo nú ætla ég að tékka á þessu. Guðný og Siggi komu hér í gær til að bjóða okkur í ísbíltúr. Þau voru nebbilega að versla sér nýjan bíl. Og þetta er siður hjá okkur. Þegar nýr bíll er keyptur bjóðum við hvort öðru í ísbíltúr. En í gær brá öðruvísi við. Allavega fengum við alveg stórundarlega ísa. Núðluís, vorrúlluís og rækjuís. Og þessi ís fæst á Nings. Rosa góður. Og bíllin hrikalega flottur. En nú ætla ég að tékka á vírusvörnum og fara svo að lúlla.
Yfir og út krúsarknús..........

laugardagur, nóvember 26, 2005

Jólaglugginn



Jæja hér koma myndir af fína jólaglugganum mínum. Verð bara að segja "asskoti tókst mér vel til þetta árið. ". Hmmm.... Ein alveg að missa sig í jólin.
Meira síðar
Yfir og út krúsarknússsssssss

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Jæja góðir hálsar

nú hefur ákvörðun verið tekin og ekki aftur snúið. Ég ætla að taka hlé frá Léttum. Þetta er allt of mikið fyrir mig, að standa í því að vera í tveimur kórum. Finn samt til smá eftirsjá þar sem maður svona var að kynnast öllum þessum frábæru konum. En það er ekki allt fengið í henni veröld. Fer bara svo gallvösk og hlusta á jólatónleikana þeirra og spái svo í að byrja aftur næsta haust. Það er ef Jóhanna vill mig aftur. Mín var hins vegar voða dúleg í gærkvöldi og setti upp fína jólagluggann. Skelli kannski inn mynd af honum hér síðar. Svo má ég víst þakka fyrir að vera ekki illa slösuð í dag. Var að príla upp í stiga í vinnunni til að ná í sykur sem var í efstu hillu. Þegar ég svo er komin með kassafjandann í fangið og er að stíga aftur niður í næstefstu tröppuna kemur annar kassi bara sí sona á móti mér úr hillunni og mín missir jafnvægið, sykurkassinn flaug og sykurrör út um allt. Lenti nú samt á löppunum. Það er að segja annari. Hin varð eftir í næstefstu tröppunni. Og við þetta fékk ég svona líka fína teygju í nárann og bakið hrökk í liðinn. Og ekki voru þau falleg orðin sem upp úr mínum eðalhálsi hrutu. $%/$%#&%=/&% ... Úff.... En ég þakka bara fyrir að vera ekki handleggs eða fótbrotin. Lonni mín stendur enn. Orðin ansi þreytt þessi elska. Bústin og sigin. hehehe.... En þetta er nú farið að styttast hjá skvísunni. Held að hún væri sko alveg til í að drífa þetta bara af núna strax. Búin að þvo allar samfellurnar og bleiurnar. Allt tilbúið fyrir erfingjann. En nú þarf ég í ból ef ég á að vakna í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús........

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Tröll og tröll




Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?


Þá er mar orðin tröll líka. Gaman að þessu. Búið að vera hreinlega brjálað að gera hjá mér þessa daganna og ekkert lát á því. Er svona eiginlega farin að sjá pínu eftir því að byrja í Léttunum akkurat núna. Hefði bara átt að bíða með það fram á næsta haust. Það verður að segjast alveg eins og er að það er eiginlega tú möst að vera í tveimur kórum. Er með nettan kvíða fyrir jólatónleikahaldinu og sé ekki fram á að geta verið möppulaus, og það er hlutur sem ég bara þoli ekki. Finnst ekkert verra á tónleikum en að halda á möppu. Verð öll stíf og stirð. Svo nú er að brjótast í mér hvort ég eigi ekki bara að láta þetta gott heita og hvíla mig á Léttum og koma frekar fersk til baka næsta haust. Að öðru leyti er þetta bara búið að vera skemmtilegt og yndislegar konur þarna. Mikil sönggleði og samheldni í kórnum. Gospelinn á sínu síðasta ári í þeirri mynd sem hann er í dag, svo þetta er síðasti veturinn minn þar. *snökt**snökt*... En það er víst ekki á allt kosið í þessum heimi. buhuhuhu.... Var með saumó á föstudagskvöldið og bauð skvísunum upp á hrikalega góða súpu. Uppskrift frá henni Öddu minni. Humar, skötuselur og rækja. Nammi namm.... Hvítvín fegu þær með og voru bara allar sáttar. Sextugs afmæli hjá Ella mág í gærkvöldi. Mikið fjör og mikið gaman. Hrikalega góður matur og enn betri félagsskapur. Alveg hreint dásamleg samheldinin í þessari fjölskyldu spúsa míns. Svo nú er míns voða þreytt og ætti bara að vera komin upp í rúm. Erfðaprinsinn gisti hjá afa og ömmu og þótti nú ekki leiðinlegt. Amma bakaði muffur með honum. Hann er nebbilega í matreiðslu í skólanum og safnar uppskriftunum samviskusamlega í möppu, tók hana með í gær og simsalabinn. Bakaðar muffur. Svaka góðar hjá þeim. Glugginn góði verður settur upp um næstu helgi og jóladiskarnir teknir upp. Lalalalalal.........
Yfir og út krúsarknús..............

laugardagur, nóvember 12, 2005

Jæja núna er klukkan orðin allt of margt

og ég enn vakandi. Það er ekki að spyrja að því. Komin í helgarfrí og barbabrella. Mín vakir fram eftir öllu. Óregluseggur dauðans. En svona er þetta bara. Lengi getur vont bestnað. Brálað að gera hjá mér þessa dagana. Það er sko ekki tekið út með sældinni að vera í tveimur kórum. Miklu meira mál en ég hélt. Tala nú ekki um af því að ég lét plata mig í fjáröflunarnefd Léttana. Úff. Brjálað að gera í því líka. Hef samt sloppið vel, Dekur og Djamm á morgun á þeim bænum, og mín þarf að mæta klukkan ellefu og ásamt hinum í nefndunum og gera klárt. Líst bara rosa vel á þessa uppákomu þeirra. Verður svaka gaman. Olga dýrahaldari sveik mig og fór í sumó um helgina svo við Örn fengum ekkert Idol gláp á því heimilinu. Svo nú verðum við bara að bíða eftir spólunni frá Lonni. Fór í blómabúðaráp á sunnudaginn var og tók Olgu með mér þar sem spúsinn nennti ekki, en Daði hennar nennti alveg með. Ég fór í þeim tilgangi að kaupa mér engil sem ég hafði séð á jólatréð. Og hvað haldið þið. Þau settu mig alveg út af laginu og tilkynntu það að þar sem ég hefði nú orðið 45 í sumar og þau ekki búin að gefa mér ammælispakka að þá ætluðu þau að gefa mér engilinn. Oh my god hann er svooooooo flottur. Í bleikum kjól og ljósleiðar í vængjunum. I´m in love. Svo er mín að spá í að breiða úr eldhúsglugganum fræga inn í stofu og setja líka í hann. Náttla alveg bilun. En so what...
Svona leit eldhúsglugginn út í fyrra. Ekki mjög góð mynd en það má notast við hana. Eins og þið kanski sjáið er mín alveg að detta í jólagírinn. Á sunnudaginn ætla ég svo að skreppa á tónleika hjá Vox feminae. Gaman að því. Hef aldrei farið á tónleika með þeim. Olga og Stína systir hennar ætla líka. Svo jibbí bara. Held ég láti þetta gott heita í bili.
Yfir og út krúsarknú.....
E.s. Guðrún, Harpa og Jóna Hlín. Drífa sig í ktilinu. Silla sú eina sem stendur sig í stykkinu.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Kitl,kitl,kitl,kitl, og svo ekki meir

nenni ekki að standa í þessu endalaust. En geri þetta fyrir Inguna mína.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey..
Fara til Kína.

Eiga Subaru Forester
Verða skuldlaus
Eignast fleiri barnabörn
Læra að syngja betur
Læra að lesa nótur
Læra að spila á píanó

7 hlutir sem ég get gert..*
Keyrt í snjó og hálku
Sungið í kór
Verið góður vinur
Staðið mig vel í vinnu
Elskað manninn og börnin mín stór og smá
Þvegið þvotta
Skúrað gólf

7 hlutir sem ég get ekki..
Borðað kúttmaga
Hoppað út úr flugvél í fallhlíf
Horft á eða komið við mýs og rottur
Drukkið íslenskt brennivín
Pissað standandi
Talað kínversku
Verið gleraugnalaus

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið..
Augun
Rassinn
Brosið
Húmor
Heiðarleiki
Sönghæfileikinn
Fingurnir

7 frægir sem heilla mig..
Bruce Willis
Tom Hanks
Páll Óskar
Stebbi Hilmars
Patrick Swazie (hvernig sem það er nú skrifað)
Berþór Pálsson
Elton John

7 setningar/orð sem ég nota mikið..
Gott með þig
Nákvæmlega
Dauðans
Díses Kræst
Hvað meinarðu
Eitthvað fleira
Ég er að verða inneignarlaus

7 hlutir sem ég sé akkurat núna..
Tölvuskjár
Lyklaborð
Sígópakki og kveikjari
Mirandas Muscle gel
Lati strákur
Ruslafata
Saumataska

Nú er þetta orðið gott. Hætt öllum spurnigarleikjum héðan í frá. En ætla samt að KITLA Hörpu, Sillu, Spánardrósina og Guðrún. Koma svo stelpur og ég lofa að gera ekki meir svona bull.
Annars bara búin að eiga góðan dag í dag. Kóræfing hjá Systrum í morgun og jóla jóla sungið. Mmmmm gaman. Fór svo í Hagkaup og ætlaði að versla mér buxur en fann engar sem ekki voru mjaðmabuxur og ég bara enganvegin fíla soleis brækur. Brundað þá bara upp í Ritu og fékk einar ferlega góðar þar. Þær eru númer 38. Je je je je je....... En nú er ég farin að lúlla.+
Yfir og út krúsarknús.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Úff ég var svoooooo þreytt í gær

að ég gat ómögulega skrifað hér neitt inn. Fékk bara hroll við tilhugsunina. En hvað um það. Tónleikarnir í gær voru algjörlega brill. Þvílíka stuðið og gleðin algjörlega í fyrirrúmi. Magga í essinu sínu og allt eins og best verður á kosið. Svo var mér aldeilis komið skemmtilega á óvart. Villa vinkona kom með Írisi dóttur sína. Og mín bara vissi ekkert af því, fyrr en hún hnippir í mig í hléinu. Mín var nebblega svo sniðug og sendi nokkrum velvöldum mail um tónleikana og þar á meðal henni. Og barbabrella, hún kom. Og henni fannst rosa gaman, fannst bara verst að vera ekki á pöllunum með okkur. hehehehe.... Rósemdar dagur í vinnunni í dag. Enn ein ánægjulega uppákoman. ÞAÐ ER VETRARFRÍ í skólanum næst okkur og það út alla þessa viku. Engir unglingar argandi og gargandi klínandi snúðaglassúr út um alla búð. Og kúnnarnir sem versla þarna í hádeginu höfðu líka orð á því hvað það væri rólegt og notalegt að koma í dag. hehehe....Fyrsta jólatónleika æfing Systranna á laugardaginn klukkan 9 til 11. Jibbý. Guð hvað mig hlakkar til að byrja að syngja carolið. Júhúuuu.... Á jólunum er gleði og gaman Fúmm fúmm fúmm. Lalalalalalalala..... Þurfti að koma við á Select í dag og aðstoða Sigga aðeins í fjarveru Stjóranns. Oh oh my good það er komið jóla jóla dót þangað. Og að sjálfsögðu sá ég þar þessi fínu jólahjón. Sem minntu mig svo á mig og spúsann að ég bara varð að kaupa þau. Og hún þ.e. kellan er meirað segja með sömu þykku og ólögulegu augabrúnirnar og ég. Gaman að því... Núh, þar sem ég var nú þarna stödd þótti Túrstæn tilefni til að biðja mig um að fara í Ríkið fyrir sig og mín sagði náttla já. Og fór í Mjóddina. Og þá þurfti ég endilega að labba framhjá Fröken Júlíu og sá þessa líka hrikalega flottu peysu og mátaði og keypti. Svo nú verð ég að rukka drenginn um peysuna. Allt honum að kenna. Heyrirðu það. ha. En nú held ég að ég fari og leggist á mitt græna, er held ég alveg við það að fara úr kjálkaliðnum.
Yfir og út krúsarknús..

sunnudagur, október 30, 2005

Held mar sé orðin bilaður

Sátum hér í kvöld, ég og Lonni og hlustuðum á jóladiskana með Gospelsystrum í bland við Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakór Reykjavíkur. Mín er öll að detta í jólafílinginn, alveg að koma nóvember og ekki seinna að vænna en að draga upp jólalögin. Get sko ekki beðið með að fara að æfa jóla carolið með kórunum. Jibbý. Ein voða biluð. hehehe....Tókum svo einn óþverra mæðgurnar og aldrei slíku vant, rúllaði ég Lonni minni upp. hehehe....Ekki leiðinlegt það. Biðum reyndar eftir Öddu sem hótaði að koma og taka okkur í gegn. En aldrei kom hún þessi elska. Hefur sjálfsagt sofnað á sínu græna. Enda engin venjuleg vinna á konuni. Við Systurnar fórum í dag að syngja á kosnigarskrifstofu Vilhjálms og var það bara hið besta mál. Og að sjálfsögðu var annar alt með bestu mætinguna eins og alltaf. Ekki að spyrja að því. Nú svo á eftir skutluðumst við Rannveig í Domus Vox þar sem haldnir voru nemendatónleikar. Duglegar stelpu þar. Dáist að þeim að þora þessu. Held það myndi bara líða yfir mig ég ætti að syngja svona einsöng. Hjúkk mar. Enn að leita mér að vinnu. Þessi er ekki alveg að gera sig fyrir mig. Bakið bara versnar ef eitthvað er. Langar stundum bara hreint og beint að skæla. Uhuuuu.... Saumaklúbbur í gær hjá Olgu og að venju mikið hlegið. En mín gerðist voða dúleg og lærði að hekla. Hef bara aldrei getað lært það. Þannig að í gærkveldi lærið ég Túnis hekl. Eða Olga segir að það heiti það, en Anna segir að þetta heiti Rússa hekl. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Hjá mér heitir þetta bara HEKL.... Hústónleikar hjá okkur Systrum á þriðjudaginn í Domus Vox klukkan átta, og hvet ég alla til að mæta. Hress og skemmtileg lög. Kostar þúsund kall inn og boðið upp á kaffi og konfekt í hléinu. Koma svo, drífa sig. Þið sjáið sko ekki eftir þvi. En núna er klukkan orðin miklu meira en átta og löngu komin sveftími á mig svo ég kveð að sinni.
Yfir og út krúsarknús........

sunnudagur, október 23, 2005

Enn eitt klukkið

Verð nú að svara því, þar sem Guðrún var svo snögg að svara mínu. Here it come´s

1. hvað ertu með í vösunum? Ekkert
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf á mínu græna
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Skógum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Bruce Willis ekki spurning
5. hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin/n stór? Einu sinni ætlaði ég að verða flugfreyja en núna ætla ég bara að verða stór


Svo mörg voru þau orð. Ætli ég klukki ekki bara Sillu, Þuru og Lóu. En annars allt gott af frúnni að frétta. Róleg helgi að baki og mín bara farin að sofa frekar snemma, svona miðað við helgi. Og ekki nóg með það heldur vaknaði hún líka klukkan 9 bæði í gær og í dag. Verð nú að segja að ég hefi af þessu þó nokkrar áhyggjur. Skili ég núna vera að verða gömul. Þið vitið. Gamla fólkið getur ekki sofið á morgnana. Öðruvísi mér áður brá. Úff, fékk bara sjokk þegar ég leit á klukkuna. Er núna að bíða eftir að þurrkaradýrið klári að þurrka þvottinn svo ég komist í bælið. Þarf að vakna 5,45 í fyrramálið. Drengurinn að byrja á námskeiði í Fífunni hjá fótbolta Akademiunni. Þrisvar í viku og í 5 vikur. Verð orðin ömurlega sybbin þegar þessu líkur. Náttla alveg óheyrilegur tími til fótboltaiðkana. Æfingin byrjar hálf sjö og er til hálf átta. Og þá er bara að bruna af stað og keyra hann í skólann og mig í vinnuna. Hjúkk mar. Það sem maður ekki leggur á sig fyrir þessi blessuð börn sín. Ég segi nú ekki meir. Svo er það blessaður kvennafrídagurinn á morgun. Báðir kórarnir mínir að syngja í bænum og spurning hvort ég nái Léttunum. Gospelinn er á undan. Eigum að hittast við Hallgrímskirkju á milli 2 og hálf þrjú. Og labba svo niður í bæ. Og að sjálfsögðu mæti konan. Þegar ég talaði um þetta við Eggert þá sagðist hann hafa gert ráð fyrir þessu og að konan sín hefði skipað honum að gefa mér frí. Áfram konan hans Eggerts....hehehe....Dæturnar komu hér báðar í dag og lille man með. Lonni mín orðin ansi bústin og sæt. Og heldur betur farið að styttast í að krílið líti dagsinns ljós. Bara mánuður eða svo. Nenni ekki meir
Yfir og út krúsarknús

þriðjudagur, október 18, 2005

sussu uss uss

Meiri endemis letin í frúnni. Skrifar hér orðið bara 1 sinni í viku eða svo. Gengur náttla ekki. Ýmislegt svosem á daga mína drifið og skemmst frá því að segja að æfingabúðir Léttanna var síðustu helgi. Skemmtilegir dagar þó svo að syfjan hafi verið mig lifandi að drepa, á laugardeginum. Aðal æfingardeginum. Sat og geyspaði mest allann daginn. Og ég var sko ekki ein um það. Kanski hefur verið einhver andi í blessuðu félagsheimilinu eða þá að veðrið hafi farið svona í mann. Rigning og meiri rigning. Og náttla rok með. Ekki að spyrja að því. Skemmtikvöld á laugardagskvöldinu og rosa gaman. Fínn matur og góð aðstaða að öllu leyti. Það var þreytt kona sem kom heim á sunnudeginum. Enda var hún fljót að koma sér í náttfötin og kúra hjá Lata strák. Enda heldur hann vel utan um mann. Kóræfingar í kvöld. Mætti á Gospelin en var gjörsamlega búin í bakinu eftir þá æfingu svo að ég dreif mig bara heim og skrópaði hjá Léttum. Skamm, skamm. En þessi vinna mín er gjörsamlega að rústa bakinu á mér. Þessar endalausu stöðuður við kassann eru sko ekki af hinu góða. Það er alveg klárt. Enda er ég enn að leita mér að vinnu. Sótti um eina í dag. Umsóknarfresturinn rennur út á fimmtudaginn svo vonandi heyri ég eitthvað í næstu viku. Litli gullmolinn hennar ömmu sinnar er með skrítinn sjúkdóm. Lilja og Baldur fóru með hann til læknis í dag. Hann var með útbrot og slappur greyið. Hann er sem sagt með hand, foot and mouth disease. Svo mörg voru þau orð. Hef bara aldrei heyrt um þetta talað áður. En þetta er bráðsmitandi fjandi og þau eiga að hafa hann heima í viku. Litla skinnið. Jæja nú tókst mér að skella inn mynd, svo kanski ég reyni aftur við myndina af okkur stöllum á leið á árshátið. Gugga, Dagný og ég. Erum við ekki sætar ?? Nú svo er einhver and....... að gerast í mínum hálsi. Fæ hrikalega verki aftan í hálsi og sérstaklega þegar brjálað er að gera. 30 til 40 unglingar í búðinni að kaupa snúð og kók og fullorðnir inn á milli. Röðin nær inn alla búðina, þá kemur svona nett stress í mann, og ég finn að ég stífan öll upp. Og það er eins og blóðflæðið stíflist upp í haus og ég fæ svona nettan svimafíling. Er ekki að fíla það. Ætla að fara til doktore og heimta myndatöku á hálsi. Kvartaði undan þessu við doktorenn fyrir nokkrum árum síðan og sendi hann mig í sjúkraþjálfun. Sem gerði náttla ekki neitt fyrir mig. Svo nú vil ég myndatökur. En nú er sko komin tími á ból elskurnar mínar.
Yfir og út krúsarknús.................

þriðjudagur, október 11, 2005

Jæja loksins kemst ég hér inn.

Hef verið í vandræðum með að komast hér inn á bloggið mitt. Búin að sitja og bíða, og bíða, og bíða og bíða. Og svo beið ég og beið og beið og beið og beið. Þangað til ég nennti ekki að bíða lengur og ákvað að hvíla þetta aðeins. Veit ekki hvað orsakaði þessa bið dauðans. En í kvöld var ekkert mál að komast hér inn. Well, well. Mín er byrjuð í nýju vinnunni. Og mikið óskaplega er vinnutíminn góður. En ég held að ég sé samt enn að leita mér að vinnu. Held að ég endist ekki lengi þarna. þAÐ VAR MIIIIIIKKKKKLLLLUUUUU SKEMMTILEGRA Í GÖMLU VINNUNNI MINNI. I miss you gæs....... soooooooo much................ huhuhuhuhu.... Þvílíkur væljukjói sem ég er orðin. Ekki nokkur sjéns að gera mér til geðs. Svo neikvæð. Eða þannig. En svona er þetta bara. Fórum skötuhjúin á árshátíð Strætó bs á laugardagskvöldið og skemmtum okkur konunglega. Í forrétt var boðið upp á humar og hörpuskel. Humarinn fínn en þessi hörpuskel var sko ekki hörpuskel frekar en ég. Smakkaðist alveg eins og fiskibúðingur úr dós. Ulla bjakk. Spít og spít. Borðaði það sko ekki. Að bera svona fyrir fólk finnst mér bara dónaskapur. Í fordrykk var boðið upp á "Sex on the bech" og það var sko líka svindl. Sýnishorn af vodka í Trópí. Nei ég læt sko ekki ljúga mig svona fulla. Enda útlærð í Sex on the bech..... Pantaði mér sko bara alvöru á barnum og hann var sko allt öðruvísi. Nammi namm. Drakk sko 3 ef ekki 4. Nú svo í staðin fyrir að druslast heim í bólið eftir hátíðina þá náttla fórum við heim til Dóra og Dagnýjar og komum ekki heim fyrr en að verða sex. Og þar með var sunnudagurinn ÓNÝTUR. Er sko alltaf að sjá það betur og betur að ég er ekki 2o lengur. Gerði þetta sko með stæl hér á árum áður. Úff hvað ég var þreytt á sunnudaginn. Enda gerði ég ekkert annað en að liggja í Lata strák og glápa á imbann. Er annars að vinna á Select annað kvöld fyrir Jónuna sem ætlar að skreppa með elskhuganum til Spánar. Er frá hálf átta til hálf tólf, svo það er viðbúið að frúin verði frekar framlág á fimmtudaginn. Æfingabúðir með Léttsveitinni um helgina svo nóg er að gera. Mér leiðist allavega ekki. Verst hvað heimilið situr á hakanum þessa dagana. Held að ég verði að fá mér húshjálp. Með þessu áframhaldi verðum við að fara að troða marvaðann svo við höldum okkur á floti hér í draslinu. Er að reyna að setja hér inn mynd af Guggu, Dagnýju og mér, sem tekin var hér heima áður en við fórum á árshátíðina, en gengur eitthvað illa. Allavega get ég ekki séð hana. Er búin að reyna 2svar svo kanski kemur hún 2svar. Þið afsakið það bara. Ef hún kemur ekki reyni ég kanski bara seinna. Fyrstu einkenni þess að litli strákurinn hennar mömmu sinnar sé að verða unglingur eru að koma í ljós. Nú vill hann ekki lengur fara með bænirnar fyrir svefninn. Segist bara gera það stundum í huganum. Mér finnst soldið skrítið að vera hætt að lesa bænir með honum. Hann tók þetta bara upp eitt kvöldi sí svona. En hann vill samt láta lesa fyrir sig ennþá, svo það er gert. Enda ekkert nema gott að lesa fyrir börnin. Þarf samt að fara að endurnýja bóka kostinn. Orðin frekar leið á að lesa Norsk ævintýri og sona. Er að lesa sumar bækurnar í 3ja og 4 skipti. Pantaði nýja bók hjá Eddu miðlun eftir Sigrúnu Eldjárn en verð að bíða eftir henni til mánaðarmóta. Kemur ekki úr prentun fyrr. Heiðdís kórsystir sem þar vinnur tjáði mér í kvöld að þetta væri 3ja bókin í röðinni svo hún ætlar þessi elska að kaupa fyrir mig hinar tvær og koma með þær á æfingu næsta þriðjudag. Það er að segja ef hún man eftir því. Spurning hvort ég reyni ekki að MUNA eftir að hringja í hana á þriðjudaginn og minna hana á það. hehehehe. Sumir eru gleymanari en aðrir. En nóg komið af bulli býð ykkur góðrar nætur.
Yfir og út krúsarknús.....

laugardagur, október 01, 2005

Hálf fullt glas

eða hálf tómt glas. Það er spurningin. Hauksi og Siggi svo gjörsamlega búnir að taka mig í gegn í vinnunni að ég þorði orðið varla að opna munninn. Sama hvað ég sagði, þá heyrðist í öðrum hvorum þeirra. Já,já hálf tómt glasið hjá þér núna. Og ég sem tel mig vera svooooooooo jákvæða manneskju. Kanski mar ætti að fara að skoða hug sinn. Allavega nú ætla ég að hafa hálf fullt glas. hehehe.... Á bara eina vakt eftir á minni elskulegu Select stöð, byrja á þriðjudaginn á nýja staðnum. Kvíði smá fyrir en þetta verður vonandi bara fínt. Allt öðruvísi vinna og sona. Og vinnutíminn algjört nammi. Er svo að spá í að taka kvöldstubb annað hvert föstudagskvöld á Bústaðaveginum svo ég þurfi ekki að klippa naflastrenginn alveg í sundur. Þá er vaktin frá hálf sjö til hálf tólf. Ekki svo slæmt það. Og þá fær mar að hitta gengið í leiðinni. Jamm er bara að spá í það. Gengur náttla ekki að missa algjörlega tengslin við beikon pylsurnar. Svo ég tali nú ekki um kartöflusalatið. Neibb, dont think so.... Heyrði í Diddu minni besta skinn í gær. Og nú er hún að spá í að flytja aftur. Er ekki alveg að fíla sig þarna. Ætlar að færa sig aðeins nær bænum. Vona bara að þau finni sig þar. Þau eru bara elskuleg bæði tvö.. Ætla að skreppa á morgun og skoða íbúð í vesturbænum, tek mömmu með. Spúsinn neitar að koma með mér. Finnst alveg drepleiðinlegt að standa í þessu. En ef mér líst vel á þá ætlar hann að koma með mér aðra ferð. Svo nú er bara að bíða og sjá. Allavega kæmi þetta sér rosa vel. Í næstu götu við nýja vinnustaðinn minn. Svo þá gæti mín bara labbað í vinnuna. Og snúllinn hennar mömmu sinnar hjólað út í KR. Hljómar vel, er það ekki. Jóna Hlín, Guðrún og Sillan búnar að svara klukkinu mínu. Er bara ánægð með stelpurnar mínar. Svo nú bíð ég bara eftir hinum. Koma so...
En nú ætlar mín að skríða í bælið og sofna út frá sinfoníunni sem þar hljómar. Hrot hrot.
Yfir og út krúsarknús.

fimmtudagur, september 29, 2005

Enn eitt klukkið

1. Hvað er klukkan? 01:12

2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu ? Gunnhildur

3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Gunna,Gunnsa,Gunný,Gunnhildur, fer eftir hver talar

4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmæliskökunni þinni? Alltof langt síðan, man ekki

5. Gæludýr? Enginn

6. Hár? Gráhærð*snökt**snökt* en litað

7. Göt? Jámm

8. Fæðingarstaður? Reykjavík

9. Hvar býrðu? Breiðholti

10. Uppáhaldsmatur? Lambafille, Maturinn hanns Didda og svo er humar góður

11. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það fékk þig til að gráta? Ohhh já

12. Gulrót eða beikonbitar? Defenatly BEIKON

13. Uppáhalds vikudagur? Þriðjudagar

14. Uppáhalds veitingastaður? Humarhúsið

15. Uppáhalds blóm? Nelikkur og Baldursbrár

16. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa á? Listdans á skautum,fimleikar og handbolti. þ.e.a.s. landsleiki

17. Uppáhalds drykkur? Froðukaffi og Max

18. Disney eða Warner brothers? Disney

19. Ford eða Chevy? Chevy

20. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Stylinn

21. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi bara parket

22. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? Harpa sæta

23. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Einhverri geðveikri tösku og skóbúð

24. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Glápi á imbann

25. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Hmmmm, enginn

26. Hvenær ferðu að sofa? Alltof seint

27. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? Det er nu det. Harpa og Jóna Hlín

28. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Segi ekki,

29. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Judgin Amy, Survivor og Amazing Race

30. Með hverjum fórstu síðast út að borða? Didda, Guðnýju og Sigga

32. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 8 mínútur



Jámm og já. Ekki getur maður skorast undan þessu frekar en öðru. Svo er bara að vona að þeir sem ég klukka nenni að vera með. Plíiiiiiiiiisssss.. Allir vera góðir. Ég ætla sem sagt að klukka. Silluna, Hörpu, Jónu Hlín, Þuríði, Guðrúnu og Lóu.
Veit að það þýðir ekkert að klukka dæturnar, þær eru alveg hættar að blogga. Meiri letin í þessu fólki mínu. Skil bara ekkert í þessu. En læt þetta duga að sinni
Yfir og út krúsarknús.

mánudagur, september 26, 2005

Helgin að enda komin

og ný vika í nánd. Ótrúlegt hvað þessar blessuðu helgar hlaupa asskoti hratt frá manni. Fer iðulega inn í helgarnar full af áformun um að gera þetta og hitt og geri svo ekki neitt. Úffff. Þvílík mæða. En fór til Önnu í saumó á föstudagskvöldið. Hún varð fimmtug í sumar og bauð klúbbnum í nasl og rautt. Sátu þar til rúmlega 3 og hlógu eins og vitleysingjar. Hvert hláturkastið rak annað og hláturpokkinn við það að springa í manni. Ferlega skemmtilegt kvöld. Og þar með eru afrek helgarinnar upptalin. Búin að glápa óheyrilega mikið á imbann og flatmaga í Lata strák. Fékk tvískiptu gleraugun á föstudaginn og þær upplýsingar með þeim að ég ætti að nota þau alveg streit í 2 vikur og mætti alls ekki skipta yfir í hin á þessum tíma. Þannig að ég er nú búin að vera hálf skrítin í höfðinu og hrikalega þreytt í augunum. Fundið aðeins fyrir sjóriðu og svona. Svo segir Guðný mér í dag að henni hafi verið lagt það fyrir að nota sín ekki of mikið fyrst um sinn. Yrði að hvíla sig og svona. Og þar sem hún keypti sín á sama stað og ég, þá er ég að hugsa um að hringja í búðina og fá að vita það sanna í þessu keisi. Allir sem ég hef talað um þetta við segja sömu sögu og Guðný. Skrítið að fá svona ólíkar upplýsingar. Tékka á þessu á morgun. Frí hjá mér næstu tvo daga og svo þrjár kvöldvaktir og svo vonandi get ég byrjað á nýja staðnum eftir næstu helgi. Krossa fingur fyrir Gunnsuna. Koma so........En nú skal frúin druslast í bælið, þarf að vakna og koma dengsa í skólann í fyrramálið.
Yfir og út krúsarknús..............

laugardagur, september 24, 2005

Klukkið

1. Er pínu drukkin
2. Er gráhærð
3. Fer minkandi
4. Á góða vini
5. Þarf að sofa


Veit ekkert um hvað þetta mál snýst. Hermi sko bara eftir öðrum. hahahahaaaaaaamuhhhaaaa.
Yfir og út krúsarknús

fimmtudagur, september 22, 2005

Jæja skurnar

Update á fréttaskotinu frá í gær. Gekk frá vinnumálum í dag. Og nei ég er ekki að fara að vinna á Lansanum. Sagði pent nei takk þegar hún hringdi í mig, gat ekki sætt mig við þessi laun. En ég er semsagt að fara að vinna í 10-11 á Hjarðarhaganum. Verð þar sem B-maður. (aðstoðar verslunarstjóri). Og þessi líka draumavinnutími. 8 til 4 og frí allar helgar og rauða daga. Er samt ekkert rosa ánægð með að yfirgefa mína dásamlegu bensínstöð. Á eftir að sakna fólksins ógó mikið. En það er ekki allt fengið í henni veröld. Og til að bjarga sálarheill minni, tek ég vinnutíman framyfir. Svo getur bara vel verið að þetta sé allt fínasta fólk að vinna þarna. Allavega finnst mér verslunarstjórinn rosa fínn að tala við. Í síma by the way. En hann fær flott meðmæli frá Klemens og Stebbu. Verð samt að vinna næstu viku á næturvöktum, Ohhhhhhh. Nenni því enganveginn. En so be it. Og svo að kórmálum. Dreif mig loksins á Léttuæfingu og tók nokkra tónstiga fyrir Frú Jóhönnu. Og fékk náðarsamlegt leyfi til að vera með. Leist bara vel á mig og allar konurnar voða glaðar og kátar. Svona eins og einusinni í mínum elskulega Gospel. Finn soldið fyrir skrítunum móral þar núna, eftir að MP upplýsti um framtíð kórsins. Konurnar ekki eins glaðar og áður, soldið áhyggjufullar. Finnst eins og maður sé að missa eitthvað mikilvægt frá sér. En þá koma Llétturnar til og bjarga mér. Því söng og kórlaus kona verð ég ekki. Alveg klárt mál. Svo að nú syng ég frá hálf sex til 10 á þriðjudögum. Mikið óskaplega hlýt ég að sofa vel þau kvöld. hehehe.... En síðasti dagurinn minn fyrir Jóhönnu á morgun, huhuhu... Kann sko rosa vel þá vinnu. Fjölbreytti og skemmtileg. En sjálfsagt fæ ég að spreyta mig á þessum hlutum á nýja staðnum. Svo nú er ekkert eftir annað en að kaupa íbúð í vesturbænum eins og hugur okkar stendur til, og þá er þetta gott. En gott í bili
Yfir og út krúsarknús.

miðvikudagur, september 21, 2005

Fréttayfirlit

Skráði mig í Léttsveit Reykjavíku í gærköldi, er sem sagt í tveimur kórum núna.
Ríkey mín yndislega var að eignast þriðja drenginn.
Ég er að fara að vinna á nýjum stað. Vinna frá 8 til 4.
Er að fara að sofa.
Góða nótt.

laugardagur, september 17, 2005

Sorrý gæs

Veit ekki afhverju myndirnar sjást ekki.

Vinnuvikan

á enda og dásamleg fríhelgi framundan. Ein vika eftir fyrir stöðvu og finnst mér það frekar leiðinlegt. Þá taka þessar dæmalaust leiðinlegu næturvaktir við aftur. Búin að tala við starfsmannastjórann og biðja um dagvinnu. Hann hélt að það ætti ekki að vera neitt vandamál. Svo er bara að bíða og sjá hvort það sé rétt eður ei. Er í augnablikinu alveg komin með upp í kok á vaktavinnu. Vil bara dagvinnu, 8 til 4. Hljómar yndislega. Frí allar helgar og kvöld. Svona eins og venjulegt fólk. Búin að vera þarna núna í 4 ár alveg rétt bráðum og komin tími á breytingar. Sótti um vinnu á Lansanum sem nokkurskonar umsjónarmaður veitinga. En alveg dæmalaust illa borgað, en góður vinnutími. Efast samt um að ég taki því þó að mér verði boðið það. Má eiginlega ekki við því að lækka um 40 þúsund kall á mánuði. O nei o nei. Fórum skötuhjúin í leikhús í kvöld ásamt turtildúfunum Sillu og John. Sáum Alveg briljant skilnaður með Eddu Björgvins. Og það verður nú bara að segja eins og er að þetta er sko alveg briljant stykki. Hlógum okkur máttlaus og svo mikið að manni var orðið illt í kjálkunum. Mæli eindregið með þessu verki. Og Edda er alveg meiriháttar. Heldur manni alveg við efnið í 2 klukkutíma. Held að þetta hljóti að vera hrikalega erfitt. Standa svona ein á sviðinu allan tímann. Fórum svo á Kringlukránna og fengum okkur froðukaffi. Hrikalega gott. Við stöllurnar áttum að mæta og vera statistar á upptökum hjá Stelpunum í fyrramálið, en þar sem Sillan hefur svoooooo mikið að gera slaufuðum við því. Ég nennti ekki að fara ein. En aldrei að vita nema við druslum okkur á sunnudaginn. Hún vill endilega að við komum þá. Þ.e.a.s. Sú sem reddar þessu dóti. Fór á kóræfingu á þriðjudaginn. Þá fyrstu þennann veturinn. Var frekar lost eftir æfinguna. Nú er alveg ljóst að Gospelsystur Reykjavíkur eru að líða undir lok í þeirri mynd sem við erum í dag. Síðasti veturinn og ekki laust við að ég finni fyrir smá sorg í hjarta. En samt dásamlegt að hitta stölllurnar aftur þó að nokkrar hafi vantað. Svo nú er spurnig hvort ég ekki bara skelli mér með Sillu í Létturnar. Ætla allavega að fara í prufu á þriðjudaginn og sjá hvernig mér líst á og hvort Jóhönnu litist á mig. Þetta verður að virka á báða bóga, er það ekki. Eitt er alveg víst og það er að sönglaus verð ég EKKI. Sé ekki fyrir mér að ég yfirleitt funkeri sem kórlaus kona. Ekki aldeilis. En nóg um það. Held að nú sé komin sveftími á frúna.
Datt í hug að setja hér inn myndir af okkur stöllum, Guðnýju og mér. Önnur tekin á gamlárskvöld síðasta og svo hin núna á Leifstöð á leið til Portugal. Eins og sést er smá munur á minni. Enda munar um 33 kíló. hehehe... Mátti til með að monta mig aðeins.
Yfir og út krúsarknús....................

sunnudagur, september 11, 2005

Jæja þá


held að það hljóti að vera komin tími á smá blogg hér. Hef bara ekki haft nokkra nennu í þetta eftir að ég kom heim. Allavega. Portugal er alveg hreint dásamlegt land, eða það sem ég sá af því. Fólkið rosa næs og ljúft. Veðrið alveg eins og best var á kosið. Hitinn þetta um 30 gráðurnar. Alveg mátulegt. "Laugavegurinn" labbaður fram og til baka, inn í hverja einustu búð að skoða. Og þegar upp var staðið var þetta voða mikið eins í öllum búðum. Það sem kom okkur mest á óvart var að allsstaðar mátti reykja. Þetta var eins og að detta 15 ár aftur í tímann. Og ekki vorum við að kvarta undan því. Neibb, ekki aldeilis. Spúsinn minn tapaði sér algjörlega í dúkarkaupum. Þvílíkir dúkar. Flottustu sem ég hef séð. Fengum okku tvo á 12 manna borð, svo nú getur mar loksins dúkað upp. Hér var svo að sjálfsögðu allt spikk og span þegar við komum heim. Mamma og pabbi búin að mála herbergið hjá Erni svart og hvít, til heiðurs KR. Rosa flott og minn maður að sjálfsögðu svaka kátur með það. Hann var hinsvegar alveg að deyja úr söknuði þessi elska. Og finnst allt of langt að við skyldum fara í heila viku. Hékk svo bara í mér alla leiðina heim og sagðist vilja fara inn í mig. Jamm það er gott að vera mikilvægur. Ekki satt. En tek hann defenatly með, ef við förum aftur þangað. Algjör paradís fyrir svona krakka. Sem sagt. Yndisleg ferð með yndislegu fólki. Svo er ég bara búin að vera í fríi þessa viku og byrja að vinna aftur á mánudaginn. Leysi stöðvuna af í 2 vikur, og svo aftur á næturvaktir. Verð að fara að finna mér dagvinnu. Nenni enganvegin að standa í þessu vaktavinnudóti lengur. Vil eiga frí um helgar, kvöldin og á næturnar. Og hana nú. Skrapp svo í bústað með Olgu á fimmtudaginn og kom heim í dag. Fínt að vera þar, nema að það ringdi eldi og brennisteinum. Fór í gönguferð í gær með Erni og Katrínu. Löbbuðum í 40 mínútur, klædd í regnstakk og allegræ, en það mátti samt vinda okkur. Gallabuxurnar mínar voru blautar upp á læri. Shitt mar. Svo í veislu til Öddu í dag. Jökull hennar tók niðurdýfingarskírn og var haldið upp á það með pomp og prakt. Átum að sjálfsögðu á okkur gat eins og venja er þegar Adda býður í mat. Eldar besta mat í heimi. Afmæliskaffi hjá mömmu á morgun, kræsingar þar að sjálfsögðu. Meira seinna.

Yfir og út, krúsarknús...............