fimmtudagur, apríl 13, 2006

Smá klikkelsi í gangi



en ekkert sem ekki má laga. Í bloggspurningarprófinu hér á undan vantar aldurinn sem á mig límdist. En ég er sem sagt 20 til 29 ára. Ekki slæmt það. Páskafrí í kórum vorum og mín þarf að læra smá mikið. Fyrir Vox hlutann. Eitt stykki indjánalag, Vilju lag og eitt annað sem ég man ekki hvað heitir og mér til mikils hryllings var ég að fatta það að ég hef sennilega aldrei heyrt það, því að ég á ekki nótur af því. Svo nú verð ég að redda mér þeim í þessu páskaleyfi voru og reyna að fá einhvern til að pikka það inn fyrir mig. Good luck my darling Gunnsa. Gospel hlutinn að mestu komin inn enda ekki seinna að vænna þar sem er ekki nema rétt korter í tónleika. Líka komin í páskafrí í vinnunni. Ligga ligga lái. Mæti næst á þriðjudag.Vinn tvo og frí í einn, vinn í einn og frí í tvo. Hvað getur maður beðið um meira. Segi ekki meir. Litla músin mín hann Mikael Orri kom hér í kvöld á meðan mammsan hans fór í klippingu og lit. Borðaði hér kvöldmat með puttunum og klíndi og kreisti. Mikið fjör. Aldeilis gullmoli þar á ferð. Fæ alveg sting í hjartað þegar ég sé hann. Algjörlega fullkominn og yndislegur í alla staði. Sofnaði svo í fangi ömmu sinnar yfir sjónvarpinu og leið okkur voða vel svona saman.



Keypti mér buddu sem ekki er nú í frásögur færandi nema vegna viðbragða sonarins. And I cote. " Mamma, þú ert að verða 46 ára. Þetta er fyrir svona 20 ára." End of cote. Hehehehe.... Hún er semsagt fjólublá og loðin. Ég gat nú ekki annað en hlegið smá af drengnum. Þvílílk viðbrögð. Og orð þessi voru sögð af mikilli innlifun. Bóndinn situr hér og hrýtur í Lata strák eins og venjulega. Spurning hvort ég verði ekki að skila öðrum stólnum. Það er að segja hans stól. Ekki sef ég hér öll kvöld. Jónas hinn danski kom hér síðasta laugardagskvöld og áttum við góða kvöldstund saman. Yndislega ljúfur og góður strákur þar á ferð. Var eiginlega að fatta það að hann er bara þremur árum yngri en ég. Og fékk nett sjokk. Hann passaði fyrir okkur hana Lonni hér á árum áður og þá var hann bara BARN. Sléttur unglingur. Og mín svona líka fullorðin. Hmmm, er ekki alveg að skilja þetta dæmi. Ég fæ allavega ekki fjóra út úr þessu 2+2.
Og nú nenni ég ekki meir.
Yfir og út krúsarknús.....................

Engin ummæli: