þriðjudagur, janúar 10, 2006

Þá er mar búin að fara í fyrsta tímann í Afró

Og bara helvíti gaman. Mín stóð pliktina og kláraði dæmið með eindæmum vel. Annað eins hefur sko ekki sést í Kramhúsinu um áraraðir. Feitur sviti rann niður bak og læri, en hvað er það. Út í bíl og heim í sturtu. Ahhhh hvað þetta var gott. Hrikalega skemmtilegt líka. Kóræfingar byrja á þriðjudaginn í næstu viku og mikið hlakkar mig til að hitta allar kellurnar. Alveg hreint merkilegt hvað mar verður háður þessu kórastandi. Get bara engavegin hugsað mér að vera ekki í kór. Henti inn einni atvinnu umsókn í gær og svo er bara að sjá hvort eitthvað komi út úr því. Sonurinn byrjaður af fullum krafti að blogga aftur, og mikið þætti honum vænt um ef einhver nennti að kommenta á hann. Hann heldur nebbilega að enginn lesi það sem hann skrifar. Svo er hann alveg að gera mig bilaða. Hann stendur alveg fast á því að ég viti hvað lillan okkar á að heita. Og að ég bara vilji ekki segja honum það. Og þó svo að ég segi honum eins og er að ég viti ekkert um þetta mál þá bara trúir hann mér ekki. Heldur að við séum með samantekin ráð um það að hann einn megi ekki vita. En ég er farin að lúlla.
Yfir og út krúsarknús...............

Engin ummæli: