þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Úff púff

Heldur betur ekki að standa mig í þessu bloggi þessa síðustu og verstu. Fullt samt að gerast og nóg að gera. Engin hætta á að mér leiðist. Fór á föstudaginn síðasta á frumsýninguna á Blóðböndum. Svona lala mynd. Ekki mikið að gerast í henni fyrir utan nú það að minni bregður fyrir í svona 0,5 sekúndur. Já,já orðin fræg og alles. hehe.... Umhugsunarvert efni sem myndin tekur á en ósköp langdregin og svo bara búin. Gerist í sjálfu sér ekki neitt. Big cero.... Ýmislegt að bralla í sambandi við vinnuna og svona, er að spá í að hætta við að hætta og hætta við nýju vinnuna. Er enn eina ferðina að gæla við hugmyndina um skólagöngu í haust. Og ef af henni verður er ekki svo sniðugt að skipta um vinnu núna. Var svo með litla gullið mitt hann Mikael Orra um helgina. Lúllaði hjá ömmu sinni. Algjörg mús og hvers manns hugljúfi. Svaf eins og engill alla nóttina. Rétt rumskaði einu sinni og fékk lellann sinn og steinsofnaði með það sama aftur. Bollukaffi hjá Lilju og Dadda á sunnudaginn like always. Og nú er þetta að verða aftur eins og í "gamla daga". Allt fullt af litlum krílum. Vörutalning í vinnunni á föstudagsnóttina og mín lofaði að mæta. Svo mar sefur sjálfsagt laugardaginn af sér. Öskubuska næstu helgi og sumarbústaður með saumó helgina þar á eftir. Segiði svo að mar geri aldrei neitt. Hmmm. Mætti samt dreifast á lengri tíma. En þetta er svona . Allt í einu eða ekkert. Og svo er mar alveg búin á því þegar törninni líkur. Idol spædol. Gæsahúð dauðans þegar Ína söng. Oh my god. Hrikalega góð og Nana. Halló. Hún var gjörsamlega geggjuð. Og loksins fór réttur maður heim. Alveg kominn tími á Eirík. Og svo eru allar líkur á því að Lonni og Baldur séu að flytja. Halló. Aftur og nýbúin. Heldur þetta fólk að maður hafi ekkert annað að gera en að flytja það á milli hæða. hehe. Bara að grínast. Veit samt ekki hvort ég eigi neitt að tjá mig um þetta mál hér. Maður veit aldrei hver les og það gæti mögulega þá bara skemmt fyrir þeim. En það get ég sagt ykkur að ég hef sko fullt um málið að segja. Og ekki allt jafnfallegt. En ekki meir um það. Litla snúllan þeirra dafnar alveg eins og best verður á kosið. Drekkur og sefur þess á milli. Orðin algjör bolla. Engar baunir eða saltari hér í kvöld. Höfum frestað þeim fram á fimmtudag. Ómögulegt að éta svona mat á kórkvöldi. Svo ég á gúmmulaðið eftir. Hlakka sko bara til. Ítalíu fundur eftir kóræfingu í kvöld. Fjáröflunarnefndin með ýmislegt upp í erminni. Og ef þetta verður allt samþykkt kostar ferðin hverja konu rétt um 23 þúsund. Jibbý jey....Og hver getur sleppt því.Eins gott að mar fari með því Rannveig hefur hótað að fara ekki ef ég fer ekki. Pressa maður minn. Svo nú verðið þið að versla eins og brjáluð við mig og hananú... Dreif mig svo til Ríkeyjar á föstudaginn síðasta og eins og alltaf kemur ný Gunnsa út frá henni. Ógeðslega flott á mér hárið núna. Og nú er ég hætt
Yfir og út krúsarknús.........

Engin ummæli: