laugardagur, apríl 08, 2006

Alltaf jafn ung í anda. En ekki hvað.

You Are 29 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


Og þá er Idolið búið að sinni. Og mikið var ég glöð. Splæsti mínu atkvæði á Snorra og fannst hann bara flottastur. Samt voru þau bæði rosalega góð, en jafnfram mjög ólíkir söngvarar. Og ég fílaði Snorra betur. Svo mín er sátt. Og svo að öðru. Þar sem spúsi minn hefur farið mikinn undanfarið um skófargan frúarinnar, tók ég mig til í dag og kíkti á safnið. Og endaði með því að henda fjórum pörum og setti önnur tvö í poka og hengdi á hurðina hjá Gurrý hér við hliðina. Fínir skór en ég bara búin að eiga þá OF lengi og nenni ekki að nota þá meir. Svo góðmenskan kom upp í mér og ákvað að hún mætti eiga þá ef hún vill þá. Annars bara fara þeir sömu leið og hin pörin. Það er að segja í ruslarennuna. Mamma og pabbi flogin frá vor ylhýra. Komin til Danaveldis þar sem siglt skal á skútu þeirra mektarhjóna Lilju og Guðjóns vinafólks foreldra minna. Og skal sú sigling standa yfir í mánuð eða svo. Vona svo sannarlega að þau eigi góða daga eiga það svo sannarlega skilið. Og nú ekur mín bara um á jeppa föðursins. Oh my god. Það verður sko ekki auðvelt að skila drossíunni þegar þau koma til baka. Geri það sjálfsagt með tár á kinn og sorg í hjarta. Kíkti aðeins á Spánardrósina í gær, í nýju fínu íbúðina í Gettóinu. Ferlega sæt og rúmgóð íbúð. Ekki að sjá á henni að hún sé í Gettói. Gaman að hitta hana aftur, þ.e.a.s. Jónu, ekki íbúðin hef heldur ekki hitt hana áður. Allt of langt síðan við hittumst. Vonandi að heilsan fari nú að heilsa upp á hana þessa elsku. Gott í bili
Yfir og út krúsarknús.....................

Engin ummæli: