Annað hvort gerist ekkert í mínu lífi, eða þá að það er alltof mikið að gera. Og hvort haldið þið svo að það sé. Júbb, mikið rétt það síðarnefnda. Það er endalaust eitthvað um að vera. Má þakka fyrir að vera heima eitt kvöld í viku. Er eiginlega farin að þrá eina viku heima öll kvöld. Fór nottla í saumabústað síðustu helgi og mikið hrikalega skemmtum við okkur vel. Eins og von var á. Potturinn mikið notaður. Mikið drukkið og sungið. Sing star að sjálfsögðu með í för. En ekki hvað. Gengur nottla ekki að fara í saumabústað án þess. Þó svo að engin vilji syngja í dótið nema moi og Kolla beib. Væri nú alveg að fíla það að fá Íslenskan Sing star disk. En á svo sem ekki von á að það gerist í nánustu framtíð.
Smá fílingur í gangi hér. En mikið djö.... var kalt í kofanum mar. Eins og sést á sængum vorum í sófa vorum. Nú svo kóræfingar á þriðjudag og miðvikudag. Beint á Mirandas kynningu hjá Sillunni minni eftir þá seinni. Heima í gær og svo til Olgu í Idol gláp í kvöld. Leikhús annað kvöld í boði Hrannar. Ég er míns eigin kona. Tónleikar hjá Karlakórnum á sunnudag og ma og pa í mat á sunnudag. Svo ekki leiðist minni. Vinnumálin komin á hreint, og byrja ég í Garðabænum hjá 10-11 á mánudag. Fékk launahækkunina svo ég er búin að slaufa nýju vinnunni. Eitthvað líkt Vúhúúúú braust úr barka mínum þegar Idol kostningin var komin á hreint. Fannst Bríet Sunna ekki alveg vera að gera sig í kvöld. En nú er mar í vondum málum. Með hverjum á ég að halda næsta föstudag. Finnst þau bæði æði sem eftir eru. Var ekki að fila Heiðu í kvöld. Ekki frekar en önnur kvöld. Gjörsamlelga þoli ekki þessar handahreyfingar hennar. Dettur helst í hug spasmi þegar ég sé hana. Sorry, en svona er þetta bara. Búin að staðfesta ferðina til Italíu með Gospelnum. Oh my good hvað ég hlakka til. Verst að Sillan mín verður ekki með í för. Hefði svo gjarnan viljað hafa hana með. Það er sko ekki lognmollan í kringum hana þessa elsku. Fékk smá hurðarskell í síðustu viku. Mín fór að pissa rauðu. Og sjokk dauðans í gangi á þessum bæ. Ég er nefnilega löngu hætt að hugsa sem svo að þetta kemur bara fyrir aðra en ekki mig. Er búin að fá svo marga hurðaskelli að þegar eitthvað kemur upp hugsa ég, já það hlaut að koma að því. Fór í nýrnamyndatöku á miðvikudag og var sagt að hringt yrði í mig seinni part sama dag. En nei. Heyrði ekkert fyrr en korter í brottför í saumabústaðinn. Nýrun ótrúlega flott og ekkert þar að sjá nema nýru. Svo nú skyldi senda frúna í blöðruspeglun. Og hana nú. Leist nú ekkert á það. Ææææææjjjjææææ. Ekki gott. Blöðruspeglun í gær and I´m clean. Nothing to see down there. Jey... Bara sprungin æð eða eitthvað. En það get ég sagt ykkur að ég var sko búin að jarðsyngja sjálfa mig svona 30 sinnum. En nú er þessi hættan liðin hjá svo Don´t worry be happy. Lonni og Baldur búin að fá aðra íbúð. Svo nú eru fluttningar í næstu viku. Flytja alla leið á næstu hæð fyrir neðan. Þægilegt það. 3ja herbergja íbúð. Gott mál. Og þá ætti mar að vera laus við fluttninga af þeirra hálfu næsta áratuginn eða svo. En nú er mál að linni. Komin bóltími.
Yfir og út krúsarknús...............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli