þriðjudagur, janúar 24, 2006

Það er sem ég segi

Það er alltaf allt eða ekkert. Núna er ég búin að vera að sækja um vinnur hingað og þangað og ekki fengið nein svör. Svo allt í einu í gær er ég boðuð í viðtal klukkan korter yfir níu í kvöld á tannlæknastofu. Fór þangað beint af kóræfingu. Á leiðinni þangað hringir í mig kall úr apóteki sem ég hafði sótt um í og boðar mig í viðtal á morgun klukkan fjögur. Klukkan hálf fimm á morgun á ég að mæta hjá 10-11 liðinu í viðtal. Og svo kóræfing annað kvöld. Gaman að vita hvort eitthvað kemur svo út úr þessu öllu saman. Leist mjög vel á þessa tannlæknastofuvinnu. Tvær konur með stofu saman, eða öllu heldur ungar stúlkur. Allavega mikið yngri en ég. Æðislegur vinnutími. Mán og þri frá 9-16 mið frá 8-16 fim frá 9-16 og annan hvern föstudag frá 8-2. Nammi namm. Líst rosa vel á þetta dæmi. Held nú samt að ansi margar hafi sótt um hjá þeim svo að nú er bara að krosslegja fingur. Svipuð laun og ég er með í dag, til að byrja með og svo meira aðeins seinna. Verð að reyna að druslast í Vouge á morgun að kaupa bleika borða í skírnarkjólinn, ekki seinna að vænna þar sem prinsessan á bauninni fær nafið sitt formlega á sunnudaginn. Voða spenningur í gangi. Hvað skyldi hún eiga að heita? Vona svo sannarlega að eitthvað komi út úr þessu vinnubrölti mínu. þessi birta í 10-11 er mig lifandi að drepa. Er orðið með hausverk upp á hvern einasta dag. Er ekki að fatta hvað þeir eru að pæla með alla þessa flúor lýsingu. Og ég er ekki sú eina sem tala um þetta. Fólk almennt kvartar undan lýsingunni í búðinni. Kannist þið við þetta. Endilega kommentið á mig með þetta. Er með óformlega könnun í gangi. Svara svo... Gospelsystur að fara til Itlíu í sumar og mín með nettan fiðring. Langar brjálæðislega með. Ef einhver þarna úti vill styrkja fátæka konu í Italíu ferð endilega láta mig vita. Farin að sofa.
Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: