laugardagur, janúar 07, 2006

Jæja þá eru jólin

formlega búin og allt fína jóladótið skal tekið niður á morgun. uhuhu.. Alltaf finnst mér jafntómlegt þegar gersemarnar eru komnar í kassa upp í skáp. En það er svo skrítið að mér finnst líka allt svo rosalega hreint þegar ég er búin að taka allt niður. Skrítin þessi Gunna. Já soddan er lílvet.... Horfði loksins á Skaupið í fyrrakvöld og ég bara gjörsamlega næstum dó úr hlátri. Mér fannst það algjört æði. Ég er nebbilega eina af þeim sem er algjörlega með öllu sneidd áhuga á pólitík og fylgist ekkert með þeim málum, nema mjög takmarkað. Og svei mér þá ef Björgvin Franz er ekki nýja Idolið mitt. Þvílíkur skemmtikraftur og hæfileikar, maður lifandi. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hafði unun af að horfa á "Geir Ólafsson." Þann mann get ég með engu móti þolað. Hrokafullur og hundleiðinlegur. En ég segi bara áfram Edda. Lonni og Baldur komu hér í dag með Lilluna. Hún er alveg hreint yndisleg. Skírnardagurinn hefur verið ákveðinn. Afmælisdagur mömmunnar 29 janúar og nafnið leyndó. Svo nú biður maður bara spenntur. Hvað skyldi ljúfan eiga að heita. Spennandi. Sonur minn alveg að tapa sér yfir þessu. Þolir ekki svona leyndarmál. Mín búin að skrá sig í Afró í Kramhúsinu og byrja á mánudaginn. 3svar í viku og klukkutíma og 15 mínútur betur hvert skipti. Hlakka sko bara til. Skruppum mæðginin til Olgu í Idol gláp að venju og ég var bara sátt við útkomuna. Fannst hún best.Tókum svo eitt Trivial Pursuit og við Örn unnum, með þrjár kökur hvort þegar við hættum. Sit hér með headfone á hausnum og hlusta á Bjögga og hans son syngja duet. Og ég fæ bara netta húð. Íslenska Óperan að fara að setja upp Öskubusku og ég ætla. Ekki spurning. Uppáhaldið mitt. Það er ekkert ævintýri sem kemst með hælana þar sem Öskubuska hefur tærnar. Sem minnir mig á kristalsstyttuna sem ég sá í Portugal í haust. Hana verð ég defenatly að eignast. Er búin að finna mér eftir hæð í Vesturbænum. Ætla að skoða hana. Hún er ógó flott. Allavega á netinu. Hjónin sem hana eiga eru reyndar á Kanarí og koma ekki aftur fyrr en í kringum 25 janúar. Svo fer að styttast í að kórinn byrji aftur. Nammi mann. Mikið hlakka ég til. Þetta er orðið ágætt frí. Well,well. Það er alveg greinilegt að vinnuvikan er á enda. Klukkan að verða hálf fjögur og ég að blogga. Ætti nú bara að vera farin að hrjóta við hliðina á spúsanum. En svona er þetta með vökustaura eins og mig. Ætla svo með Lilluna og foreldrum hennar til Snorra ungbarnasundkennara á morgun. Hún skal læra að synda og það strax. hehehe.... Ætli mar kíki ekki svo bara til Guðnýjar í kaffi fyrst við verðum í Mosósveit. Á alveg eftir að knúsa þau árið. Nú er komið mál að linni. Hér hleyp ég úr einu í annað og skil ekkert hvað ég er að krota hér.
Yfir og út krúsarknús.............

Engin ummæli: