laugardagur, janúar 21, 2006

Long time no seen,.,,,

Eitthvað er letin að fara með mann þessa daganna. Eða kannski að neglurnar séu of langar til að pikka á lyklaborðið, eitthvað er það. Svo sem ekkert merkilegt á daga mína drifið undanfarið. Fór náttla til tannsa og hvað haldið þið. ha. Ég er sko 2 jöxlum fátækari. Búin að vera að drepast í kjaftinum alla þessa viku. Og fyrir þennann drátt mátti ég reiða fram 12 þúsund krónur. Findist nú bara að þessir kauðar ættu að borga okkur fyrir að fá að meiða mann. Sótti um vinnu hjá Íslandsbanka í gær og spennandi að sjá hvort eitthvað komi út úr því. Talaði líka við stúlku hjá 10-11 sem hefur eitthvað með mannaráðningar að gera og tilkynnti henni það að ég væri orðin hundleið á að standa við kassa allann daginn. Væri alveg til í að prufa verslunarstjórastöðu, stöðvarstjórastöðu eða jafnvel eitthvað á skrifstofunni hjá þeim. Hún hringdi svo í mig í dag og boðaði mig á fund næsta miðvikudag. Gaman að sjá hvað hún ætlar að bjóða mér, ef þá eitthvað. Fyrsta kóræfing ársinns á þriðjudaginn síðasta og mikið var gaman að hitta kellurnar aftur. Ákvað svo að prófa Voxin. MP bað mig að koma yfir og sló ég til. Fór á æfingu þar á miðvikudaginn, og svei mér þá ef ég á bara ekki eftir að fíla mig ljómandi vel þar. Mikið erfiðara, meiri sönglegar kröfur og ég held að það eigi bara vel við mig. Vel tekið á móti manni og svona. Já, leist bara vel á mig. Svo kemur bara í ljós hvað ég geri. Ætla allavega að gefa þessu sjéns. Var að horfa á Beloved á RÚV. Ótrúlega mögnuð mynd. Gaf mér ekki einu sinni tíma til að pissa. Enda bunan löng eftir myndina. Myndin líka í lengra lagi eða næstum 3 tímar. En vel þess virði. Svo er ég svona að velta því fyrir mér hver Sigrún vinkona móður minnar sé. Hún kommentar á mig í færslunni hér á undan. Málið er bara það að ég veit ekki til þess að móðir mín eigi vinkonu sem heitir Sigrún. Svo ef þú, þ.e.a.s. Sigrún, lest þetta endilega gerðu betur grein fyrir þér. Ég er óheyrilega forvitin kona og langar mikið til að vita hver þú ert. Við eigum það allavega sameiginlegt að ætla ALDREI að lesa bók eftir Steinunni Sig. aftur.
Yfir og út krúsarknús................

Engin ummæli: